| Sf. Gutt
Liverpool vann stórsigur 1:5 í Prag þegar liðið mætti Sparta. Liverpool er með sigrinum komið langleiðina áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar.
Hugsanlega töldu einhverjir að einhverjir af lykilmönnum Liverpool yrði hvíldir þar sem Manchester City kemur í heimsókn á Anfield Road á sunnudaginn. Svo varð ekki. Svo til sterkasta lið var sent til leiks. Mohamed Salah kom inn í liðshópinn eftir meiðsli og var einn varamanna.
Liverpool fékk óskabyrjun með marki á 6. mínútu. Alexis Mac Allister gerði atlögu að varnarmanni heimamanna sem var með bolta í vítateig sínum. Varnarmaðurinn gætti ekki að sér og felldi Argentínumanninn. Hann tók vítið sjálfur og skoraði örugglega með skoti neðst í vinstra hornið.
Heimamenn lögðu ekki árar í bát og á 15. mínútu átti Lukás Haraslín fast skot úr teignum. Caoimhin Kelleher varði stórvel en hélt ekki boltanum sem stefndi svo í markið. En Joe Gomez var á vaktinni og bjargaði meistaralega á línu. Írinn varði svo vel skalla fimm mínútum seinna eða svo með því að slá boltann yfir markið. Vörn Liverpool var ekki örugg og hraðar sóknir Sparta öllu usla.
Eftir góðan leikkafla Sparta Prag komst Liverpool í 0:2 á 25. mínútu. Harvey Elliott sendi út til vinstri á Darwin Núnez. Hann lék aðeins nær vítateignum og framhjá varnarmanni áður en hann þrumaði boltanum í markið af um 25 metra færi! Markmaðurinn átti ekki möguleika!
Sparta hélt áfram að ógna. Caoimhin varði fast skot. Hann náði ekki að halda boltanum sem fór til Veljko Birmancevic sem var fyrir opnu marki. Boltinn kom snöggt til hans og fór af honum aftur fyrir endamörk. Þar slapp Liverpool vel.
Þremur mínútum var bætt við hálfleikinn. Sá tími var að renna út þegar Alexis sendi fram á Darwin. Úrúgvæinn elti boltann til hægri. Boltinn skoppaði tvisvar áður en Darwin tók hann á lofti rétt þegar hann fór inn fyrir vítateigslínuna. Þrumuskot Darwin söng í hliðarnetinu fjær! Aftur glæsilegt skot og mark! Þriðja mark hans í tveimur leikjum. Þetta var síðasta spark hálfleiksins sem ekki gat endað betur. Góð forysta en hún hefði ekki verið svona mikil ef Caoimhin hefði ekki varið svona vel þegar á þurfti að halda.
Joe Gomez fór út af í hálfleik og Bradley Conor leysti hann af. Fyrsta snerting Bradley var ótrúleg. Sparta sótti fram hægri kantinn og sent var fyrir markið. Við vítateiginn kom Conor fyrstur að boltanum og þrumaði honum upp í hægra hornið þegar hann reyndi að hreinsa frá. Það voru aðeins 40 sekúndur liðnar af hálfleiknum. Snerting Conor var sú fyrsta sem mátti segja að Liverpool hafi átt í hálfleiknum! Litlu síðar átti Lukás skot en Caoimhin varði enn og aftur.
Á 50. mínútu fóru Darwin og Ibrahima Conaté af velli fyrir Dominik Szoboszlai og Virgil van Dijk. Ekki varð betur séð en að Ibrahima væri meiddur. Þremur mínútum seinna eða svo kom Liverpool í veg fyrir frekari endurkomu Sparta. Harvey gaf fyrir frá hægri á Luis Díaz. Hann náði valdi á boltanum og skoraði svo við vítapunktinn. Boltinn snerti varnarmann og í fjórða sinn átti markmaður Sparta ekki neina einustu möguleika!
Liverpool sigldi nú öruggum sigri í höfn. Mohamed Salah kom inn sem varamaður og skoraði þegar sex mínútur voru eftir. Markið var dæmt af vegna rangstöðu en það var erfitt að sjá að Egyptinn væri rangstæður. Liverpool náði fimmta markinu þegar fjórar mínútur voru komnar af fimm í viðbótartíma. Enn lagði Harvey upp mark. Hann sendi á Dominik sem tók sprett fram áður en hann skoraði rétt við vítateiginn. Stórsigur!
Þó svo að Liverpool hafi unnið stórsigur áttu heimamenn góð færi og vörn Liverpool var ekki örugg. En sóknarleikurinn var stórgóður og gaf vel af sér. Liverpool hefur áframhald fullkomlega í hendi sér!
Sparta Prag:
Mark Sparta: Conor Bradley, sm, (46. mín.).
Gul spjöld: Ladislav Krejcí og Jaroslav Zeleny.
Liverpool:
Mörk Liverpool: Alexis Mac Allister, víti, (6. mín.), Darwin Núnez (25. og 45. mín.), Luis Díaz (53. mín) og Dominik Szoboszlai (90. mín.).
Áhorfendur á Letná leikvanginum: 18.322.
Maður leiksins: Caoimhin Kelleher. Það er kannski undarlegt að velja markmanninn eftir að liðið skoraði fimm mörk. En Írinn kom einfaldlega í veg fyrir að Sparta kæmist að alvöru inn í leikinn í fyrri hálfleik.
Jürgen Klopp: ,,Sparta tók áhættur í leik sínum og við náðum að refsa þeim. Við skoruðum dásamleg mörk og spiluðum vel á köflum. Virkilega vel. Við áttum ekki von á að leikurinn yrði einhver gönguferð úti í garði. Það kom líka í ljós og við urðum að leggja hart að okkur. Við væntum þess að leikurinn yrði erfiður og svo varð."
- Alexis Mac Allister skoraði þriðja mark sitt fyrir Liverpool.
- Darwin Núnez er kominn með 16. mörk á leiktíðinni.
- Luis Díaz skoraði 11. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Dominik Szoboszlai skoraði sjötta mark sitt fyrir félagið.
- Fyrra mark Darwin var mark númer 1000 á valdatíð Jürgen Klopp.
TIL BAKA
Stórsigur í Prag!
Liverpool vann stórsigur 1:5 í Prag þegar liðið mætti Sparta. Liverpool er með sigrinum komið langleiðina áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar.
Hugsanlega töldu einhverjir að einhverjir af lykilmönnum Liverpool yrði hvíldir þar sem Manchester City kemur í heimsókn á Anfield Road á sunnudaginn. Svo varð ekki. Svo til sterkasta lið var sent til leiks. Mohamed Salah kom inn í liðshópinn eftir meiðsli og var einn varamanna.
Liverpool fékk óskabyrjun með marki á 6. mínútu. Alexis Mac Allister gerði atlögu að varnarmanni heimamanna sem var með bolta í vítateig sínum. Varnarmaðurinn gætti ekki að sér og felldi Argentínumanninn. Hann tók vítið sjálfur og skoraði örugglega með skoti neðst í vinstra hornið.
Heimamenn lögðu ekki árar í bát og á 15. mínútu átti Lukás Haraslín fast skot úr teignum. Caoimhin Kelleher varði stórvel en hélt ekki boltanum sem stefndi svo í markið. En Joe Gomez var á vaktinni og bjargaði meistaralega á línu. Írinn varði svo vel skalla fimm mínútum seinna eða svo með því að slá boltann yfir markið. Vörn Liverpool var ekki örugg og hraðar sóknir Sparta öllu usla.
Eftir góðan leikkafla Sparta Prag komst Liverpool í 0:2 á 25. mínútu. Harvey Elliott sendi út til vinstri á Darwin Núnez. Hann lék aðeins nær vítateignum og framhjá varnarmanni áður en hann þrumaði boltanum í markið af um 25 metra færi! Markmaðurinn átti ekki möguleika!
Sparta hélt áfram að ógna. Caoimhin varði fast skot. Hann náði ekki að halda boltanum sem fór til Veljko Birmancevic sem var fyrir opnu marki. Boltinn kom snöggt til hans og fór af honum aftur fyrir endamörk. Þar slapp Liverpool vel.
Þremur mínútum var bætt við hálfleikinn. Sá tími var að renna út þegar Alexis sendi fram á Darwin. Úrúgvæinn elti boltann til hægri. Boltinn skoppaði tvisvar áður en Darwin tók hann á lofti rétt þegar hann fór inn fyrir vítateigslínuna. Þrumuskot Darwin söng í hliðarnetinu fjær! Aftur glæsilegt skot og mark! Þriðja mark hans í tveimur leikjum. Þetta var síðasta spark hálfleiksins sem ekki gat endað betur. Góð forysta en hún hefði ekki verið svona mikil ef Caoimhin hefði ekki varið svona vel þegar á þurfti að halda.
Joe Gomez fór út af í hálfleik og Bradley Conor leysti hann af. Fyrsta snerting Bradley var ótrúleg. Sparta sótti fram hægri kantinn og sent var fyrir markið. Við vítateiginn kom Conor fyrstur að boltanum og þrumaði honum upp í hægra hornið þegar hann reyndi að hreinsa frá. Það voru aðeins 40 sekúndur liðnar af hálfleiknum. Snerting Conor var sú fyrsta sem mátti segja að Liverpool hafi átt í hálfleiknum! Litlu síðar átti Lukás skot en Caoimhin varði enn og aftur.
Á 50. mínútu fóru Darwin og Ibrahima Conaté af velli fyrir Dominik Szoboszlai og Virgil van Dijk. Ekki varð betur séð en að Ibrahima væri meiddur. Þremur mínútum seinna eða svo kom Liverpool í veg fyrir frekari endurkomu Sparta. Harvey gaf fyrir frá hægri á Luis Díaz. Hann náði valdi á boltanum og skoraði svo við vítapunktinn. Boltinn snerti varnarmann og í fjórða sinn átti markmaður Sparta ekki neina einustu möguleika!
Liverpool sigldi nú öruggum sigri í höfn. Mohamed Salah kom inn sem varamaður og skoraði þegar sex mínútur voru eftir. Markið var dæmt af vegna rangstöðu en það var erfitt að sjá að Egyptinn væri rangstæður. Liverpool náði fimmta markinu þegar fjórar mínútur voru komnar af fimm í viðbótartíma. Enn lagði Harvey upp mark. Hann sendi á Dominik sem tók sprett fram áður en hann skoraði rétt við vítateiginn. Stórsigur!
Þó svo að Liverpool hafi unnið stórsigur áttu heimamenn góð færi og vörn Liverpool var ekki örugg. En sóknarleikurinn var stórgóður og gaf vel af sér. Liverpool hefur áframhald fullkomlega í hendi sér!
Sparta Prag:
Mark Sparta: Conor Bradley, sm, (46. mín.).
Gul spjöld: Ladislav Krejcí og Jaroslav Zeleny.
Liverpool:
Mörk Liverpool: Alexis Mac Allister, víti, (6. mín.), Darwin Núnez (25. og 45. mín.), Luis Díaz (53. mín) og Dominik Szoboszlai (90. mín.).
Áhorfendur á Letná leikvanginum: 18.322.
Maður leiksins: Caoimhin Kelleher. Það er kannski undarlegt að velja markmanninn eftir að liðið skoraði fimm mörk. En Írinn kom einfaldlega í veg fyrir að Sparta kæmist að alvöru inn í leikinn í fyrri hálfleik.
Jürgen Klopp: ,,Sparta tók áhættur í leik sínum og við náðum að refsa þeim. Við skoruðum dásamleg mörk og spiluðum vel á köflum. Virkilega vel. Við áttum ekki von á að leikurinn yrði einhver gönguferð úti í garði. Það kom líka í ljós og við urðum að leggja hart að okkur. Við væntum þess að leikurinn yrði erfiður og svo varð."
Fróðleikur
- Alexis Mac Allister skoraði þriðja mark sitt fyrir Liverpool.
- Darwin Núnez er kominn með 16. mörk á leiktíðinni.
- Luis Díaz skoraði 11. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Dominik Szoboszlai skoraði sjötta mark sitt fyrir félagið.
- Fyrra mark Darwin var mark númer 1000 á valdatíð Jürgen Klopp.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan