| Sf. Gutt
Liverpool komst áfram í FA bikarnum eftir frækilegan útisigur á Arsenal. Liverpool vann 0:2 í miklum baráttuleik sem liðið átti lengi vel í vök að verjast.
Bæði lið stilltu upp sterkum liðum og ljóst var að framkvæmdastjórar liðanna ætluðu sér að taka keppnina föstum tökum. Það lá fyrir að Mohamed Salah og Wataru Endu yrðu ekki með en þeir eru farnir til fundar við landslið sín. Jarell Quansah var óvænt í byrjunarliðinu fyrir Virgil van Dijk sem var veikur.
Skytturnar byrjuðu af miklum krafti og á 3. mínútu fékk liðið dauðafæri. Aaron Ramsey markmaður Arsenal sparkaði þá langt fram og hitti beint á Reiss Nelson. Hann komst inn í vítateiginn og framhjá Alisson Becker. En þá var hann kominn í þröngt færi og skaut í hliðarnetið. Á 11. mínútu lauk þungri sókn Arsenal með því að Martin Ødegaard þrumaði boltanum í þverslá.
Arsenal hélt áfram að herja á Liverpool. Á 38. mínútu átti Ben White gott skot sem Alisson bjargaði í horn með því að slá boltann yfir. Upp úr horninu skapaðist hætta þegar Kai Havertz skallaði rétt framhjá.
Liverpool bætti leik sinn undir lok hálfleiksins. Litlu mátti muna á lokamínútu hálfleiksins þegar Trent Alexander-Arnold átti skot í þverslá.
Liverpool byrjaði síðari hálfleikinn vel. Á 53. mínútu náði Darwin Núnez skoti vinstra megin við vítateiginn en boltinn fór framhjá en þó ekki langt. Fimm mínútum seinna fékk Bukayo Saka færi í vítateig Liverpool eftir aukaspyrnu en skot hans fór yfir.
Liverpool náði yfirhöndinni eftir því sem leið á hálfleikinn. Á 77. mínútu sendi varamaðurinn Diogo Jota á Luis Díaz sem náði föstu skoti en Aaron varði mjög vel í horn niðri í hægra horninu. Eftir hornið átti Diogo skalla en þversláin bjargaði Arsenal í annað sinn í leiknum.
Fyrsta markið í leiknum kom á 80. mínútu. Liverpool fékk aukaspyrnu vinstra megin við vítateiginn. Trent tók aukaspyrnuna og sendi fast fyrir markið. Margir stukku upp og augnabliki síðar lá boltinn í markinu. Í ljós kom að Jakub Kiwior hafði skallað í eigið mark. Stuðningsmönnum Liverpool var rétt sama og fögnuðu innilega fyrir aftan markið.
Fjórum mínútum var bætt við venjulegan leiktíma. Leikmenn Arsenal reyndu að herja á vörn Liverpool en það gekk ekki neitt. Þegar komið var fram á síðustu mínútu viðbótartímans náði Liverpool hraðri sókn. Boltinn kom til Diogo sem sendi til hægri. Þar fékk Luis boltann óvaldaður og þrumaði honum upp í vinkilinn nær. Loksins mark hjá Luis og áframhald í bikarkeppninni tryggt!
Liverpool átti lengi í vök að verjast gegn Arsenal en liðið sýndi seiglu og hafði heppnina með sér þegar með þurfti. Liðið náði svo undirtökunum í leiknum þegar leið á. Sannarlega frækinn útisigur. Vonandi leggur sigurinn grunn að fengsælli vegferð í FA bikarnum!
Arsenal: Ramsdale, White, Saliba, Gabriel, Kiwior (Trossard 88. mín.), Ødegaard, Rice, Jorginho (Nketiah 81. mín.), Saka, Havertz (Smith Rowe 88. mín.) og Nelson (Martinelli 62. mín.). Ónotaðir varamenn: Raya, C. Soares, Nwaneri, Sousa og Walters.
Gult spjald: William Saliba.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, Quansah, Gomez, Elliott (Bradley 75. mín.) Mac Allister (Gravenberch 59. mín.), Jones (Clark 75. mín.), Gakpo (Jota 59. mín.), Núnez og Díaz. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Chambers, Gordon, McConnell og Nyoni.
Mörk Liverpool: Jakub Kiwior, sm, (80. mín.) og Luis Díaz (90. mín.).
Gul spjöld: Harvey Elliott, Ryan Gravenberch, Bobby Clark og Trent Alexander-Arnold.
Áhorfendur á Emirates leikvanginum: 58.538.
Maður leiksins: Ibrahima Konaté. Frakkinn var eins og klettur í vörninni!
- Þetta var í 13. sinn sem Liverpool og Arsenal hafa leitt saman hesta sína í FA bikarnum.
- Þetta var í fimmta sinn sem Liverpool hefur betur á móti Arsenal í FA bikarnum.
- Arsenal hefur átta sinnum náð að hafa betur.
- Fyrir þessa viðureign hafði Arsenal slegið Liverpool þrivegis í röð úr leik í keppninni.
- Mótherjar Liverpool hafa nú skorað fimm sjálfsmörk það sem af er leiktíðar.
- Luis Díaz skoraði sjötta mark sitt á leiktíðinni.
TIL BAKA
Frækilegur útisigur í FA bikarnum!
Liverpool komst áfram í FA bikarnum eftir frækilegan útisigur á Arsenal. Liverpool vann 0:2 í miklum baráttuleik sem liðið átti lengi vel í vök að verjast.
Bæði lið stilltu upp sterkum liðum og ljóst var að framkvæmdastjórar liðanna ætluðu sér að taka keppnina föstum tökum. Það lá fyrir að Mohamed Salah og Wataru Endu yrðu ekki með en þeir eru farnir til fundar við landslið sín. Jarell Quansah var óvænt í byrjunarliðinu fyrir Virgil van Dijk sem var veikur.
Skytturnar byrjuðu af miklum krafti og á 3. mínútu fékk liðið dauðafæri. Aaron Ramsey markmaður Arsenal sparkaði þá langt fram og hitti beint á Reiss Nelson. Hann komst inn í vítateiginn og framhjá Alisson Becker. En þá var hann kominn í þröngt færi og skaut í hliðarnetið. Á 11. mínútu lauk þungri sókn Arsenal með því að Martin Ødegaard þrumaði boltanum í þverslá.
Arsenal hélt áfram að herja á Liverpool. Á 38. mínútu átti Ben White gott skot sem Alisson bjargaði í horn með því að slá boltann yfir. Upp úr horninu skapaðist hætta þegar Kai Havertz skallaði rétt framhjá.
Liverpool bætti leik sinn undir lok hálfleiksins. Litlu mátti muna á lokamínútu hálfleiksins þegar Trent Alexander-Arnold átti skot í þverslá.
Liverpool byrjaði síðari hálfleikinn vel. Á 53. mínútu náði Darwin Núnez skoti vinstra megin við vítateiginn en boltinn fór framhjá en þó ekki langt. Fimm mínútum seinna fékk Bukayo Saka færi í vítateig Liverpool eftir aukaspyrnu en skot hans fór yfir.
Liverpool náði yfirhöndinni eftir því sem leið á hálfleikinn. Á 77. mínútu sendi varamaðurinn Diogo Jota á Luis Díaz sem náði föstu skoti en Aaron varði mjög vel í horn niðri í hægra horninu. Eftir hornið átti Diogo skalla en þversláin bjargaði Arsenal í annað sinn í leiknum.
Fyrsta markið í leiknum kom á 80. mínútu. Liverpool fékk aukaspyrnu vinstra megin við vítateiginn. Trent tók aukaspyrnuna og sendi fast fyrir markið. Margir stukku upp og augnabliki síðar lá boltinn í markinu. Í ljós kom að Jakub Kiwior hafði skallað í eigið mark. Stuðningsmönnum Liverpool var rétt sama og fögnuðu innilega fyrir aftan markið.
Fjórum mínútum var bætt við venjulegan leiktíma. Leikmenn Arsenal reyndu að herja á vörn Liverpool en það gekk ekki neitt. Þegar komið var fram á síðustu mínútu viðbótartímans náði Liverpool hraðri sókn. Boltinn kom til Diogo sem sendi til hægri. Þar fékk Luis boltann óvaldaður og þrumaði honum upp í vinkilinn nær. Loksins mark hjá Luis og áframhald í bikarkeppninni tryggt!
Liverpool átti lengi í vök að verjast gegn Arsenal en liðið sýndi seiglu og hafði heppnina með sér þegar með þurfti. Liðið náði svo undirtökunum í leiknum þegar leið á. Sannarlega frækinn útisigur. Vonandi leggur sigurinn grunn að fengsælli vegferð í FA bikarnum!
Arsenal: Ramsdale, White, Saliba, Gabriel, Kiwior (Trossard 88. mín.), Ødegaard, Rice, Jorginho (Nketiah 81. mín.), Saka, Havertz (Smith Rowe 88. mín.) og Nelson (Martinelli 62. mín.). Ónotaðir varamenn: Raya, C. Soares, Nwaneri, Sousa og Walters.
Gult spjald: William Saliba.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, Quansah, Gomez, Elliott (Bradley 75. mín.) Mac Allister (Gravenberch 59. mín.), Jones (Clark 75. mín.), Gakpo (Jota 59. mín.), Núnez og Díaz. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Chambers, Gordon, McConnell og Nyoni.
Mörk Liverpool: Jakub Kiwior, sm, (80. mín.) og Luis Díaz (90. mín.).
Gul spjöld: Harvey Elliott, Ryan Gravenberch, Bobby Clark og Trent Alexander-Arnold.
Áhorfendur á Emirates leikvanginum: 58.538.
Maður leiksins: Ibrahima Konaté. Frakkinn var eins og klettur í vörninni!
Fróðleikur
- Þetta var í 13. sinn sem Liverpool og Arsenal hafa leitt saman hesta sína í FA bikarnum.
- Þetta var í fimmta sinn sem Liverpool hefur betur á móti Arsenal í FA bikarnum.
- Arsenal hefur átta sinnum náð að hafa betur.
- Fyrir þessa viðureign hafði Arsenal slegið Liverpool þrivegis í röð úr leik í keppninni.
- Mótherjar Liverpool hafa nú skorað fimm sjálfsmörk það sem af er leiktíðar.
- Luis Díaz skoraði sjötta mark sitt á leiktíðinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan