| Sf. Gutt
Liverpool borg er fallega rauð eftir að þeir Rauðu lögðu þá Bláu að velli 2:0 á Anfield Road. Enn og aftur réði Mohamed Salah úrslitum og tryggði sigur Liverpool.
Það var svo sem ekkert sem kom á óvart í liðsvali Liverpool. Það lá fyrir að Andrew Robertson er kominn í alltof langt meiðslafrí þannig að hans nýtur ekki við næstu tvo til þrjá mánuði. Í hans stað kom Kostas Tsimikas eins og búist hafði verið við.
Fyrir leik var mínútu þögn til að votta þeim hafa látist í stríðsátökunum fyrir botni Miðjarðarhafs virðingu. Í Kop stúkunni mátti sjá svartan borða sem á var letrað, ,,Í Guðs bænum bjargiði Gaza", og þessi skilaboð segja sína sögu.
Aftur og aftur síðustu vikur og mánuði hefur Liverpool gefið færi á sér í byrjun leikja og svo varð. Liverpool missti boltann og Everton náði fyrirgjöf frá vinstri sem hitti á Dominic Calvert-Lewin en skalli hans fyrir miðju marki af stuttu færi dreif varla að Alisson Becker. Rétt rúmlega hálf mínúta liðin. Þar kom og fór eina almennilega færi Everton í leiknum!
Liverpool fékk sitt fyrsta færi á 13. mínútu. Eftir hraða sókn sendi Dominik Szoboszlai á Luis Díaz sem komst inn að markteigshorninu vinstra megin og líklega töldu margir að boltinn myndi þenja netmöskvana en Ashley Young kom í veg fyrir það með því að renna sér fyrir skotið og bjarga. Frábær vörn hjá honum.
Liverpool hafði undirtökin er ekkert bólaði á opnum færum. Á 34. mínútu átti Alexis Mac Allister fast langskot sem Jordan Pickford varð. Hann hélt ekki boltanum en náði honum aftur áður en nokkur Liverpool maður náði að komast að boltanum.
Á 37. mínútu tók Luis rispu fram vinstri kantinn. Hann var við að brjótast inn í vitateiginn þegar Ashley klippti hann niður. Dómarinn sýndi honum gult spjald í annað sinn í leiknum og svo rautt. Liverpool manni fleiri! Góð tilbreyting í því!
Everton skipti tveimur varnarmönnum í hálfleik til að þétta raðirnar. Liverpool hélt áfram að hafa yfirhöndina en opin færi létu sem fyrr á sér standa. Liverpool gerði sínar fyrstu skiptingar á 62. mínútu þegar þeir Harvey Elliott og Darwin Núnez komu inn. Sóknarleikur Liverpool varð heldur beittari í kjölfarið.
Rétt á eftir heimtuðu leikmenn Everton að Ibrahima Konaté yrði rekinn af velli eftir að hann stöðvaði varamanninn Beto í upphlaupi fram völlinn. Frakkinn var kominn með gult spjald og þó svo að brotið verðskuldaði ekki rautt hefði verið hægt að gefa gult á það. Dómarinn gerði ekkert en strax og boltinn fór næst úr leik var Ibrahima tekinn af velli og Joel Matip settur í hans stöðu. Það átti ekki að taka neina áhættu!
Á 75. mínútu braut Liverpool ísinn! Luis komst í fyrirgjafastöðu vinstra megin. Boltinn small í hendinni á Michael Keane. Dómarinn dæmdi horn en eftir að hafa horft á sjónvarpsskjáinn breytti hann dómnum í víti. Reyndar hefði hann ekki átt að þurfa að líta á skjáinn. Augljós hendi víti! Mohamed Salah tók vítið og þrumaði boltanum út í hliðarnetið hægra megin fyrir framan Kop stúkuna. Öruggt víti þó allt væri í húfi!
Liverpool spilaði framhaldið af miklu öryggi. Liðið hélt boltanum vel og gaf Everton engin færi á sér. Mínúturnar liðu og á lokamínútunni átti Harvey bylmingsskot utan vítateigs sem Jordan varði meistaralega með því að slá boltann í þverslána og yfir. Viðbótartíminn var hvorki meira né minna en níu mínútur! Ótrúlegt!
Nú mátti ekkert út af bera. Everton náði ekki neinum sóknum. Þó stefndi í eina á sjöundu mínútu viðbótartímans en Liverpool braut hana á bak aftur við sinn vítateig Darwin fékk boltann á miðjum sínum vallarhelmingi og tók á rás. Þegar hann var kominn að vítateig Everton renndi hann boltanum inn í vítateiginn til hægri á Mohamed. Egyptinn þakkaði gott boð, tók boltann viðstöðulaust og skilaði honum af öryggi í Kop markið. Fögnuður þeirra Rauðu var gríðarlegur! Spennan gufaði upp og hægt var að sleppa sér við að fagna sigri á þeim Bláu! Toppsætinu var líka hægt að fagna!
Vissulega spilaði Liverpool ekki ýkja vel. Liðið hafði þó alltaf yfirhöndina. Liverpool vann Everton og þegar þessi grannlið spila skiptir ekki annað máli! Þó Liverpool spili illa gegn Everton og vinni þá er það bara hið besta mál!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté (Matip 66. mín.), van Dijk, Tsimikas (Núñez 62. mín.), Szoboszlai, Mac Allister, Gravenberch (Elliott 62. mín.), Salah, Jota og Díaz (Gomez 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Endo, Scanlon, McConnell og Quansah.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (75. ,víti, og 90. mín.).
Gult spjald: Ibrahima Konaté.
Everton: Pickford, Young, Tarkowski, Branthwaite, Mykolenko (Chermiti 88. mín.), Harrison (Keane 45. mín.), Garner, Onana (Danjuma 80. mín.), McNeil (Patterson 45. mín.), Doucouré og Calvert-Lewin (Betuncal 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Neves Virgínia, Godfrey, Gueye og Dobbin.
Gul spjöld: Ashley Young og James Tarkowski.
Rautt spjald: Ashley Young.
Áhorfendur á Anfield Road: 50.201.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egyptinn var sannarlega ekki í sínu besta formi og það bar óvenju lítið á honum lengst af. En hann tryggði Liverpool sigurinn með tveimur mörkum og það er næg ástæða til að velja hann!
- Þetta var 263. leikur Liverpool og Everton.
- Mohamed Salah er nú búinn að skora átta mörk á leiktíðinni.
- Fyrra mark hans í leiknum var 200. deildarmark hans á ferlinum.
- Everton hefur aðeins unnið einn af síðustu 28 leikjum sínum við Liverpool!
- Callum Scanlon var í fyrsta sinn í aðalliðshóp Liverpool.
TIL BAKA
Þeir Rauðu lögðu þá Bláu!
Liverpool borg er fallega rauð eftir að þeir Rauðu lögðu þá Bláu að velli 2:0 á Anfield Road. Enn og aftur réði Mohamed Salah úrslitum og tryggði sigur Liverpool.
Það var svo sem ekkert sem kom á óvart í liðsvali Liverpool. Það lá fyrir að Andrew Robertson er kominn í alltof langt meiðslafrí þannig að hans nýtur ekki við næstu tvo til þrjá mánuði. Í hans stað kom Kostas Tsimikas eins og búist hafði verið við.
Fyrir leik var mínútu þögn til að votta þeim hafa látist í stríðsátökunum fyrir botni Miðjarðarhafs virðingu. Í Kop stúkunni mátti sjá svartan borða sem á var letrað, ,,Í Guðs bænum bjargiði Gaza", og þessi skilaboð segja sína sögu.
Aftur og aftur síðustu vikur og mánuði hefur Liverpool gefið færi á sér í byrjun leikja og svo varð. Liverpool missti boltann og Everton náði fyrirgjöf frá vinstri sem hitti á Dominic Calvert-Lewin en skalli hans fyrir miðju marki af stuttu færi dreif varla að Alisson Becker. Rétt rúmlega hálf mínúta liðin. Þar kom og fór eina almennilega færi Everton í leiknum!
Liverpool fékk sitt fyrsta færi á 13. mínútu. Eftir hraða sókn sendi Dominik Szoboszlai á Luis Díaz sem komst inn að markteigshorninu vinstra megin og líklega töldu margir að boltinn myndi þenja netmöskvana en Ashley Young kom í veg fyrir það með því að renna sér fyrir skotið og bjarga. Frábær vörn hjá honum.
Liverpool hafði undirtökin er ekkert bólaði á opnum færum. Á 34. mínútu átti Alexis Mac Allister fast langskot sem Jordan Pickford varð. Hann hélt ekki boltanum en náði honum aftur áður en nokkur Liverpool maður náði að komast að boltanum.
Á 37. mínútu tók Luis rispu fram vinstri kantinn. Hann var við að brjótast inn í vitateiginn þegar Ashley klippti hann niður. Dómarinn sýndi honum gult spjald í annað sinn í leiknum og svo rautt. Liverpool manni fleiri! Góð tilbreyting í því!
Everton skipti tveimur varnarmönnum í hálfleik til að þétta raðirnar. Liverpool hélt áfram að hafa yfirhöndina en opin færi létu sem fyrr á sér standa. Liverpool gerði sínar fyrstu skiptingar á 62. mínútu þegar þeir Harvey Elliott og Darwin Núnez komu inn. Sóknarleikur Liverpool varð heldur beittari í kjölfarið.
Rétt á eftir heimtuðu leikmenn Everton að Ibrahima Konaté yrði rekinn af velli eftir að hann stöðvaði varamanninn Beto í upphlaupi fram völlinn. Frakkinn var kominn með gult spjald og þó svo að brotið verðskuldaði ekki rautt hefði verið hægt að gefa gult á það. Dómarinn gerði ekkert en strax og boltinn fór næst úr leik var Ibrahima tekinn af velli og Joel Matip settur í hans stöðu. Það átti ekki að taka neina áhættu!
Á 75. mínútu braut Liverpool ísinn! Luis komst í fyrirgjafastöðu vinstra megin. Boltinn small í hendinni á Michael Keane. Dómarinn dæmdi horn en eftir að hafa horft á sjónvarpsskjáinn breytti hann dómnum í víti. Reyndar hefði hann ekki átt að þurfa að líta á skjáinn. Augljós hendi víti! Mohamed Salah tók vítið og þrumaði boltanum út í hliðarnetið hægra megin fyrir framan Kop stúkuna. Öruggt víti þó allt væri í húfi!
Liverpool spilaði framhaldið af miklu öryggi. Liðið hélt boltanum vel og gaf Everton engin færi á sér. Mínúturnar liðu og á lokamínútunni átti Harvey bylmingsskot utan vítateigs sem Jordan varði meistaralega með því að slá boltann í þverslána og yfir. Viðbótartíminn var hvorki meira né minna en níu mínútur! Ótrúlegt!
Nú mátti ekkert út af bera. Everton náði ekki neinum sóknum. Þó stefndi í eina á sjöundu mínútu viðbótartímans en Liverpool braut hana á bak aftur við sinn vítateig Darwin fékk boltann á miðjum sínum vallarhelmingi og tók á rás. Þegar hann var kominn að vítateig Everton renndi hann boltanum inn í vítateiginn til hægri á Mohamed. Egyptinn þakkaði gott boð, tók boltann viðstöðulaust og skilaði honum af öryggi í Kop markið. Fögnuður þeirra Rauðu var gríðarlegur! Spennan gufaði upp og hægt var að sleppa sér við að fagna sigri á þeim Bláu! Toppsætinu var líka hægt að fagna!
Vissulega spilaði Liverpool ekki ýkja vel. Liðið hafði þó alltaf yfirhöndina. Liverpool vann Everton og þegar þessi grannlið spila skiptir ekki annað máli! Þó Liverpool spili illa gegn Everton og vinni þá er það bara hið besta mál!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté (Matip 66. mín.), van Dijk, Tsimikas (Núñez 62. mín.), Szoboszlai, Mac Allister, Gravenberch (Elliott 62. mín.), Salah, Jota og Díaz (Gomez 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Endo, Scanlon, McConnell og Quansah.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (75. ,víti, og 90. mín.).
Gult spjald: Ibrahima Konaté.
Everton: Pickford, Young, Tarkowski, Branthwaite, Mykolenko (Chermiti 88. mín.), Harrison (Keane 45. mín.), Garner, Onana (Danjuma 80. mín.), McNeil (Patterson 45. mín.), Doucouré og Calvert-Lewin (Betuncal 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Neves Virgínia, Godfrey, Gueye og Dobbin.
Gul spjöld: Ashley Young og James Tarkowski.
Rautt spjald: Ashley Young.
Áhorfendur á Anfield Road: 50.201.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egyptinn var sannarlega ekki í sínu besta formi og það bar óvenju lítið á honum lengst af. En hann tryggði Liverpool sigurinn með tveimur mörkum og það er næg ástæða til að velja hann!
Fróðleikur
- Þetta var 263. leikur Liverpool og Everton.
- Mohamed Salah er nú búinn að skora átta mörk á leiktíðinni.
- Fyrra mark hans í leiknum var 200. deildarmark hans á ferlinum.
- Everton hefur aðeins unnið einn af síðustu 28 leikjum sínum við Liverpool!
- Callum Scanlon var í fyrsta sinn í aðalliðshóp Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan