| Sf. Gutt
Liverpool komst aftur á sigurbraut, eftir tapið fyrir Arsenal, þegar liðið lagði Burnley að velli 3:1 á Anfield Road í dag. Liðið var ekki nógu sannfærandi en hafði sigur og það var fyrir öllu.
Það var nokkuð um forföll í liði Liverpool. Þeir Alisson Becker og Joe Gomez gátu ekki spilað vegna þess að þeir voru veikir. Dominik Szoboszlai var meiddur. Conor Bradley var áfram frá eftir fráfall föður síns. Svo var Ibrahima Konaté í banni. Caoimhin Kelleher kom i markið og Jarell Quansah í miðvrðarstöðuna. Trent Alexander-Arnold og Andrew Robertson voru bakverðir. Svo kom Wataru Endo inn á miðjuna en hann var kominn heim úr Asíukeppninni.
Aðeins einu sinni áður í sögunni hafa verið fleiri áhorfendur á Anfield. Frá því fyrir jól hefur verið hægt að hafa rúmlega 57.000 áhorfendur en fyrir þennan leik voru enn fleiri sæti tilbúinn til notkunnar. Í dag voru hvorki fleiri né færri en 59.896 áhorfendur á þessum merka leikvangi.
Liverpool byrjaði ekki vel í vetrarsólinni og á upphafskafla leiksins gaf Burnley, sem er í mikilli fallhættu, tóninn. Á 10. mínútu lék Zeki Amdouni framhjá Virgil van Dijk í vítateignum en Caoimhin Kelleher gerði vel, lokaði á Zeki og varði. Leikur Liverpool lagaðist smá saman og á 31. mínútu kom mark. Trent Alexander-Arnold tók horn frá hægri. James Trafford, markmaður Burnley, kom æðandi út úr markinu en greip algjörlega í tómt. Diogo Jota var skammt undan og skallaði í autt markið frá markteigslínunni. Enn eitt markið hjá Portúgalanum sem hefur verið frábær á leiktíðinni.
Ekkert benti til annars en þetta mark myndi tryggja forystu í hálfleik en líkt og gegn Norwich City í FA bikarnum um daginn svaf vörn Liverpool á verðinum eftir horn. Á 45. mínútu hitti hornspyrna Josh Brownhill beint á Dara O'Shea og Caoimhin réði ekkert við þrumuskalla hans. Jafnt í hálfleik.
Trent gat ekki haldið áfram eftir hlé og kom Harvey Elliott í hans stað. Trent fann fyrir eymslum í hné. Liverpool byrjaði seinni hálfleik af krafti og komst yfir eftir sjö mínútur. Burnley náði ekki að hreinsa eftir harða sókn. Boltinn barst út til hægri í vítateiginn á Harvey. Hann sendi fyrir. Honum til happs rakst boltinn í varnarmann á leiðinni og hækkaði við það flugið. Rétt við markið kastaði Luis Díaz sér fram og skallaði í markið. Hetjulega gert hjá Luis. Heppnin var með Harvey þegar hann gaf fyrir en hann hafði auga fyrir félögum sínum inni við markteiginn.
Þó Liverpool væri komið yfir tók liðið ekki algjörlega völdin og Burnley gafst ekki upp. Á 64. mínútu kom sending fram að vítateig Liverpool. Jarell ætlaði að skalla frá en skalli hans fór í David Datro Fofana sem við það slapp í gegn inn í vítateiginn. Caoimhin var vel vakandi í markinu, kom æðandi út á móti og varði með fæti. Boltinn fór til Wilson Odobert en skot hans hitti ekki markið og fór hátt upp í stúku. Aftur ógnaði David þegar hann slapp í gegn vinstra megin, lék inn í vítateiginn. Caoimhin kom út á móti, David skaut en boltinn fór framhjá fjærstönginni. Þar slapp Liverpool vel!
Þegar 20 mínútur voru eftir tók Luis góða rispu fram að vítateig Burnely. Hann hefði getað skotið sjálfur en sendi til vinstri á Diogo en James varði skot hans í horn. Jarrell fékk boltann upp úr horninu, tók hann vel niður í miðjum vítateig, sneri sér við en skaut en rétt framhjá. Vel gert hjá ungliðanum.
Þegar 11 mínútur lifðu af leiknum gerði Liverpool út um leikinn. Upp úr horni frá vinstri hrökk boltinn fyrir fætur Harvey vinstra megin. Hann leit upp og lyfti boltanum snyrtilega yfir til vinstri á Darwin Núnez. Sendingin var ekki alveg beint á hann en Úrúgvæinn náði að teigja sig að boltanum og skalla hann neðst í hornið. Darwin fagnaði ógurlega fyrir framan Kop stúkuna og full ástæða til. Frábær skalli og hann tryggði Liverpool sigur og um leið toppsætið að nýju eftir að Manchester City hafði náð því um hádegisbilið.
Liverpool spilaði alls ekki vel í dag en sigurinn var fyrir öllu. Það ætti svo sem ekki að kvarta yfir neinu. Liverpool er í efsta sæti deildarinnar!
Liverpool: Kelleher, Alexander-Arnold (Elliott 45. mín.), Quansah, van Dijk, Robertson (Tsimikas 90. mín.), Mac Allister (Clark 90. mín.), Endo (McConnell 90. mín.), Jones, Jota, Núnez og Díaz (Gakpo 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Mrozek, Gravenberch og Koumas.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (31. mín.), Luis Díaz (52. mín.) og Darwin Núnez (79. mín.).
Gul spjöld: Jarell Quansah, Wataru Endo, Darwin Núnez og Jürgen Klopp.
Burnley: Trafford, Assignon, O'Shea, Esteve (da Silva 80. mín.), Delcroix, A Ramsey (Massengo 81. mín.), Berge, Brownhill, Odobert, Fofana og Amdouni (Bruun Larsen 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Rodríguez, Manuel, Ekdal, Cullen, Massengo og Muric.
Mark Burnley: Dara O'Shea (45. mín.)
Gul spjöld: Dara O'Shea, Josh Brownhill og Vincent Kompany
Áhorfendur á Anfield Road: 59.896.
Maður leiksins: Harvey Elliott. Hann kom mjög sterkur inn í hálfleik. Harvey lét vel til sín taka og lagði upp tvö mörk.
Jürgen Klopp: ,,Við spiluðum frábærlega fyrir tíu dögum á móti Arsenal en svo töpuðum við fyrir Arsenal. Það er alltaf erfitt að takast á við mismunandi verkefni. Ef það smellur ekki strax þarf að berjast fyrir því að ná því sem stefnt er að. Leikurinn í dag var mjög erfiður en strákarnir börðust fyrir því sem þeir stefndu á og við náðum þremur stigum."
- Aðeins einu sinni áður í sögunni hafa verið fleiri áhorfendur á Anfield Road. Núna voru 59.896 áhorfendur.
- Diogo Jota skoraði 14. mark sitt á leiktíðinni.
- Luis Díaz skoraði níunda mark sitt á sparktíðinni. Hann hefur aldrei skorað fleiri mörk frá því hann kom til Liverpool.
- Markið var hans 20. fyrir Liverpool í 79 leikjum.
- Darwin Núnez skoraði í 12. sinn á keppnistímabilinu.
- Öll mörkin í leiknum voru skoruð með skalla.
- Trent Alexnder-Arnold lagði upp mark Diogo Jota. Þetta var 58. stoðsending hans í deildinni og er það met fyrir varnarmann.
TIL BAKA
Aftur á sigurbraut!
Liverpool komst aftur á sigurbraut, eftir tapið fyrir Arsenal, þegar liðið lagði Burnley að velli 3:1 á Anfield Road í dag. Liðið var ekki nógu sannfærandi en hafði sigur og það var fyrir öllu.
Það var nokkuð um forföll í liði Liverpool. Þeir Alisson Becker og Joe Gomez gátu ekki spilað vegna þess að þeir voru veikir. Dominik Szoboszlai var meiddur. Conor Bradley var áfram frá eftir fráfall föður síns. Svo var Ibrahima Konaté í banni. Caoimhin Kelleher kom i markið og Jarell Quansah í miðvrðarstöðuna. Trent Alexander-Arnold og Andrew Robertson voru bakverðir. Svo kom Wataru Endo inn á miðjuna en hann var kominn heim úr Asíukeppninni.
Aðeins einu sinni áður í sögunni hafa verið fleiri áhorfendur á Anfield. Frá því fyrir jól hefur verið hægt að hafa rúmlega 57.000 áhorfendur en fyrir þennan leik voru enn fleiri sæti tilbúinn til notkunnar. Í dag voru hvorki fleiri né færri en 59.896 áhorfendur á þessum merka leikvangi.
Liverpool byrjaði ekki vel í vetrarsólinni og á upphafskafla leiksins gaf Burnley, sem er í mikilli fallhættu, tóninn. Á 10. mínútu lék Zeki Amdouni framhjá Virgil van Dijk í vítateignum en Caoimhin Kelleher gerði vel, lokaði á Zeki og varði. Leikur Liverpool lagaðist smá saman og á 31. mínútu kom mark. Trent Alexander-Arnold tók horn frá hægri. James Trafford, markmaður Burnley, kom æðandi út úr markinu en greip algjörlega í tómt. Diogo Jota var skammt undan og skallaði í autt markið frá markteigslínunni. Enn eitt markið hjá Portúgalanum sem hefur verið frábær á leiktíðinni.
Ekkert benti til annars en þetta mark myndi tryggja forystu í hálfleik en líkt og gegn Norwich City í FA bikarnum um daginn svaf vörn Liverpool á verðinum eftir horn. Á 45. mínútu hitti hornspyrna Josh Brownhill beint á Dara O'Shea og Caoimhin réði ekkert við þrumuskalla hans. Jafnt í hálfleik.
Trent gat ekki haldið áfram eftir hlé og kom Harvey Elliott í hans stað. Trent fann fyrir eymslum í hné. Liverpool byrjaði seinni hálfleik af krafti og komst yfir eftir sjö mínútur. Burnley náði ekki að hreinsa eftir harða sókn. Boltinn barst út til hægri í vítateiginn á Harvey. Hann sendi fyrir. Honum til happs rakst boltinn í varnarmann á leiðinni og hækkaði við það flugið. Rétt við markið kastaði Luis Díaz sér fram og skallaði í markið. Hetjulega gert hjá Luis. Heppnin var með Harvey þegar hann gaf fyrir en hann hafði auga fyrir félögum sínum inni við markteiginn.
Þó Liverpool væri komið yfir tók liðið ekki algjörlega völdin og Burnley gafst ekki upp. Á 64. mínútu kom sending fram að vítateig Liverpool. Jarell ætlaði að skalla frá en skalli hans fór í David Datro Fofana sem við það slapp í gegn inn í vítateiginn. Caoimhin var vel vakandi í markinu, kom æðandi út á móti og varði með fæti. Boltinn fór til Wilson Odobert en skot hans hitti ekki markið og fór hátt upp í stúku. Aftur ógnaði David þegar hann slapp í gegn vinstra megin, lék inn í vítateiginn. Caoimhin kom út á móti, David skaut en boltinn fór framhjá fjærstönginni. Þar slapp Liverpool vel!
Þegar 20 mínútur voru eftir tók Luis góða rispu fram að vítateig Burnely. Hann hefði getað skotið sjálfur en sendi til vinstri á Diogo en James varði skot hans í horn. Jarrell fékk boltann upp úr horninu, tók hann vel niður í miðjum vítateig, sneri sér við en skaut en rétt framhjá. Vel gert hjá ungliðanum.
Þegar 11 mínútur lifðu af leiknum gerði Liverpool út um leikinn. Upp úr horni frá vinstri hrökk boltinn fyrir fætur Harvey vinstra megin. Hann leit upp og lyfti boltanum snyrtilega yfir til vinstri á Darwin Núnez. Sendingin var ekki alveg beint á hann en Úrúgvæinn náði að teigja sig að boltanum og skalla hann neðst í hornið. Darwin fagnaði ógurlega fyrir framan Kop stúkuna og full ástæða til. Frábær skalli og hann tryggði Liverpool sigur og um leið toppsætið að nýju eftir að Manchester City hafði náð því um hádegisbilið.
Liverpool spilaði alls ekki vel í dag en sigurinn var fyrir öllu. Það ætti svo sem ekki að kvarta yfir neinu. Liverpool er í efsta sæti deildarinnar!
Liverpool: Kelleher, Alexander-Arnold (Elliott 45. mín.), Quansah, van Dijk, Robertson (Tsimikas 90. mín.), Mac Allister (Clark 90. mín.), Endo (McConnell 90. mín.), Jones, Jota, Núnez og Díaz (Gakpo 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Mrozek, Gravenberch og Koumas.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (31. mín.), Luis Díaz (52. mín.) og Darwin Núnez (79. mín.).
Gul spjöld: Jarell Quansah, Wataru Endo, Darwin Núnez og Jürgen Klopp.
Burnley: Trafford, Assignon, O'Shea, Esteve (da Silva 80. mín.), Delcroix, A Ramsey (Massengo 81. mín.), Berge, Brownhill, Odobert, Fofana og Amdouni (Bruun Larsen 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Rodríguez, Manuel, Ekdal, Cullen, Massengo og Muric.
Mark Burnley: Dara O'Shea (45. mín.)
Gul spjöld: Dara O'Shea, Josh Brownhill og Vincent Kompany
Áhorfendur á Anfield Road: 59.896.
Maður leiksins: Harvey Elliott. Hann kom mjög sterkur inn í hálfleik. Harvey lét vel til sín taka og lagði upp tvö mörk.
Jürgen Klopp: ,,Við spiluðum frábærlega fyrir tíu dögum á móti Arsenal en svo töpuðum við fyrir Arsenal. Það er alltaf erfitt að takast á við mismunandi verkefni. Ef það smellur ekki strax þarf að berjast fyrir því að ná því sem stefnt er að. Leikurinn í dag var mjög erfiður en strákarnir börðust fyrir því sem þeir stefndu á og við náðum þremur stigum."
Fróðleikur
- Aðeins einu sinni áður í sögunni hafa verið fleiri áhorfendur á Anfield Road. Núna voru 59.896 áhorfendur.
- Diogo Jota skoraði 14. mark sitt á leiktíðinni.
- Luis Díaz skoraði níunda mark sitt á sparktíðinni. Hann hefur aldrei skorað fleiri mörk frá því hann kom til Liverpool.
- Markið var hans 20. fyrir Liverpool í 79 leikjum.
- Darwin Núnez skoraði í 12. sinn á keppnistímabilinu.
- Öll mörkin í leiknum voru skoruð með skalla.
- Trent Alexnder-Arnold lagði upp mark Diogo Jota. Þetta var 58. stoðsending hans í deildinni og er það met fyrir varnarmann.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan