| Sf. Gutt
Liverpool komst áfram í Deildarbikarnum og það í gegnum storm og regn. Harðsóttur sigur 1:2 vannst í Bournemouth. Liverpool tryggði þar með sæti í átta liða úrslitum keppninnar.
Þrír af þeim sem hófu leikinn við Nottingham Forest um helgina byrjuðu þennan leik. Í liðsvalinu kom mest á óvart að Mohamed Salah hóf leikinn. Hann var fyrirliði. Eins var Dominik Szoboszlai í byrjunarliðinu. Curtis Jones var loksins laus úr banni á Englandi og hóf leikinn.
Liverpool réði gangi mála frá upphafi en heimamenn fengu fyrsta góða færið. Á 13. mínútu missti Dominik Szoboszlai boltann við vítateiginn. Justin Kluivert fékk boltann en Caoimhin Kelleher varði vel. Á 27. mínútu varði markmaður Bournemouth frá Harvey Elliott eftir að Dominik gaf fyrir frá hægri.
Fjórum mínútum seinna náði Liverpool forystu. Kostas Tsimikas tók horn frá hægri. Boltinn barst frá markinu út á Harvey sem þrumaði að marki frá vítateigslínunni. Boltinn fór í Cody Gakpo sem reyndi að stýra honum í markið. Markmaðurinn varði en Cody var fyrstur að átta sig og skoraði af stuttu færi. Markið dugði til að Liverpool leiddi í hálfleik.
Bournemouth lék undan slagveðrinu eftir hlé og ljóst var að liðið ætlaði að selja sig dýrt. Á 53. mínútu áttu heimamenn horn frá vinstri. Vindurinn feykti boltanum í átt að markinu og Joe Gomez gerði vel í að skalla frá á marklínunni.
Á 61. mínútu komst Antoine Semenyo í mjög gott færi hægra megin en hann hitti ekki markið. Kirsuberjastrákarnir héldu áfram að sækja og varamaðurinn Marcus Tavernier átti þrumuskot utan við vítateiginn sem Caoimhin varði vel með því að slá boltann yfir.
Á 64. mínútu réði vörn Liverpool ekki við horn frá vinstri. Boltinn fór yfir á fjærstöng þar sem Justin skallaði í markið. Staðan orðin jöfn og var það sanngjarnt. En staðan var sem betur fer ekki lengi svona. Tveir varamenn unnu saman að markinu sem kom Liverpool aftur yfir. Trent Alexander-Arnold sendi langa sendingu fram út til vinstri á Darwin Núnez. Úrúgvæjinn missti boltann frá sér í móttökunni en náði honum aftur og lék að vítateignum. Rétt við vítateigshornið spyrnti hann að markinu. Boltinn fór í fallegum boga óverjandi út í hornið fjær. Stórglæsilegt mark!
Það var hart barist til síðustu mínútu. Bournemouth barðist allan tímann en Liverpool hélt út og komst áfram í kepnninni. Það er alltaf frábært að komast langt í bikarkeppnunum.
Liverpool spilaði ekki ýkja vel og lenti í vandræðum með Bournemouth sem er í fallbaráttu í deildinni. En liðið sýndi seiglu og lét hvorki Bournemouth eða storminn Ciaran stöðva sig!
Bournemouth: Radu, A Smith (Aarons 82. mín.), Mepham, Zabarnyi, Kerkez, Scott (Moore 81. mín.), Billing (Tavernier 61. mín.), Semenyo (Brooks 74. mín.), Christie, Kluivert (Traorè 74. mín.) og Solanke. Ónotaðir varamenn: Rothwell, Ouattara, Senesi og Aarons.
Mark Bournemouth: Justin Kluivert (64. mín.).
Gul spjöld: Milos Kerkez og Alex Scott.
Liverpool: Kelleher, Gomez, Matip, Quansah, Tsimikas, Elliott (Núnez 60. mín.), Endo (Alexander-Arnold 61. mín.), Jones (Mac Allister 61. mín.), Salah, Gakpo (Jota 81. mín.) og Szoboszlai (Gravenberch 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, van Dijk, Konaté og Scanlon.
Mörk Liverpool: Cody Gakpo (31. mín) og Darwin Núnez (70. mín.).
Gult spjald: Cody Gakpo.
Áhorfendur á Dean Court: 11.116.
Maður leiksins: Jarell Quansah. Ungi strákurinn gaf ekkert eftir í vörninni og spilaði stórvel. Hann er greinilega mjög efnilegur.
- Þetta var 250. Deildarbikarleikur Liverpool frá upphafi keppninnar.
- Liverpool hefur nú skorað í 25 leikjum í röð í öllum keppnum.
- Cody Gakpo skoraði fjórða mark sitt á keppnistímabilinu.
- Darwin Núnez skoraði í sjöunda sinn á leiktíðinni.
- Liverpool spilaði í fyrsta sinn í hvíta og græna varabúningi sínum.
TIL BAKA
Áfram gegnum storm og regn!
Liverpool komst áfram í Deildarbikarnum og það í gegnum storm og regn. Harðsóttur sigur 1:2 vannst í Bournemouth. Liverpool tryggði þar með sæti í átta liða úrslitum keppninnar.
Þrír af þeim sem hófu leikinn við Nottingham Forest um helgina byrjuðu þennan leik. Í liðsvalinu kom mest á óvart að Mohamed Salah hóf leikinn. Hann var fyrirliði. Eins var Dominik Szoboszlai í byrjunarliðinu. Curtis Jones var loksins laus úr banni á Englandi og hóf leikinn.
Liverpool réði gangi mála frá upphafi en heimamenn fengu fyrsta góða færið. Á 13. mínútu missti Dominik Szoboszlai boltann við vítateiginn. Justin Kluivert fékk boltann en Caoimhin Kelleher varði vel. Á 27. mínútu varði markmaður Bournemouth frá Harvey Elliott eftir að Dominik gaf fyrir frá hægri.
Fjórum mínútum seinna náði Liverpool forystu. Kostas Tsimikas tók horn frá hægri. Boltinn barst frá markinu út á Harvey sem þrumaði að marki frá vítateigslínunni. Boltinn fór í Cody Gakpo sem reyndi að stýra honum í markið. Markmaðurinn varði en Cody var fyrstur að átta sig og skoraði af stuttu færi. Markið dugði til að Liverpool leiddi í hálfleik.
Bournemouth lék undan slagveðrinu eftir hlé og ljóst var að liðið ætlaði að selja sig dýrt. Á 53. mínútu áttu heimamenn horn frá vinstri. Vindurinn feykti boltanum í átt að markinu og Joe Gomez gerði vel í að skalla frá á marklínunni.
Á 61. mínútu komst Antoine Semenyo í mjög gott færi hægra megin en hann hitti ekki markið. Kirsuberjastrákarnir héldu áfram að sækja og varamaðurinn Marcus Tavernier átti þrumuskot utan við vítateiginn sem Caoimhin varði vel með því að slá boltann yfir.
Á 64. mínútu réði vörn Liverpool ekki við horn frá vinstri. Boltinn fór yfir á fjærstöng þar sem Justin skallaði í markið. Staðan orðin jöfn og var það sanngjarnt. En staðan var sem betur fer ekki lengi svona. Tveir varamenn unnu saman að markinu sem kom Liverpool aftur yfir. Trent Alexander-Arnold sendi langa sendingu fram út til vinstri á Darwin Núnez. Úrúgvæjinn missti boltann frá sér í móttökunni en náði honum aftur og lék að vítateignum. Rétt við vítateigshornið spyrnti hann að markinu. Boltinn fór í fallegum boga óverjandi út í hornið fjær. Stórglæsilegt mark!
Það var hart barist til síðustu mínútu. Bournemouth barðist allan tímann en Liverpool hélt út og komst áfram í kepnninni. Það er alltaf frábært að komast langt í bikarkeppnunum.
Liverpool spilaði ekki ýkja vel og lenti í vandræðum með Bournemouth sem er í fallbaráttu í deildinni. En liðið sýndi seiglu og lét hvorki Bournemouth eða storminn Ciaran stöðva sig!
Bournemouth: Radu, A Smith (Aarons 82. mín.), Mepham, Zabarnyi, Kerkez, Scott (Moore 81. mín.), Billing (Tavernier 61. mín.), Semenyo (Brooks 74. mín.), Christie, Kluivert (Traorè 74. mín.) og Solanke. Ónotaðir varamenn: Rothwell, Ouattara, Senesi og Aarons.
Mark Bournemouth: Justin Kluivert (64. mín.).
Gul spjöld: Milos Kerkez og Alex Scott.
Liverpool: Kelleher, Gomez, Matip, Quansah, Tsimikas, Elliott (Núnez 60. mín.), Endo (Alexander-Arnold 61. mín.), Jones (Mac Allister 61. mín.), Salah, Gakpo (Jota 81. mín.) og Szoboszlai (Gravenberch 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, van Dijk, Konaté og Scanlon.
Mörk Liverpool: Cody Gakpo (31. mín) og Darwin Núnez (70. mín.).
Gult spjald: Cody Gakpo.
Áhorfendur á Dean Court: 11.116.
Maður leiksins: Jarell Quansah. Ungi strákurinn gaf ekkert eftir í vörninni og spilaði stórvel. Hann er greinilega mjög efnilegur.
Fróðleikur
- Þetta var 250. Deildarbikarleikur Liverpool frá upphafi keppninnar.
- Liverpool hefur nú skorað í 25 leikjum í röð í öllum keppnum.
- Cody Gakpo skoraði fjórða mark sitt á keppnistímabilinu.
- Darwin Núnez skoraði í sjöunda sinn á leiktíðinni.
- Liverpool spilaði í fyrsta sinn í hvíta og græna varabúningi sínum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan