| Sf. Gutt
TIL BAKA
Landsleikjafréttir
Það er allt á fullu núna í landsleikjum um víða veröld. Leikmenn Liverpool hafa látið verulega að sér kveða. Einn skoraði fjögur mörk!
Mohamed Salah skoraði fernu á fimmtudaginn þegar Egyptaland burstaði Djibútí 6:0. Eitt markið var úr víti en mörkin komu öll í röð. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem leikmaður skorar fernu í landsleik. Þessi leikur var í forkeppni HM.
Búlgaría og Ungverjaland skildu jöfn 2:2 í forkeppni EM. Dominik Szoboszlai lagði upp fyrra mark Ungverja.
Diogo Jota lagði líka upp mark þegar Portúgal vann Liechtenstein 0:2.
Luis Díaz lét hressilega að sér kveða á föstudaginn. Hann skoraði tvö mörk á lokakaflanum og tryggði Kólumbíu frækilegan 2:1 sigur á Brasilíu. Luis skoraði mörkin framhjá vinir sínum Alisson Becker!
Darwin Núnez var líka á skotskónum þegar Úrúgvæ vann heimsmeistara Argentínu 0:2 á útivelli. Hann skoraði seinna markið. Alexis Mac Allister var í liði Argentínu. Þessir tveir leikir voru í forkeppni HM í Suður Ameríku.
England vann Möltu 2:0 á Wembley. Trent Alexander-Arnold spilaði allan leikinn. Jordan Henderson var í byrjunarliðinu.
Kostaas Tsimikas lék með Grikkjum þegar þeir unnu Nýja Sjáland í vináttuleik.
Í dag vann Holland 1:0 sigur á Írlandi. Virgil van Dijk og Cody Gakpo voru í liði Hollands. Caoimhin Kelleher var á bekknum hjá Írum.
Þrír fyrrum leikmenn Liverpool, Danny Ward, Nico Williams og Harry Wilson, spiluðu með Wales í Armeníu. Leiknum lauk 1:1.
Harvey Elliott skoraði þegar enska undir 21. árs liðið vann Serbíu 0:3 á útivelli. Tyler Morton og Jarell Quansah komu inn sem varamenn.
Sadio Mané, fyrrum leikmaður Liverpool, heldur áfram að skora fyrir Senegal. Hann skoraði tvö mörk, annað úr víti, í 4:0 sigri á Suður-Súdan.
Mohamed Salah skoraði fernu á fimmtudaginn þegar Egyptaland burstaði Djibútí 6:0. Eitt markið var úr víti en mörkin komu öll í röð. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem leikmaður skorar fernu í landsleik. Þessi leikur var í forkeppni HM.
Búlgaría og Ungverjaland skildu jöfn 2:2 í forkeppni EM. Dominik Szoboszlai lagði upp fyrra mark Ungverja.
Diogo Jota lagði líka upp mark þegar Portúgal vann Liechtenstein 0:2.
Luis Díaz lét hressilega að sér kveða á föstudaginn. Hann skoraði tvö mörk á lokakaflanum og tryggði Kólumbíu frækilegan 2:1 sigur á Brasilíu. Luis skoraði mörkin framhjá vinir sínum Alisson Becker!
Darwin Núnez var líka á skotskónum þegar Úrúgvæ vann heimsmeistara Argentínu 0:2 á útivelli. Hann skoraði seinna markið. Alexis Mac Allister var í liði Argentínu. Þessir tveir leikir voru í forkeppni HM í Suður Ameríku.
England vann Möltu 2:0 á Wembley. Trent Alexander-Arnold spilaði allan leikinn. Jordan Henderson var í byrjunarliðinu.
Kostaas Tsimikas lék með Grikkjum þegar þeir unnu Nýja Sjáland í vináttuleik.
Í dag vann Holland 1:0 sigur á Írlandi. Virgil van Dijk og Cody Gakpo voru í liði Hollands. Caoimhin Kelleher var á bekknum hjá Írum.
Þrír fyrrum leikmenn Liverpool, Danny Ward, Nico Williams og Harry Wilson, spiluðu með Wales í Armeníu. Leiknum lauk 1:1.
Harvey Elliott skoraði þegar enska undir 21. árs liðið vann Serbíu 0:3 á útivelli. Tyler Morton og Jarell Quansah komu inn sem varamenn.
Sadio Mané, fyrrum leikmaður Liverpool, heldur áfram að skora fyrir Senegal. Hann skoraði tvö mörk, annað úr víti, í 4:0 sigri á Suður-Súdan.
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen
Fréttageymslan