| Sf. Gutt
Diogo Jota innsiglaði sigur Liverpool á Burnley undir lok leiksins. Þetta var 50. mark hans fyrir Liverpool sem er býsna góður árangur.
Markið var vel þegið. Sem fyrr segir innsiglaði það sigur Liverpool. Að auki var þetta fyrsti leikur Diogo í um það bil mánuð. Hann sagðist ekki hafa átt von á því að vera í liðshópi Liverpool. En markið gladdi Diogo mikið því fjölskylda hans var á leiknum en hún kom til Englands til að vera um jólin.
,,Það var gott fólk úr fjölskyldunni minni á leiknum sem kom til að vera hérna um jólin. Það var frábært að landa sigri, skora, komast aftur út á völlinn og ná þessum þremur stigum sem voru í boði. Ég held að þetta hafi verið besta jólagjöfin!"
Eins og áður kom fram var þetta 50. mark Diogo fyrir Liverpool. Mörkin 50 hefur hann skorað í 131 leik. Að auki hefur hann lagt upp 15 mörk. Þetta var níunda mark hans á leiktíðinni og er hann næstmarkahæstur í liðinu.
Það er sannarlega gott að fá Portúgalann aftur til leiks. Hann kemur á besta tíma inn eftir meiðsli því Mohamed Salah fer í Afríkukeppnina eftir áramótin.
TIL BAKA
Besta jólagjöfin!
Diogo Jota innsiglaði sigur Liverpool á Burnley undir lok leiksins. Þetta var 50. mark hans fyrir Liverpool sem er býsna góður árangur.
Markið var vel þegið. Sem fyrr segir innsiglaði það sigur Liverpool. Að auki var þetta fyrsti leikur Diogo í um það bil mánuð. Hann sagðist ekki hafa átt von á því að vera í liðshópi Liverpool. En markið gladdi Diogo mikið því fjölskylda hans var á leiknum en hún kom til Englands til að vera um jólin.
,,Það var gott fólk úr fjölskyldunni minni á leiknum sem kom til að vera hérna um jólin. Það var frábært að landa sigri, skora, komast aftur út á völlinn og ná þessum þremur stigum sem voru í boði. Ég held að þetta hafi verið besta jólagjöfin!"
Eins og áður kom fram var þetta 50. mark Diogo fyrir Liverpool. Mörkin 50 hefur hann skorað í 131 leik. Að auki hefur hann lagt upp 15 mörk. Þetta var níunda mark hans á leiktíðinni og er hann næstmarkahæstur í liðinu.
Það er sannarlega gott að fá Portúgalann aftur til leiks. Hann kemur á besta tíma inn eftir meiðsli því Mohamed Salah fer í Afríkukeppnina eftir áramótin.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan