| Sf. Gutt

Fullur stolts!


Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, átti stórkostlegan leik á móti Chelsea í úrslitaleik Deildarbikarsins. Hann fór fyrir liðinu sínu, dró menn áfram, stjórnaði vörninni og kórónaði svo leik sinn með því að skora sigurmarkið rétt fyrir lok framlengingarinnar. Hann tók svo við sínum fyrsta bikar sem fyrirliði Liverpool. Sannur fyrirliði. Virgil sagðist vera fullur stolts eftir leikinn!

,,Sannarlega. Með alla þessa ungu stráka inni á vellinum. Framganga þeirra í framlengingunni var alveg mögnuð. Ég er svo stoltur af liðinu. Þetta var erfiður leikur fyrir liðin. Þeir fengu marktækifæri. Við fengum marktækifæri. Þetta var ótrúlegt. Fyrsti bikarinn sem ég tek við sem fyrirliði Liverpool. Þetta er allt fyrir stuðningsmennina og við skulum njóta stundarinnar. Maður á alltaf að njóta góðra stunda og þessi er sannarlega góð."

,,Við göngum aldrei að neinu svona sem vísum hlut. Við nutum vissulega blessunnar með að vinna. Leikurinn hefði getað farið á annan veg. Við hefðum getað tapað leiknum. En við töpuðum ekki. Við unnum og það þó margt hafi gengið okkur í mót fyrir leikinn og á meðan á honum stóð. Já, ég er mjög stoltur!"


Liverpool á enn möguleika á þremur titlum það sem eftir er af keppnistímabilinu. Virgil segir að leikmenn Liverpool muni leggja allt í sölurnar.

,,Við þurfum á öllu okkar fólki að halda til loka leiktíðarinnar. Við erum enn með í öllum keppnum og því ekki að leggja allt í sölurnar og njóta þess að takast á við þetta? Við verðum öll að leggjast á eitt. Ekki bara leikmennirnir. Líka starfsliðið og ekki sérstaklega stuðningsmennirnir."

,,Þetta er dásamlegur tími. Við skulum ekki taka svona spennandi tímum sem sjálfsögðum hlut. Við skulum setja allan okkar kraft í þetta og leggjast saman á árarnar. Ég hlakka til!"

Þetta er sannarlega dásamlegur tími. Liverpool er með í öllum keppnum og það viljum við stuðningsmenn liðsins!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan