| Sf. Gutt
Síðasta ár var sannarlega þrautaganga hjá Skotanum efnilega Calvin Ramsey. Nú þegar nýtt hefur gengið í garð er útlitið eitthvað betra.
Liverpool keypti Calvin, sem er bakvörður, frá Aberdeen fyrir síðustu leiktíð. Hann spilaði tvo leiki fyrir aðallið Liverpool á síðasta keppnistímabili og lék sinn fyrsta landsleik fyrir Skotland. En svo fór allt á versta veg. Hann meiddist illa og þurfti að fara í aðgerð í febrúar í fyrra. Þar með lauk leiktíðinni hjá honum.
Calvin náði sér vel og var lánaður til Preston North End í sumar. En aftur meiddist hann á hné stuttu eftir að hann kom til Preston og var frá alveg þangað til í nóvember. Hann er búinn að spila tvo leiki með Preston þegar hér er komið við sögu. Calvin spilaði þá leiki í nóvember en þá var ár liðið frá því hann spilaði síðast aðalliðsleik!
Líf knattspyrnumanna er ekki alltaf dans á rósum og erfiðleikar Calvin Ramsey eru gott dæmi um það. Skotinn nær nú vonandi að hrista meiðsladrauginn af sér og komast á skrið.
TIL BAKA
Þrautaganga hjá Calvin Ramsay

Síðasta ár var sannarlega þrautaganga hjá Skotanum efnilega Calvin Ramsey. Nú þegar nýtt hefur gengið í garð er útlitið eitthvað betra.

Liverpool keypti Calvin, sem er bakvörður, frá Aberdeen fyrir síðustu leiktíð. Hann spilaði tvo leiki fyrir aðallið Liverpool á síðasta keppnistímabili og lék sinn fyrsta landsleik fyrir Skotland. En svo fór allt á versta veg. Hann meiddist illa og þurfti að fara í aðgerð í febrúar í fyrra. Þar með lauk leiktíðinni hjá honum.
Calvin náði sér vel og var lánaður til Preston North End í sumar. En aftur meiddist hann á hné stuttu eftir að hann kom til Preston og var frá alveg þangað til í nóvember. Hann er búinn að spila tvo leiki með Preston þegar hér er komið við sögu. Calvin spilaði þá leiki í nóvember en þá var ár liðið frá því hann spilaði síðast aðalliðsleik!
Líf knattspyrnumanna er ekki alltaf dans á rósum og erfiðleikar Calvin Ramsey eru gott dæmi um það. Skotinn nær nú vonandi að hrista meiðsladrauginn af sér og komast á skrið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær
Fréttageymslan