| Sf. Gutt
Eins og fram hefur komið meiddist Mohamed Salah í Afríkukeppninni. Hann kom í kjölfarið heim til Liverpool og er byrjaður að æfa. Ef rétt er skilið er hann ennþá að æfa einn á báti og er ekki byrjaður að taka þátt í æfingum með liðsfélögum sínum.
Mohamed tognaði aftan í læri í öðrum leik Egyptalands í Afríkukeppninni. Til að byrja með var talið að hann yrði frá í skamman tíma og myndi vel hugsanlega geta tekið þátt í keppninni ef Egyptar kæmust í undanúrslit eða lengra. Egyptaland féll úr leik eftir riðlakeppnina svo ekkert reyndi á það. Úrslitaleikur Afríkukeppninnar verður um helgina og Mohamed er enn ekki búinn að ná sér.
Mohamed Salah er búinn að skora 18 mörk á keppnistímabilinu. Þó vel hafi gengið að skora í fjarveru hans skiptir miklu að fá hann góðan aftur til leiks. Vonandi er orðið mjög stutt í það.
TIL BAKA
Mohamed farinn að æfa

Eins og fram hefur komið meiddist Mohamed Salah í Afríkukeppninni. Hann kom í kjölfarið heim til Liverpool og er byrjaður að æfa. Ef rétt er skilið er hann ennþá að æfa einn á báti og er ekki byrjaður að taka þátt í æfingum með liðsfélögum sínum.

Mohamed tognaði aftan í læri í öðrum leik Egyptalands í Afríkukeppninni. Til að byrja með var talið að hann yrði frá í skamman tíma og myndi vel hugsanlega geta tekið þátt í keppninni ef Egyptar kæmust í undanúrslit eða lengra. Egyptaland féll úr leik eftir riðlakeppnina svo ekkert reyndi á það. Úrslitaleikur Afríkukeppninnar verður um helgina og Mohamed er enn ekki búinn að ná sér.

Mohamed Salah er búinn að skora 18 mörk á keppnistímabilinu. Þó vel hafi gengið að skora í fjarveru hans skiptir miklu að fá hann góðan aftur til leiks. Vonandi er orðið mjög stutt í það.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna -
| Sf. Gutt
Jafntefli í síðasta leiknum!
Fréttageymslan