| Sf. Gutt
Fjórir af leikmönnum Liverpool geta ekki spilað úrslitaleikinn í Deildarbikarnum. Þrír að auki eru tæpir með að geta tekið þátt í leiknum.
Pepijn Lijnders, aðstoðarframkvæmdastjóri Liverpool, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Hann var spurður um meiðslistann hjá Liverpool fyrir úrslitaleikinn. Hann sagði að þeir Alisson Becker, Trent Alexander-Arnold, Curtis Jones og Diogo Jota væru ekki leikfærir. Alisson skiptir reyndar ekki máli í samhengi með úrslitaleikinn því Caoimhin Kelleher átti að standa í markinu. Allir fjórir verða á hinn bóginn frá næstu vikurnar og það er hið versta mál.
Pep minntist ekkert á Joel Matip, Thiago Alcantara, Stefan Bajcetic og Ben Doak sem eru meiddir. Þeir hafa auðvitað verið meiddir lengi og því ekki taldir með. En allir fjórir eru hluti af aðalliðshópi Liverpool.
Þrír leikmenn í viðbót gætu misst af leiknum á Wembley. Pep sagði að Mohamed Salah, Darwin Núnez og Dominik Szoboszlai ættu allir við meiðsli að stríða og óvíst væri að þeir gætu spilað á sunnudaginn. Enginn af þeim tók þátt í sigrinum á Luton á miðvikudagskvöldið. Þeir eru allir á batavegi og hafa tvo daga til að ná bata.
En ef allt fer á versta leik gæti Liverpool verið án 11 lykilmanna í úrslitaleiknum. Sem sagt heilt lið! Við vonum að Mohamed, Darwin og Dominik verði orðnir leikfærir í tæka tíð. En hvernig sem það verður eru það leikmennirnir sem geta spilað sem eru mikilvægastir þegar flautað verður til leiks á Wembley!
TIL BAKA
Fjórir úr leik og þrír tæpir fyrir úrslitaleikinn
Fjórir af leikmönnum Liverpool geta ekki spilað úrslitaleikinn í Deildarbikarnum. Þrír að auki eru tæpir með að geta tekið þátt í leiknum.
Pepijn Lijnders, aðstoðarframkvæmdastjóri Liverpool, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Hann var spurður um meiðslistann hjá Liverpool fyrir úrslitaleikinn. Hann sagði að þeir Alisson Becker, Trent Alexander-Arnold, Curtis Jones og Diogo Jota væru ekki leikfærir. Alisson skiptir reyndar ekki máli í samhengi með úrslitaleikinn því Caoimhin Kelleher átti að standa í markinu. Allir fjórir verða á hinn bóginn frá næstu vikurnar og það er hið versta mál.
Pep minntist ekkert á Joel Matip, Thiago Alcantara, Stefan Bajcetic og Ben Doak sem eru meiddir. Þeir hafa auðvitað verið meiddir lengi og því ekki taldir með. En allir fjórir eru hluti af aðalliðshópi Liverpool.
Þrír leikmenn í viðbót gætu misst af leiknum á Wembley. Pep sagði að Mohamed Salah, Darwin Núnez og Dominik Szoboszlai ættu allir við meiðsli að stríða og óvíst væri að þeir gætu spilað á sunnudaginn. Enginn af þeim tók þátt í sigrinum á Luton á miðvikudagskvöldið. Þeir eru allir á batavegi og hafa tvo daga til að ná bata.
En ef allt fer á versta leik gæti Liverpool verið án 11 lykilmanna í úrslitaleiknum. Sem sagt heilt lið! Við vonum að Mohamed, Darwin og Dominik verði orðnir leikfærir í tæka tíð. En hvernig sem það verður eru það leikmennirnir sem geta spilað sem eru mikilvægastir þegar flautað verður til leiks á Wembley!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan