| Sf. Gutt
Enn magnaðasti endurkomusigur í sögu Liverpool raungerðist á Anfield Road seinni partinn í dag. Tvö mörk á tæplega tveimur mínútum sneru slæmu tapi í sætan sigur. Liverpool sigraði Fulham 4:3 í leik sem bauð upp á flest sem hægt er að geti gerst í knattspyrnuleik. Öll mörk Liverpool voru hópi glæsimarka!
Sterkustu menn Liverpool, sem tiltækir eru, komu í byrjunarliðið eftir Evrópusigurinn. Alisson Becker og Diogo Jota voru fjarri góðu gamni og verða í næstu leikjum.
Framan af benti ekkert til annars en Liverpool myndi vinna auðveldan sigur. Strax á 2. mínútu náði Luis Díaz skoti rétt utan við vítateiginn sem Bernd Leno varði. Ekki ýkja löngu seinna var Luis aftur aðgangsharður en nú inni í vítateignum. Bernd varði með úthlaupi en boltinn hrökk til Mohamed Salah sem skoraði. Markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu en þýski markmaðurinn lá eftir og tók langan tíma að gera að höfuðmeiðslum sem hann hlaut í úthlaupinu.
Liverpool braut ísinn í kuldanum á 20. mínútu. Trent Alexander-Arnold tók þá aukaspyrnu af um 25 metra færi. Boltinn var aðeins hægra megin. Þrumuskot Trent fór í þverslána og þeyttist í netið. Frábært skot og markið glæsilegt. Í skoðun síðar kom í ljós að boltann hafði viðkomu í herðakambi Benrd og þeir sem ráða skráðu markið sem sjálfsmark. Algjör þvæla því líklegast hefði boltinn farið í slá og inn þó viðkoman í markmanninum hefði ekki komið til. Vonandi fær Trent markið aftur!
Fjórum mínútum seinna komast Fulham í sína fyrstu sókn. Antonee Robinson gaf fyrir frá vinstri en það virtist ekki vera nein hætta á ferðum. En Hary Wilson náði að skjóta sér fram og pota í boltann sem rataði í markið án þess að Caoimhin Kelleher næði að koma við vörnum. Trúlega hefur Harry, sem ólst upp hjá Liverpool, alltaf dreymt um að skora fyrir framan Kop stúkuna!
Fulham hafði varla reynt að sækja fram til þessa en nú fór liðið að láta að sér kveða. Liverpool komst þó aftur yfir. Á 38. mínútu var barist um boltann úti fyrir vítateig Fulham vinstra megin. Leikmaður Fulham reyndi að skalla til félaga síns en boltinn var allt í einu í einskis manns landi og skoppaði þar. Alexis Mac Allister var næstur honum, rauk til, tók boltann á lofti og þrumaði að marki. Boltinn þaut eins og ör efst út í hornið fjær. Það var varla að Alexis eða nokkur annar viðstaddur trúði sínum eigin augum. Stórfenglegt mark! Ekki spurning að þetta er eitt fallegasta langskotsmark í sögu Liverpool og er þó af mörgum að taka!
Vegna meiðsla Bernd var 12 mínútum bætt við hálfleikinn. Kannski fullmikið en samt skiljanlegt. Aðeins þrjár mínútur voru liðnar af þessum tíma þegar gestirnir jöfnuðu. Eftir horn frá vinstri náði Kenny Tete að stýra boltanum í markið af stuttu færi. Líkt og í fyrra marki Fulham var vörn Liverpool illa á verði. Markið þýddi jafna stöðu í leikhléi loksins þegar það kom.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn af krafti. Á 53. mínútu náði Liverpool hraðari sókn. Mohamed lék að vítateignum og sendi fram á Darwin Núnez sem þrumaði að marki innan vítateigslínunnar en boltinn hafnaði því miður í þverslánni. Sannkallaði bylmingsskot. Darwin var óheppinn þarna en á 60. mínútu átti hann að skora. Gott spil endaði með því að Mohamed lagði upp færi fyrir hann í vítateignum með því að skalla til hans en Darwin náði ekki að stýra boltanum í markið af stuttu færi.
Áfram sótti Liverpool en án árangurs. Svo þegar tíu mínútur voru eftir kom köld vatnsgusa í boði Fulham og það í þessum jökulkulda sem var. Fulham sótti hægra megin og gefið var yfir til vinstri. Þar fékk Tom Cairney boltann og gaf aftur fyrir. Bobby De Cordova-Reid stökk hærra en varnarmenn Liverpool og skallaði í markið. Ekki var að undra fögnuð gestanna.
Stuðningsmenn Liverpool hófu upp raust sína og hvöttu sína menn. Það er einmitt í svona stöðu sem á hvatningar er þörf. Á 83. mínútu gerði Liverpool skiptingu. Wataru Endo kom í stað Ryan Gravenberch. Ekki var laust við að þetta þætti undarlegt þegar mark þurfti! Mínútu síðar átti Luis skalla eftir horn. Bernd varði en hélt ekki boltanum. Mohamed náði frákastinu en þrumaði boltanum hátt upp í Kop stúkuna.
Enn sótti Liverpool á 87. mínútu. Boltinn kom úr loftinu að Mohamed sem renndi honum umsvifalaust út fyrir vítateiginn. Sendinginn var hárnákvæm á Wataru Endo. Hann vandaði sig sem mest hann gat að hitta boltann. Það gerði hann sannarlega og boltinn þandi netmöskvana upp undir slánni við hægra hornið. Frábært skot hjá Wataru og enginn velti því lengur fyrir sér af hverju honum var skipt inn á!
Liverpool náði boltanum strax eftir miðju Fulham. Varamaðurinn Cody Gakpo fékk boltann hægra megin og skaut föstu skoti að marki lengst utan teigs. Bernd varði en hélt ekki boltanum. Darwin var fyrstur á svæðið og sendi boltann fyrir. Kostas Tsimikas náði að vinna skallaeinvígi. Boltinn lenti fyrir fætur Trent Alexander-Arnold sem náði valdi á boltanum áður en hann skaut föstu skoti sem ekki nokkur maður náði að stöðva! Allt gekk gersamlega af göflunum innan vallar sem utan og reyndar í hverju heimshorni sem stuðningsmenn var að finna!
Oft hafa síðbúinn sigurmörk sett allt á hvolf í Musternu. En sjaldan hefur tryllingurinn verði meiri en yfir þessum tveimur mörkum sem sneru slæmu tapi í sætan sigur á 81 sekúndu!
Liverpool var ekki upp á sitt besta og gaf alltof oft færi á sér. En í bili skiptir það engu. Liverpool vann einn magnaðasta endurkomusigur í sögu sinni. Það er rétt að gleðjast og njóta!
Liverpool: Kelleher, Alexander-Arnold, Matip (Konaté 69. mín.), van Dijk, Tsimikas, Szoboszlai (Gakpo 64. mín.), Mac Allister (Gomez 65. mín.), Gravenberch (Endo 83. mín.), Salah, Núnez og Díaz. Ónotaðir varamenn: Adrián, Jones, Elliott, Doak og Quansah
Mörk Liverpool: Bernd Leno, sm, (20. mín.), Alexis Mac Allister (38. mín.), Wataru Endo (87. mín) og Trent Alexander-Arnold (88. mín.).
Fulham: Leno, Tete (Castagne 75. mín.), Bassey, Ream, Robinson, Reed (Vinícius 90. mín.), Palhinha, Wilson (Cairney 62. mín.), Pereira (Willian 62. mín.), Iwobi (De Cordova-Reid 75. mín.) og Jiménez. Ónotaðir varamenn: Rodák, Tosin, Ballo-Touré og Lukic.
Mörk Fulham: Harry Wilson (24. mín.), Kenny Tete (45. mín.) og Bobby De Cordova-Reid (80. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 50.143.
Maður leiksins: Trent Alexander-Arnold. Fyrir sigurmarkið auðvitað. Reyndar ætti hann að vera skráður fyrir tveimur mörkum. Þar fyrir utan var hann stórgóður!
- Alexis Mac Allister opnaði markareikning sinn fyrir Liverpool.
- Wataru Endo og Trent Alexander-Arnold skoruðu í annað sinn á leiktíðinni.
- Liverpool hefur náð 15 stigum í deildinni eftir að hafa lent undir. Ekkert lið hefur náð fleirum á keppnistímabilinu.
- Liverpool hefur unnið alla 11 heimaleiki sína á leiktíðinni.
- Fyrsta mark leiksins var mark númer 50 hjá Liverpool í öllum keppnum á sparktíðinni.
- Mark Alexis Mac Allister var 500. markið sem Liverpool skorar á Anfield Road á valdatíð Jürgen Klopp. Hann hefur stjórnað liðinu þar í 219 leikjum.
TIL BAKA
Slæmt tap varð að sætum sigri á 81 sekúndu!
Enn magnaðasti endurkomusigur í sögu Liverpool raungerðist á Anfield Road seinni partinn í dag. Tvö mörk á tæplega tveimur mínútum sneru slæmu tapi í sætan sigur. Liverpool sigraði Fulham 4:3 í leik sem bauð upp á flest sem hægt er að geti gerst í knattspyrnuleik. Öll mörk Liverpool voru hópi glæsimarka!
Sterkustu menn Liverpool, sem tiltækir eru, komu í byrjunarliðið eftir Evrópusigurinn. Alisson Becker og Diogo Jota voru fjarri góðu gamni og verða í næstu leikjum.
Framan af benti ekkert til annars en Liverpool myndi vinna auðveldan sigur. Strax á 2. mínútu náði Luis Díaz skoti rétt utan við vítateiginn sem Bernd Leno varði. Ekki ýkja löngu seinna var Luis aftur aðgangsharður en nú inni í vítateignum. Bernd varði með úthlaupi en boltinn hrökk til Mohamed Salah sem skoraði. Markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu en þýski markmaðurinn lá eftir og tók langan tíma að gera að höfuðmeiðslum sem hann hlaut í úthlaupinu.
Liverpool braut ísinn í kuldanum á 20. mínútu. Trent Alexander-Arnold tók þá aukaspyrnu af um 25 metra færi. Boltinn var aðeins hægra megin. Þrumuskot Trent fór í þverslána og þeyttist í netið. Frábært skot og markið glæsilegt. Í skoðun síðar kom í ljós að boltann hafði viðkomu í herðakambi Benrd og þeir sem ráða skráðu markið sem sjálfsmark. Algjör þvæla því líklegast hefði boltinn farið í slá og inn þó viðkoman í markmanninum hefði ekki komið til. Vonandi fær Trent markið aftur!
Fjórum mínútum seinna komast Fulham í sína fyrstu sókn. Antonee Robinson gaf fyrir frá vinstri en það virtist ekki vera nein hætta á ferðum. En Hary Wilson náði að skjóta sér fram og pota í boltann sem rataði í markið án þess að Caoimhin Kelleher næði að koma við vörnum. Trúlega hefur Harry, sem ólst upp hjá Liverpool, alltaf dreymt um að skora fyrir framan Kop stúkuna!
Fulham hafði varla reynt að sækja fram til þessa en nú fór liðið að láta að sér kveða. Liverpool komst þó aftur yfir. Á 38. mínútu var barist um boltann úti fyrir vítateig Fulham vinstra megin. Leikmaður Fulham reyndi að skalla til félaga síns en boltinn var allt í einu í einskis manns landi og skoppaði þar. Alexis Mac Allister var næstur honum, rauk til, tók boltann á lofti og þrumaði að marki. Boltinn þaut eins og ör efst út í hornið fjær. Það var varla að Alexis eða nokkur annar viðstaddur trúði sínum eigin augum. Stórfenglegt mark! Ekki spurning að þetta er eitt fallegasta langskotsmark í sögu Liverpool og er þó af mörgum að taka!
Vegna meiðsla Bernd var 12 mínútum bætt við hálfleikinn. Kannski fullmikið en samt skiljanlegt. Aðeins þrjár mínútur voru liðnar af þessum tíma þegar gestirnir jöfnuðu. Eftir horn frá vinstri náði Kenny Tete að stýra boltanum í markið af stuttu færi. Líkt og í fyrra marki Fulham var vörn Liverpool illa á verði. Markið þýddi jafna stöðu í leikhléi loksins þegar það kom.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn af krafti. Á 53. mínútu náði Liverpool hraðari sókn. Mohamed lék að vítateignum og sendi fram á Darwin Núnez sem þrumaði að marki innan vítateigslínunnar en boltinn hafnaði því miður í þverslánni. Sannkallaði bylmingsskot. Darwin var óheppinn þarna en á 60. mínútu átti hann að skora. Gott spil endaði með því að Mohamed lagði upp færi fyrir hann í vítateignum með því að skalla til hans en Darwin náði ekki að stýra boltanum í markið af stuttu færi.
Áfram sótti Liverpool en án árangurs. Svo þegar tíu mínútur voru eftir kom köld vatnsgusa í boði Fulham og það í þessum jökulkulda sem var. Fulham sótti hægra megin og gefið var yfir til vinstri. Þar fékk Tom Cairney boltann og gaf aftur fyrir. Bobby De Cordova-Reid stökk hærra en varnarmenn Liverpool og skallaði í markið. Ekki var að undra fögnuð gestanna.
Stuðningsmenn Liverpool hófu upp raust sína og hvöttu sína menn. Það er einmitt í svona stöðu sem á hvatningar er þörf. Á 83. mínútu gerði Liverpool skiptingu. Wataru Endo kom í stað Ryan Gravenberch. Ekki var laust við að þetta þætti undarlegt þegar mark þurfti! Mínútu síðar átti Luis skalla eftir horn. Bernd varði en hélt ekki boltanum. Mohamed náði frákastinu en þrumaði boltanum hátt upp í Kop stúkuna.
Enn sótti Liverpool á 87. mínútu. Boltinn kom úr loftinu að Mohamed sem renndi honum umsvifalaust út fyrir vítateiginn. Sendinginn var hárnákvæm á Wataru Endo. Hann vandaði sig sem mest hann gat að hitta boltann. Það gerði hann sannarlega og boltinn þandi netmöskvana upp undir slánni við hægra hornið. Frábært skot hjá Wataru og enginn velti því lengur fyrir sér af hverju honum var skipt inn á!
Liverpool náði boltanum strax eftir miðju Fulham. Varamaðurinn Cody Gakpo fékk boltann hægra megin og skaut föstu skoti að marki lengst utan teigs. Bernd varði en hélt ekki boltanum. Darwin var fyrstur á svæðið og sendi boltann fyrir. Kostas Tsimikas náði að vinna skallaeinvígi. Boltinn lenti fyrir fætur Trent Alexander-Arnold sem náði valdi á boltanum áður en hann skaut föstu skoti sem ekki nokkur maður náði að stöðva! Allt gekk gersamlega af göflunum innan vallar sem utan og reyndar í hverju heimshorni sem stuðningsmenn var að finna!
Oft hafa síðbúinn sigurmörk sett allt á hvolf í Musternu. En sjaldan hefur tryllingurinn verði meiri en yfir þessum tveimur mörkum sem sneru slæmu tapi í sætan sigur á 81 sekúndu!
Liverpool var ekki upp á sitt besta og gaf alltof oft færi á sér. En í bili skiptir það engu. Liverpool vann einn magnaðasta endurkomusigur í sögu sinni. Það er rétt að gleðjast og njóta!
Liverpool: Kelleher, Alexander-Arnold, Matip (Konaté 69. mín.), van Dijk, Tsimikas, Szoboszlai (Gakpo 64. mín.), Mac Allister (Gomez 65. mín.), Gravenberch (Endo 83. mín.), Salah, Núnez og Díaz. Ónotaðir varamenn: Adrián, Jones, Elliott, Doak og Quansah
Mörk Liverpool: Bernd Leno, sm, (20. mín.), Alexis Mac Allister (38. mín.), Wataru Endo (87. mín) og Trent Alexander-Arnold (88. mín.).
Fulham: Leno, Tete (Castagne 75. mín.), Bassey, Ream, Robinson, Reed (Vinícius 90. mín.), Palhinha, Wilson (Cairney 62. mín.), Pereira (Willian 62. mín.), Iwobi (De Cordova-Reid 75. mín.) og Jiménez. Ónotaðir varamenn: Rodák, Tosin, Ballo-Touré og Lukic.
Mörk Fulham: Harry Wilson (24. mín.), Kenny Tete (45. mín.) og Bobby De Cordova-Reid (80. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 50.143.
Maður leiksins: Trent Alexander-Arnold. Fyrir sigurmarkið auðvitað. Reyndar ætti hann að vera skráður fyrir tveimur mörkum. Þar fyrir utan var hann stórgóður!
Fróðleikur
- Alexis Mac Allister opnaði markareikning sinn fyrir Liverpool.
- Wataru Endo og Trent Alexander-Arnold skoruðu í annað sinn á leiktíðinni.
- Liverpool hefur náð 15 stigum í deildinni eftir að hafa lent undir. Ekkert lið hefur náð fleirum á keppnistímabilinu.
- Liverpool hefur unnið alla 11 heimaleiki sína á leiktíðinni.
- Fyrsta mark leiksins var mark númer 50 hjá Liverpool í öllum keppnum á sparktíðinni.
- Mark Alexis Mac Allister var 500. markið sem Liverpool skorar á Anfield Road á valdatíð Jürgen Klopp. Hann hefur stjórnað liðinu þar í 219 leikjum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan