| Sf. Gutt
Ótíðindi dagsins urðu ljós á blaðamannafundi Jürgen Klopp. Margir höfðu óttast að Andrew Robertson myndi verða lengi frá eftir að hafa meiðst á öxl í landsleik Skota við Spánverja á Spáni. Svo verður því miður.
Jürgen sagði á blaðamannafundinum að leitað hefði verið álits svo til allra sérfræðinga sem völ hefði verið á og niðurstaðan varð sú að skynsamlegast væri að Andrew færi í aðgerð á öxlinni. Hinn möguleikinn var að láta tímann laga meiðslin. Það var hægt. En ef litið væri til lengri tíma væri betra að fara í aðgerð svo að meiðslin myndu lagast vel. Sú varð því niðurstaðan. Betri leið en hún tekur lengri tíma og Andrew verður frá allt upp í tólf vikur. Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir Liverpool því Andrew er lykilmaður í leik Liverpool.
Kostas Tsimikas leysir Andrew örugglega af. Grikkinn er góður leikmaður þó hann sé ekki í sama gæðaflokki og Andrew. Hann verður að hinn bóginn að sýna hvað í honum býr næstu vikur og mánuði.
Landsleikurinn við Spáverja varð Skotum dýrkeyptur. En Andrew og Skotar geta þó glaðst því Skotland er komið með keppnisrétt í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða næsta sumar.
TIL BAKA
Andrew Robertson þarf í aðgerð
Ótíðindi dagsins urðu ljós á blaðamannafundi Jürgen Klopp. Margir höfðu óttast að Andrew Robertson myndi verða lengi frá eftir að hafa meiðst á öxl í landsleik Skota við Spánverja á Spáni. Svo verður því miður.
Jürgen sagði á blaðamannafundinum að leitað hefði verið álits svo til allra sérfræðinga sem völ hefði verið á og niðurstaðan varð sú að skynsamlegast væri að Andrew færi í aðgerð á öxlinni. Hinn möguleikinn var að láta tímann laga meiðslin. Það var hægt. En ef litið væri til lengri tíma væri betra að fara í aðgerð svo að meiðslin myndu lagast vel. Sú varð því niðurstaðan. Betri leið en hún tekur lengri tíma og Andrew verður frá allt upp í tólf vikur. Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir Liverpool því Andrew er lykilmaður í leik Liverpool.
Kostas Tsimikas leysir Andrew örugglega af. Grikkinn er góður leikmaður þó hann sé ekki í sama gæðaflokki og Andrew. Hann verður að hinn bóginn að sýna hvað í honum býr næstu vikur og mánuði.
Landsleikurinn við Spáverja varð Skotum dýrkeyptur. En Andrew og Skotar geta þó glaðst því Skotland er komið með keppnisrétt í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða næsta sumar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan