| HI
TIL BAKA
Öruggur sigur, en gæti orðið dýr
Liverpool vann öruggan sigur á Brentford, 4-1, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Eins og oft áður var byrjunin ekki alltof sannfærandi en þegar á leið opnuðust allar flóðgáttir. Mo Salah sneri aftur, og skoraði auðvitað.
Byrjunin var róleg hjá Liverpool og Brentford fékk nokkra möguleika á að gera eitthvað sem þeir nýttu ekki. Það var úr smá pressu frá Brentford sem fyrsta markið kom. Há sending kom frá vörninni í átt að Diogo Jota sem var undir pressu varnarmanns en hann náði af harðfylgi að skalla boltann í hlaupalínu Darwin Nunez sem var á auðum sjó. Þegar hann nálgaðist markvörðinn vippaði hann glæsilega yfir hann og Liverpool þar með komið í forystu.
En eftir þetta hófst meiðslakafli. Fyrst varð Curtis Jones að fara af leikvelli eftir að hafa fengið högg á hásinina og rétt fyrir lok fyrri hálfleiks var Diogo Jota að fara af velli meiddur á hné eftir að leikmaður Brentford datt ofan á hnéð hans. Darwin Nunez kom svo ekki inná í seinni hálfleikinn vegna meiðsla. Þrír mikilvægir póstar því meiddir nú þegar vika er í úrslitaleik deildarbikarsins.
En það var þó sárabót að í staðinn fyrir Jota kom inn Mo Salah í fyrsta leik sínum með Liverpool frá því á nýársdag. Og hann lét heldur betur til sín taka, þrátt fyrir að virka aðeins ryðgaður. Fyrst lagði hann upp mark fyrir Alexis Mac Allister og skoraði svo sjálfur dæmigert mark fyrir hann - hljóp af sér varnarmann og afgreiddi boltann í fjærhornið. Ivan Toney minnkaði muninn en Cody Gakpo rak svo smiðshöggið á sigurinn eftir mistök í vörn Brentford. Allt Liverpoolliðið lék frábærlega í seinni hálfleik og Brentford átti engin svör.
Liverpool: Kelleher, Bradley (Gomez 83. mín.), Konate, van Dijk, Robertson, Mac Allister (Elliott 83. mín.), Endo, Jones (Gravenberch 34. mín), Jota (Salah 44. mín), Núnez (Gakpo 46. mín) og Díaz. Ónotaðir varamenn: Adrián, Tsimikas, McConnell, Quansah.
Mörk Liverpool: Darwin Nunez (35. mín.), Alexis Mac Allister (55. mín), Mo Salah (68. mín.) og Cody Gakpo (86. mín.).
Gult spjald: Wataro Endo.
Brentford: Flekken, Roerslev (Lewis-Potter 63.), Collins, Ajer, Mee, Reguilon (Ghoddos 85.), Nørgaard (Onyeka 63.), Janelt, Jensen (Damsgaard 74), Maupay (Wissa 63.), Toney.
Mark Brentford: Toney (75.)
Gul spjöld: Onyeka, Reuilon
Áhorfendur á Gtech Community Stadium: 17.193.
Maður leiksins: Alexis Mac Allister. Fékk nú frelsi til að færa sig framar, sem hann hefur ekki getað gert nóg af í vetur, og nýtti það vel.
Jürgen Klopp: „Við spiluðum frábærlega. Þetta er langbesti leikurinn síðan ég kom til Liverpool sem við höfum spilað á þessum velli. Við tókum vel á því séstaka umhverfi sem þeir skapa. Við reyndum að stjórna eins miklum og við gátum, héldum ró okkar á réttum tíma, sóttum fram á réttum tíma, nýttum okkur dekkun þeirra og hvernig þeir setja upp varnarlínuna. Fyrstu 10-15 mínúturnar náðu þeir nokkrum skyndisóknum. Þá litu þeir vel út og við þurftum að aðlaga okkar leik og gerðum það vel.“
Fróðleikur
- Byrjunarlið Liverpool var sett saman af leikmönnum frá 11 mismunandi löndum. Ekki er vitað til þess að það hafi gerst áður.
- Virgil van Dijk lék sinn 250 leik fyrir Liverpool.
- Darwin Nunez skoraði sitt 13. mark á leiktíðinn auk þess sem hann hefur lagt upp 11 mörk.
- Liverpool hafði fyrir þennan leik ekki unnið á heimavelli Bradford í deildinni frá árinu 1938, og fengið á sig þrjú mörk í báðum leikjum sínum þar síðustu tvö árin. Það var því ákveðinni bölvun aflétt í leiknum.
- Salah og Gakpo áttu báðir mark og stoðsendingu í leiknum.
Byrjunin var róleg hjá Liverpool og Brentford fékk nokkra möguleika á að gera eitthvað sem þeir nýttu ekki. Það var úr smá pressu frá Brentford sem fyrsta markið kom. Há sending kom frá vörninni í átt að Diogo Jota sem var undir pressu varnarmanns en hann náði af harðfylgi að skalla boltann í hlaupalínu Darwin Nunez sem var á auðum sjó. Þegar hann nálgaðist markvörðinn vippaði hann glæsilega yfir hann og Liverpool þar með komið í forystu.
En eftir þetta hófst meiðslakafli. Fyrst varð Curtis Jones að fara af leikvelli eftir að hafa fengið högg á hásinina og rétt fyrir lok fyrri hálfleiks var Diogo Jota að fara af velli meiddur á hné eftir að leikmaður Brentford datt ofan á hnéð hans. Darwin Nunez kom svo ekki inná í seinni hálfleikinn vegna meiðsla. Þrír mikilvægir póstar því meiddir nú þegar vika er í úrslitaleik deildarbikarsins.
En það var þó sárabót að í staðinn fyrir Jota kom inn Mo Salah í fyrsta leik sínum með Liverpool frá því á nýársdag. Og hann lét heldur betur til sín taka, þrátt fyrir að virka aðeins ryðgaður. Fyrst lagði hann upp mark fyrir Alexis Mac Allister og skoraði svo sjálfur dæmigert mark fyrir hann - hljóp af sér varnarmann og afgreiddi boltann í fjærhornið. Ivan Toney minnkaði muninn en Cody Gakpo rak svo smiðshöggið á sigurinn eftir mistök í vörn Brentford. Allt Liverpoolliðið lék frábærlega í seinni hálfleik og Brentford átti engin svör.
Liverpool: Kelleher, Bradley (Gomez 83. mín.), Konate, van Dijk, Robertson, Mac Allister (Elliott 83. mín.), Endo, Jones (Gravenberch 34. mín), Jota (Salah 44. mín), Núnez (Gakpo 46. mín) og Díaz. Ónotaðir varamenn: Adrián, Tsimikas, McConnell, Quansah.
Mörk Liverpool: Darwin Nunez (35. mín.), Alexis Mac Allister (55. mín), Mo Salah (68. mín.) og Cody Gakpo (86. mín.).
Gult spjald: Wataro Endo.
Brentford: Flekken, Roerslev (Lewis-Potter 63.), Collins, Ajer, Mee, Reguilon (Ghoddos 85.), Nørgaard (Onyeka 63.), Janelt, Jensen (Damsgaard 74), Maupay (Wissa 63.), Toney.
Mark Brentford: Toney (75.)
Gul spjöld: Onyeka, Reuilon
Áhorfendur á Gtech Community Stadium: 17.193.
Maður leiksins: Alexis Mac Allister. Fékk nú frelsi til að færa sig framar, sem hann hefur ekki getað gert nóg af í vetur, og nýtti það vel.
Jürgen Klopp: „Við spiluðum frábærlega. Þetta er langbesti leikurinn síðan ég kom til Liverpool sem við höfum spilað á þessum velli. Við tókum vel á því séstaka umhverfi sem þeir skapa. Við reyndum að stjórna eins miklum og við gátum, héldum ró okkar á réttum tíma, sóttum fram á réttum tíma, nýttum okkur dekkun þeirra og hvernig þeir setja upp varnarlínuna. Fyrstu 10-15 mínúturnar náðu þeir nokkrum skyndisóknum. Þá litu þeir vel út og við þurftum að aðlaga okkar leik og gerðum það vel.“
Fróðleikur
- Byrjunarlið Liverpool var sett saman af leikmönnum frá 11 mismunandi löndum. Ekki er vitað til þess að það hafi gerst áður.
- Virgil van Dijk lék sinn 250 leik fyrir Liverpool.
- Darwin Nunez skoraði sitt 13. mark á leiktíðinn auk þess sem hann hefur lagt upp 11 mörk.
- Liverpool hafði fyrir þennan leik ekki unnið á heimavelli Bradford í deildinni frá árinu 1938, og fengið á sig þrjú mörk í báðum leikjum sínum þar síðustu tvö árin. Það var því ákveðinni bölvun aflétt í leiknum.
- Salah og Gakpo áttu báðir mark og stoðsendingu í leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan