| Sf. Gutt
Það varð jafnglími hjá Liverpool og Þrennumeisturum Manchester City á Anfield í dag. Frábærum leik lauk 1:1. Ef leikmenn Liverpool hefðu nýtt upplögð færi betur hefði Liverpool unnið.
Eins og við mátti búast var rafmagnað andrúmsloft á Anfield þegar liðin gegnu til leiks. Reiknað var með því að Ibrahima Konaté gæti ekki spilað og sú varð raunin. Jarell Quansah tók stöðu hans. Nokkuð koma á óvart að Joe Gomez skyldi vera vinstri bakvörður því Andrew Robertson var til taks. Dominik Szoboszlai kom inn á miðjuna. Mohamed Salah var á bekknum.
Manchester City byrjaði betur og á 8. mínútu fékk Kevin De Bruyne færi við vítateiginn. Hann náði föstu skoti sem Caoimhin Kelleher varði vel. Liverpool ógnaði fyrst á 13. mínútu þegar Conor Bradley braust inn í vítateiginn og skaut. Hann hitti ekki markið en engu mátti muna að Darwin Núnez næði að strýra skotinu í markið. Þess í stað rann hann á fullri ferð á stöngina. Hann slapp sem betur fer ómeiddur frá því.
Liverpool virtist vera að ná betri tökum á leiknum en þá komust gestirnir yfir á 23. mínútu. Kevin tók horn frá hægri. Hann miðaði inn á markteiginn og þar skaut John Stones sér fram og skoraði af stuttu færi. Caoimhin var ekki fjarri að verja en inn fór boltinn. Varnarmenn hefðu þó getað verið betur á verði.
Á 31. mínútu gaf Harvey Elliott fyrir á Dominik en hann skallaði rétt yfir. Tíu mínútum seinna tók Luis Díaz góða rispu utan við vítateiginn og kom sér í skotstöðu en skot hans fór rétt framhjá. Gestirnir leiddu því í hálfleik.
Liverpool mætti til leiks eftir hlé af meiri krafti og það skilaði sér eftir fimm mínútur. Nathan Aké hugðist gefa frá vinstri aftur á markamann sinn Ederson Moraes. Darwin Núnez sá hvað verða vildi og elti boltann. Hann varð á undan Ederson sem sparkaði Darwin niður. Víti dæmt enda augljóst. Hugað var að Ederson áður en vítið var tekið en hann meiddist í atlögunni að Darwin. Alexis Mac Allister beið rólegur og tók svo vítið. Hann skoraði af miklu öryggi uppi til hægri við Ederson. Anfield sprakk af fögnuði!
Ederson varð að fara af velli vegna meiðslanna sex mínútum eftir markið. Á hinn bóginn má spyrja af hverju hann var ekki rekinn af velli? Hann var bókaður en hann sparkaði Darwin niður af miklu afli.
Liverpool tók nú öll völd. Reyndar komst Phil Foden í færi við hægra markteigshornið á 58. mínútu en Caoimhin kom út á móti og lokaði frábærlega á hann. Mjög vel varið hjá Íranum sem er búinn að vera frábær í markinu síðustu vikur.
Á 61. mínútu komu Mohamed og Andrew til leiks í stað Dominik og Conor. Mohamed lét strax til sín taka og mínútu síðar stakk hann boltanum fram á Luis sem lék fram að vítateginum en hann skaut boltanum framhjá Stefan Ortega í markinu en því miður líka markinu. Nokkrum andartökum seinna var Luis enn á ferðinni eftir sendingu frá hægri. Hann fékk boltann einn gegn markmanninum í teignum. Boltinn kom ekki alveg beint að honum þannig að hann þurfti að ná valdi á honum og við það fékk Kyle Walker tækifæri á að bjarga í horn.
Liverpool réði lögum og lofum vel studdir af stuðningsmönnum sínum. Þeir Rauðu náðu frábærri sókn á 71. mínútu. Andrew gaf fyrir frá vinstri. Darwin var fyrstur að boltanum við markteiginn og kom honum að marki en Stefan varði með því að koma vel út á móti. Manchester City hafði varla náð sókn lengi en rétt á eftir kom sending frá vinstri inn í vítateiginn. Caoimhin kom æðandi út úr markinu og kýldi boltann frá. Phil reyndi líka við boltann en náði honum ekki. Phil fékk þó boltann í sig eftir að Írinn kýldi hann frá og af honum fór boltinn í slána. Ótrúlegt atvik en boltinn hafði farið í hendina á Phil og því hefði mark ekki staðið ef boltinn hefði farið í markið.
Liverpool var áfram sterkari aðilinn en þegar mínúta var til leiksloka fékk varamaðurinn Jérémy Doku boltinn vinstra megin í vítateignum. Hann náði skoti á fjærhornið. Boltinn virtist ætla í markið en hann fór í innanverða stöngina og þaðan beint i fagnið á Caoimhin. Tveir leikmenn Manchester City voru á svæðinu og á ótrúlegan hátt fór boltinn beint í fangið á írska markmanninum sem var eins gott!
Átta mínútum var bætt við. Það var komið fram yfir þær þegar Jérémy reyndi að hreinsa eftir horn. Hann náði til boltans en í framhaldinu fór fór hann í magann á Alexis sem lá eftir. Sjónvarpsdómgæslan ákvað að ekkert væri að þessu sem var undarlegt. Vissulega snerti Jérémy boltann en ef menn fara með sólann í mótherja getur það varla talist sem brot! Enn einu sinni var sjónvarpsdómgæslan ekki í lagi. Liðin gegnu af leikvelli eftir jafglími í frábærum leik.
Liverpool spilaði frábærlega og á köflumsýndi liðið sitt allra besta. Manchester City hafði yfirhöndina um tíma í fyrri hálfleik en Liverpool átti síðari hálfleikinn og átt að vinna leikinn. Það hafðist ekki en liðið er með í báráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Liverpool, Arsenal og Manchester City berjast um titilinn og trúlega verður barist til síðustu umferðar!
Liverpool: Kelleher, Bradley (Robertson 61. mín.), Quansah, van Dijk, Gomez, Mac Allister, Endo, Szoboszlai (Salah 61. mín.), Elliott, Núnez (Gakpo 76. mín.) og Díaz. Ónotaðir varamenn: Adrián, Tsimikas, Clark, McConnell, Nallo og Koumas.
Mark Liverpool: Alexis Mac Allister, víti, (50. mín.).
Manchester City: Ederson (Ortega 56. mín.), Aké, Akanji, Walker, Stones, B. Silva, Rodri, De Bruyne (Kovacic 69. mín.), Foden, Haaland og Álvarez (Doku 69. mín.). Ónotaðir varamenn: R. Dias, Gómez, Gvardiol, Nunes, Bobb og Lewis.
Mark Manchester City: John Stones (23. mín.).
Gul spjöld: Ederson Moraes, Bernardo Silva og Rodri.
Áhorfendur á Anfield Road: Ekki vitað.
Maður leiksins: Luis Díaz. Kólumbíumaðurinn var þindarlaus út um allt allan leikinn við að herja á vörn Manchester City. Á köflum var hann óviðráðanlegur. Honum voru mislagðar fætur í færunum sem hann fékk og hann hefði án vafa átt að skora minnsta kosti eitt mark. En þrátt fyrir það var hann frábær eins og reyndar allir leikmenn Liverpool!
Jürgen Klopp: ,,Ég hitti konuna mína strax eftir leikinn og hún var rosalega ánægð. Þess vegna hlýtur að hafa verið gaman að horfa á leikinn af áhorfendastæðunum. Strákarnir voru staðráðnir í að sigra. Þeir spiluðu virkilega vel og lögðu allt í sölurnar. Stemmningin var ótrúleg. Niðurstaðan var eitt stig. Áfram með smjörið!"
- Alexis Mac Allister skoraði fjórða mark sitt fyrir Liverpool.
- Argentínumaðurinn skoraði úr víti annan leikinn í röð.
- Liverpool og Manchester City gerðu líka jafntefli 1:1 í fyrri leik liðanna.
- Liverpool hefur ekki tapað í síðustu 30 heimaleikjum í öllum keppnum.
TIL BAKA
Jafnglími í toppslagnum!
Það varð jafnglími hjá Liverpool og Þrennumeisturum Manchester City á Anfield í dag. Frábærum leik lauk 1:1. Ef leikmenn Liverpool hefðu nýtt upplögð færi betur hefði Liverpool unnið.
Eins og við mátti búast var rafmagnað andrúmsloft á Anfield þegar liðin gegnu til leiks. Reiknað var með því að Ibrahima Konaté gæti ekki spilað og sú varð raunin. Jarell Quansah tók stöðu hans. Nokkuð koma á óvart að Joe Gomez skyldi vera vinstri bakvörður því Andrew Robertson var til taks. Dominik Szoboszlai kom inn á miðjuna. Mohamed Salah var á bekknum.
Manchester City byrjaði betur og á 8. mínútu fékk Kevin De Bruyne færi við vítateiginn. Hann náði föstu skoti sem Caoimhin Kelleher varði vel. Liverpool ógnaði fyrst á 13. mínútu þegar Conor Bradley braust inn í vítateiginn og skaut. Hann hitti ekki markið en engu mátti muna að Darwin Núnez næði að strýra skotinu í markið. Þess í stað rann hann á fullri ferð á stöngina. Hann slapp sem betur fer ómeiddur frá því.
Liverpool virtist vera að ná betri tökum á leiknum en þá komust gestirnir yfir á 23. mínútu. Kevin tók horn frá hægri. Hann miðaði inn á markteiginn og þar skaut John Stones sér fram og skoraði af stuttu færi. Caoimhin var ekki fjarri að verja en inn fór boltinn. Varnarmenn hefðu þó getað verið betur á verði.
Á 31. mínútu gaf Harvey Elliott fyrir á Dominik en hann skallaði rétt yfir. Tíu mínútum seinna tók Luis Díaz góða rispu utan við vítateiginn og kom sér í skotstöðu en skot hans fór rétt framhjá. Gestirnir leiddu því í hálfleik.
Liverpool mætti til leiks eftir hlé af meiri krafti og það skilaði sér eftir fimm mínútur. Nathan Aké hugðist gefa frá vinstri aftur á markamann sinn Ederson Moraes. Darwin Núnez sá hvað verða vildi og elti boltann. Hann varð á undan Ederson sem sparkaði Darwin niður. Víti dæmt enda augljóst. Hugað var að Ederson áður en vítið var tekið en hann meiddist í atlögunni að Darwin. Alexis Mac Allister beið rólegur og tók svo vítið. Hann skoraði af miklu öryggi uppi til hægri við Ederson. Anfield sprakk af fögnuði!
Ederson varð að fara af velli vegna meiðslanna sex mínútum eftir markið. Á hinn bóginn má spyrja af hverju hann var ekki rekinn af velli? Hann var bókaður en hann sparkaði Darwin niður af miklu afli.
Liverpool tók nú öll völd. Reyndar komst Phil Foden í færi við hægra markteigshornið á 58. mínútu en Caoimhin kom út á móti og lokaði frábærlega á hann. Mjög vel varið hjá Íranum sem er búinn að vera frábær í markinu síðustu vikur.
Á 61. mínútu komu Mohamed og Andrew til leiks í stað Dominik og Conor. Mohamed lét strax til sín taka og mínútu síðar stakk hann boltanum fram á Luis sem lék fram að vítateginum en hann skaut boltanum framhjá Stefan Ortega í markinu en því miður líka markinu. Nokkrum andartökum seinna var Luis enn á ferðinni eftir sendingu frá hægri. Hann fékk boltann einn gegn markmanninum í teignum. Boltinn kom ekki alveg beint að honum þannig að hann þurfti að ná valdi á honum og við það fékk Kyle Walker tækifæri á að bjarga í horn.
Liverpool réði lögum og lofum vel studdir af stuðningsmönnum sínum. Þeir Rauðu náðu frábærri sókn á 71. mínútu. Andrew gaf fyrir frá vinstri. Darwin var fyrstur að boltanum við markteiginn og kom honum að marki en Stefan varði með því að koma vel út á móti. Manchester City hafði varla náð sókn lengi en rétt á eftir kom sending frá vinstri inn í vítateiginn. Caoimhin kom æðandi út úr markinu og kýldi boltann frá. Phil reyndi líka við boltann en náði honum ekki. Phil fékk þó boltann í sig eftir að Írinn kýldi hann frá og af honum fór boltinn í slána. Ótrúlegt atvik en boltinn hafði farið í hendina á Phil og því hefði mark ekki staðið ef boltinn hefði farið í markið.
Liverpool var áfram sterkari aðilinn en þegar mínúta var til leiksloka fékk varamaðurinn Jérémy Doku boltinn vinstra megin í vítateignum. Hann náði skoti á fjærhornið. Boltinn virtist ætla í markið en hann fór í innanverða stöngina og þaðan beint i fagnið á Caoimhin. Tveir leikmenn Manchester City voru á svæðinu og á ótrúlegan hátt fór boltinn beint í fangið á írska markmanninum sem var eins gott!
Átta mínútum var bætt við. Það var komið fram yfir þær þegar Jérémy reyndi að hreinsa eftir horn. Hann náði til boltans en í framhaldinu fór fór hann í magann á Alexis sem lá eftir. Sjónvarpsdómgæslan ákvað að ekkert væri að þessu sem var undarlegt. Vissulega snerti Jérémy boltann en ef menn fara með sólann í mótherja getur það varla talist sem brot! Enn einu sinni var sjónvarpsdómgæslan ekki í lagi. Liðin gegnu af leikvelli eftir jafglími í frábærum leik.
Liverpool spilaði frábærlega og á köflumsýndi liðið sitt allra besta. Manchester City hafði yfirhöndina um tíma í fyrri hálfleik en Liverpool átti síðari hálfleikinn og átt að vinna leikinn. Það hafðist ekki en liðið er með í báráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Liverpool, Arsenal og Manchester City berjast um titilinn og trúlega verður barist til síðustu umferðar!
Liverpool: Kelleher, Bradley (Robertson 61. mín.), Quansah, van Dijk, Gomez, Mac Allister, Endo, Szoboszlai (Salah 61. mín.), Elliott, Núnez (Gakpo 76. mín.) og Díaz. Ónotaðir varamenn: Adrián, Tsimikas, Clark, McConnell, Nallo og Koumas.
Mark Liverpool: Alexis Mac Allister, víti, (50. mín.).
Manchester City: Ederson (Ortega 56. mín.), Aké, Akanji, Walker, Stones, B. Silva, Rodri, De Bruyne (Kovacic 69. mín.), Foden, Haaland og Álvarez (Doku 69. mín.). Ónotaðir varamenn: R. Dias, Gómez, Gvardiol, Nunes, Bobb og Lewis.
Mark Manchester City: John Stones (23. mín.).
Gul spjöld: Ederson Moraes, Bernardo Silva og Rodri.
Áhorfendur á Anfield Road: Ekki vitað.
Maður leiksins: Luis Díaz. Kólumbíumaðurinn var þindarlaus út um allt allan leikinn við að herja á vörn Manchester City. Á köflum var hann óviðráðanlegur. Honum voru mislagðar fætur í færunum sem hann fékk og hann hefði án vafa átt að skora minnsta kosti eitt mark. En þrátt fyrir það var hann frábær eins og reyndar allir leikmenn Liverpool!
Jürgen Klopp: ,,Ég hitti konuna mína strax eftir leikinn og hún var rosalega ánægð. Þess vegna hlýtur að hafa verið gaman að horfa á leikinn af áhorfendastæðunum. Strákarnir voru staðráðnir í að sigra. Þeir spiluðu virkilega vel og lögðu allt í sölurnar. Stemmningin var ótrúleg. Niðurstaðan var eitt stig. Áfram með smjörið!"
Fróðleikur
- Alexis Mac Allister skoraði fjórða mark sitt fyrir Liverpool.
- Argentínumaðurinn skoraði úr víti annan leikinn í röð.
- Liverpool og Manchester City gerðu líka jafntefli 1:1 í fyrri leik liðanna.
- Liverpool hefur ekki tapað í síðustu 30 heimaleikjum í öllum keppnum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan