| Sf. Gutt
Conor Bradley og fjölskylda hans syrgja nú fjölskylduföður sinn. Harvey Elliott sagði, í viðtali, eftir sigur Liverpool á Burnley, síðasta laugardag að hann og liðsfélagar hans vildu tileinka Conor og fjölskyldu hans sigurinn. Hann sagði að Conor og hans fólk ættu skiljanlega erfitt núna og félagar hans í Liverpool væru með hann í huga sér og í bænum sínum. Sannarlega fallega gert hjá Harvey að muna eftir liðfélaga sínum og sýna honum stuðning með þessum orðum.
Conor Bradley hefur skiljanlega verið hjá fjölskyldu sinni eftir að faðir hans féll frá. Jürgen Klopp sagði á dögunum að Conor fengi allan þann tíma sem hann þyrfti til að vera hjá sínu fólki eftir þetta mikla áfall. Nú er Conor aftur kominn til Liverpool og gæti verið í liðshópnum á morgun þegar Liverpool mætir Brentford.
TIL BAKA
Sigurinn tileinkaður Conor Bradley

Conor Bradley og fjölskylda hans syrgja nú fjölskylduföður sinn. Harvey Elliott sagði, í viðtali, eftir sigur Liverpool á Burnley, síðasta laugardag að hann og liðsfélagar hans vildu tileinka Conor og fjölskyldu hans sigurinn. Hann sagði að Conor og hans fólk ættu skiljanlega erfitt núna og félagar hans í Liverpool væru með hann í huga sér og í bænum sínum. Sannarlega fallega gert hjá Harvey að muna eftir liðfélaga sínum og sýna honum stuðning með þessum orðum.

Conor Bradley hefur skiljanlega verið hjá fjölskyldu sinni eftir að faðir hans féll frá. Jürgen Klopp sagði á dögunum að Conor fengi allan þann tíma sem hann þyrfti til að vera hjá sínu fólki eftir þetta mikla áfall. Nú er Conor aftur kominn til Liverpool og gæti verið í liðshópnum á morgun þegar Liverpool mætir Brentford.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar!
Fréttageymslan