| Sf. Gutt
Liverpool tókst ekki að vinna sigur á nýliðum Luton nú undir kvöldið. Betur fór þó en á horfðist því Liverpool jafnaði leikinn 1:1 á síðustu stundu og fór því heim með eitt stig.
Liverpool hafði fyrir þennan leik ekki unnið í síðustu fjórum heimsóknum sínum til Luton í deildinni. Tvö töp og tvö jafntefli. Liverpool vann reyndar á Kenilworth Road í FA bikarnum á leiktíðinni 2005/06. Fátt kom á óvart í liðsuppstillingu dagsins nema hvað Joe Gomez var vinstri bakvörður en Kostas Tsimikas var á bekknum. Curtis Jones var eitthvað stirður og gat ekki verið með. Reyndar kom nokkuð á óvart að Luis Díaz var í liðshópnum. Hann var einn varamanna.
Það var ljóst frá fyrstu mínútu að heimamenn ætluðu að selja sig dýrt. Liverpool tók þó skiljanlega völdin og var miklu meira með boltann en heimamenn voru sókndjarfir þegar færi gáfust.
Á 13. mínútu sendi Trent Alexander-Arnold fram í vítateig Luton á Darwin Núnez. Hann náði skoti yfir Thomas Kaminski í markinu en boltinn fór á slána og yfir. Þremur mínútum seinna átti Darwin bogaskot utan teigs en Thomas varði vel. Skotið var svipað því sem Úrúgvæjinn skoraði úr gegn Bournemouth í Deildarbikarnum. Enn sótti Liverpol á 33. mínútu. Ryan Gravenberch gaf fram á Diogo Jota. Hann náði að stýra boltanum að marki en Thomas varði meistaralega neðst í horninu. Ekkert mark í hálfleik.
Sama sagan hélt áfram í síðari hálfleik. En nú gekk ekkert hjá Liverpool að skapa færi og það var Luton sem fékk fyrsta færi hálfleiksins á 65. mínútu þegar Alisson Becker varði vel frá Carlton Morris eftir hraða sókn fram vinstri kantinn. Jürgen Klopp var nóg komið og skipti þremur leikmönnum inn á.
Á 70. mínútu fékk Liverpool dauðafæri. Mohamed Salah fékk sendingu inn í teiginn og skallaði þvert fyrir markið á Darwin en hann mokaði boltanum yfir fyrir opnu marki. Reyndar var dæmd rangstaða en færið var dauðafæri. Tveimur mínútum seinna sendi Mohamed á Darwin sem tók viðstöðulaust skot í teignum en Thomas varði vel. Thomas lokaði markinu og á 79. mínútu varði hann frá Ryan.
Þegar tíu mínútur voru eftir fékk Liverpool horn. Virgil náði skalla eftir hornið og leikmenn Liverpool heimtuðu víti. Luton rauk í sókn. Leikmenn Liverpool voru alveg óviðbúnir. Tahith Chong fékk þversendingu frá Issa Kaboré og skoraði við trylltan fögnuð heimamanna. Markið var skoðað í sjónvarpinu með tilliti til þess að Liverpool hefði átt að fá víti. Boltinn fór vissulega í olnboga leikmanns Luton en markið stóð. Hægt hefði verið að dæma víti. Eða hvað?
Jürgen sendi Luis Díaz á vettvang þegar átta mínútur voru til leiksloka. Liverpool reyndi að herða tökin en útlitið var ekki gott. Átta mínútum var bætt við leiktímann. Það var komið á fimmtu mínútu hans þegar Harvey Elliott, sem hafði verið líflegur eftir að hann kom til leiks, lyfti boltanum inn í teiginn frá hægri. Sendingin fór yfir á fjærstöng þar sem Luis Díaz stökk hæst og skallaði boltann yfir Thomas í markinu. Leikurinn jafn á nýjan leik. Luis fagnaði markinu ekki mikið heldur tók upp treyju sína og sýndi áletrun á bolnum sem hann var í innan undir. ,,Frelsið pabba minn" stóð á bolnum. Skilaboð dagsins!
Ekki var meira skorað og Liverpool slapp vel. Þetta hetjulega mark Luis bjargaði Liverpool frá því að tapa. Það að hann skyldi gefa kost á sér í liðshópinn segir sitt um magnað hugarfar hans við þær erfiðu aðstæður sem hann og fjölskylda hans hafa búið við síðustu átta dagana. Faðir hans er enn í haldi mannræningja í Kólumbíu.
Liverpool hafði vissulega öll tök á leiknum en alltof margir leikmenn liðsins voru langt frá sínu besta. Liðið slapp því vel með jafntefli úr því sem komið var. Liðið tapaði alltof mörgum stigum gegn neðstu liðunum á síðustu leiktíð. Slíkt má ekki gerast aftur!
Luton Town: Kaminski, Mengi, Lockyer, Osho, Kaboré, Nakamba, Barkley, Doughty, Townsend (Chong 61. mín.), Ogbene (Brown 79. mín.) og Morris (Adebayo 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Krul, Mpanzu, Clark, Giles, Nelson og Luker.
Mark Luton Town: Tahith Chong (80. mín.).
Gult spjald: Marvelous Nakamba.
Liverpool: Allisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Gomez (Tsimikas 67. mín.), Gravenberch (Díaz 83. mín.), Mac Allister, Szoboszlai (Elliott 66. mín.), Salah, Núnez og Jota (Gakpo 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Endo, Matip, Doak og Quansah.
Mark Liverpool: Luis Díaz (90. mín.).
Gult spjald: Alexis Mac Allister.
Áhorfendur á Kenilworth Road: 11.049.
Maður leiksins: Luis Díaz. Kólumbíumaðurinn bjargaði Liverpool frá tapi á ögurstundu. Hetjulegt mark sem lengi verður í minnum haft.
- Luis Díaz skoraði í fjórða sinn á leiktíðinni.
- Liverpool og Luton Town léku í fyrsta skipti saman í deildinni frá því á leiktíðinni 1991/92.
- Liverpool hefur ekki unnið í fimm síðustu heímsóknum sínum til Kenilworth Road í deildinni.
- Síðast vann Liverpool í Luton í deildinni árið 1987.
TIL BAKA
Jafnt í Luton
Liverpool tókst ekki að vinna sigur á nýliðum Luton nú undir kvöldið. Betur fór þó en á horfðist því Liverpool jafnaði leikinn 1:1 á síðustu stundu og fór því heim með eitt stig.
Liverpool hafði fyrir þennan leik ekki unnið í síðustu fjórum heimsóknum sínum til Luton í deildinni. Tvö töp og tvö jafntefli. Liverpool vann reyndar á Kenilworth Road í FA bikarnum á leiktíðinni 2005/06. Fátt kom á óvart í liðsuppstillingu dagsins nema hvað Joe Gomez var vinstri bakvörður en Kostas Tsimikas var á bekknum. Curtis Jones var eitthvað stirður og gat ekki verið með. Reyndar kom nokkuð á óvart að Luis Díaz var í liðshópnum. Hann var einn varamanna.
Það var ljóst frá fyrstu mínútu að heimamenn ætluðu að selja sig dýrt. Liverpool tók þó skiljanlega völdin og var miklu meira með boltann en heimamenn voru sókndjarfir þegar færi gáfust.
Á 13. mínútu sendi Trent Alexander-Arnold fram í vítateig Luton á Darwin Núnez. Hann náði skoti yfir Thomas Kaminski í markinu en boltinn fór á slána og yfir. Þremur mínútum seinna átti Darwin bogaskot utan teigs en Thomas varði vel. Skotið var svipað því sem Úrúgvæjinn skoraði úr gegn Bournemouth í Deildarbikarnum. Enn sótti Liverpol á 33. mínútu. Ryan Gravenberch gaf fram á Diogo Jota. Hann náði að stýra boltanum að marki en Thomas varði meistaralega neðst í horninu. Ekkert mark í hálfleik.
Sama sagan hélt áfram í síðari hálfleik. En nú gekk ekkert hjá Liverpool að skapa færi og það var Luton sem fékk fyrsta færi hálfleiksins á 65. mínútu þegar Alisson Becker varði vel frá Carlton Morris eftir hraða sókn fram vinstri kantinn. Jürgen Klopp var nóg komið og skipti þremur leikmönnum inn á.
Á 70. mínútu fékk Liverpool dauðafæri. Mohamed Salah fékk sendingu inn í teiginn og skallaði þvert fyrir markið á Darwin en hann mokaði boltanum yfir fyrir opnu marki. Reyndar var dæmd rangstaða en færið var dauðafæri. Tveimur mínútum seinna sendi Mohamed á Darwin sem tók viðstöðulaust skot í teignum en Thomas varði vel. Thomas lokaði markinu og á 79. mínútu varði hann frá Ryan.
Þegar tíu mínútur voru eftir fékk Liverpool horn. Virgil náði skalla eftir hornið og leikmenn Liverpool heimtuðu víti. Luton rauk í sókn. Leikmenn Liverpool voru alveg óviðbúnir. Tahith Chong fékk þversendingu frá Issa Kaboré og skoraði við trylltan fögnuð heimamanna. Markið var skoðað í sjónvarpinu með tilliti til þess að Liverpool hefði átt að fá víti. Boltinn fór vissulega í olnboga leikmanns Luton en markið stóð. Hægt hefði verið að dæma víti. Eða hvað?
Jürgen sendi Luis Díaz á vettvang þegar átta mínútur voru til leiksloka. Liverpool reyndi að herða tökin en útlitið var ekki gott. Átta mínútum var bætt við leiktímann. Það var komið á fimmtu mínútu hans þegar Harvey Elliott, sem hafði verið líflegur eftir að hann kom til leiks, lyfti boltanum inn í teiginn frá hægri. Sendingin fór yfir á fjærstöng þar sem Luis Díaz stökk hæst og skallaði boltann yfir Thomas í markinu. Leikurinn jafn á nýjan leik. Luis fagnaði markinu ekki mikið heldur tók upp treyju sína og sýndi áletrun á bolnum sem hann var í innan undir. ,,Frelsið pabba minn" stóð á bolnum. Skilaboð dagsins!
Ekki var meira skorað og Liverpool slapp vel. Þetta hetjulega mark Luis bjargaði Liverpool frá því að tapa. Það að hann skyldi gefa kost á sér í liðshópinn segir sitt um magnað hugarfar hans við þær erfiðu aðstæður sem hann og fjölskylda hans hafa búið við síðustu átta dagana. Faðir hans er enn í haldi mannræningja í Kólumbíu.
Liverpool hafði vissulega öll tök á leiknum en alltof margir leikmenn liðsins voru langt frá sínu besta. Liðið slapp því vel með jafntefli úr því sem komið var. Liðið tapaði alltof mörgum stigum gegn neðstu liðunum á síðustu leiktíð. Slíkt má ekki gerast aftur!
Luton Town: Kaminski, Mengi, Lockyer, Osho, Kaboré, Nakamba, Barkley, Doughty, Townsend (Chong 61. mín.), Ogbene (Brown 79. mín.) og Morris (Adebayo 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Krul, Mpanzu, Clark, Giles, Nelson og Luker.
Mark Luton Town: Tahith Chong (80. mín.).
Gult spjald: Marvelous Nakamba.
Liverpool: Allisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Gomez (Tsimikas 67. mín.), Gravenberch (Díaz 83. mín.), Mac Allister, Szoboszlai (Elliott 66. mín.), Salah, Núnez og Jota (Gakpo 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Endo, Matip, Doak og Quansah.
Mark Liverpool: Luis Díaz (90. mín.).
Gult spjald: Alexis Mac Allister.
Áhorfendur á Kenilworth Road: 11.049.
Maður leiksins: Luis Díaz. Kólumbíumaðurinn bjargaði Liverpool frá tapi á ögurstundu. Hetjulegt mark sem lengi verður í minnum haft.
Fróðleikur
- Luis Díaz skoraði í fjórða sinn á leiktíðinni.
- Liverpool og Luton Town léku í fyrsta skipti saman í deildinni frá því á leiktíðinni 1991/92.
- Liverpool hefur ekki unnið í fimm síðustu heímsóknum sínum til Kenilworth Road í deildinni.
- Síðast vann Liverpool í Luton í deildinni árið 1987.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan