| Sf. Gutt
Mohamed Salah kom sér enn einu sinni í annála Liverpool í gær þegar hann skoraði fyrra mark Liverpool í sigrinum á Crystal Palace. Þegar boltinn hafnaði í netinu kom staðfesting á því að Mohamed var búinn að skora 200 mörk fyrir Liverpool Football Club. Hann er aðeins fimmti leikmaðurinn í sögu félagsins til að ná 200 mörkum. Hann náði 200 mörkum í sínum 327. leik með Liverpool.
Mohamed Salah kom til Liverpool frá Roma sumarið 2017. Hann skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar Liverpool gerði 3:3 jafntefli á útivelli við Watford. Alla tíð síðan hefur hann raðað inn mörkum. En ekki síður hefur hann lagt upp fjölda marka. Sem stendur er hann með 81 stoðsendingu.
Nú þegar Mohamed er á þeim tímamótum að hafa náð að skora 200 mörk fyrir Liverpool er ljóst að hann er orðinn einn af alllra bestu leikmönnum í sögu Liverpool. Þá er reyndar mikið sagt. En staðreyndin er samt sú að fáir leikmenn, sem hafa leikið fyrir hönd Liverpool eru betri en hann!
Hér að neðan er listi yfir þá fimm leikmenn Liverpool sem hafa skorað 200 mörk. Mohamed þarf 28 mörk til að ná skosku goðsögninni Billy Liddell. Það er ekki alveg útilokað að hann nái honum ef hann spilar næstu tvö keppnistímabil með Liverpool.
Mörkin 200 eru sannarlega merkur áfangi. En Mohamed náði öðrum áfanga með markinu. Markið var númer 150 í deildarmörkum talið sem hann hefur skorað í ensku knattspyrnunni. Tvö þeirra skoraði hann reyndar fyrir Chelsea. Annar merkur áfangi!
TIL BAKA
Mohamed fimmti til að skora 200 mörk!
Mohamed Salah kom sér enn einu sinni í annála Liverpool í gær þegar hann skoraði fyrra mark Liverpool í sigrinum á Crystal Palace. Þegar boltinn hafnaði í netinu kom staðfesting á því að Mohamed var búinn að skora 200 mörk fyrir Liverpool Football Club. Hann er aðeins fimmti leikmaðurinn í sögu félagsins til að ná 200 mörkum. Hann náði 200 mörkum í sínum 327. leik með Liverpool.
Mohamed Salah kom til Liverpool frá Roma sumarið 2017. Hann skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar Liverpool gerði 3:3 jafntefli á útivelli við Watford. Alla tíð síðan hefur hann raðað inn mörkum. En ekki síður hefur hann lagt upp fjölda marka. Sem stendur er hann með 81 stoðsendingu.
Nú þegar Mohamed er á þeim tímamótum að hafa náð að skora 200 mörk fyrir Liverpool er ljóst að hann er orðinn einn af alllra bestu leikmönnum í sögu Liverpool. Þá er reyndar mikið sagt. En staðreyndin er samt sú að fáir leikmenn, sem hafa leikið fyrir hönd Liverpool eru betri en hann!
Hér að neðan er listi yfir þá fimm leikmenn Liverpool sem hafa skorað 200 mörk. Mohamed þarf 28 mörk til að ná skosku goðsögninni Billy Liddell. Það er ekki alveg útilokað að hann nái honum ef hann spilar næstu tvö keppnistímabil með Liverpool.
1. Ian Rush – 346.
2. Roger Hunt – 285.
3. Gordon Hodgson – 241.
4. Billy Liddell – 228.
5. Mohamed Salah – 200.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan