| Sf. Gutt
Liverpool fór illa að ráði sínu í FA bikarnum á Old Trafford í Manchester í dag. Eftir að hafa tvívegis komist yfir tapaði liðið 4:3 fyrir Manchester United í framlengdum leik.
Segja má að sterkasta liði hafi verið teflt fram miðað við hvað leikmenn vantaði. Ryan Gravenberch kom inn í liðshópinn eftir meiðsli. Hann var á bekknum.
Það kom ekki á óvart að heimamenn byrjuðu af geysilega miklum krafti. Það var einna helst að þetta kæmi leikmönum Liverpool á óvart því þeir mættu ekki nógu ákveðnir til leiks. Þetta skilaði sér í að United náði forystu á 10. mínútu. Scott McTominay skoraði þá af örstuttu færi eftir að Caoimhin Kelleher hefði verið vel en ekki náð að halda boltanum.
Áfram hélt sókn heimamanna og vörn Liverpool átti í vandræðum með að verjast á köflum. Á 35. mínútu gaf Marcus Rashford fyrir á Scott en Caoimhin verði vel.
Liverpool náði loks áttum og spilaði betur lokakafla hálfleiksins. Þegar mínúta var til hálfleiks gaf Darwin Núnez á Alexis Mac Allister. Hann náði föstu skoti sem endaði í markinu með viðkomu í varnarmanni. Liverpool sótti enn þegar tvær mínútur voru liðnar af viðbótartíma hálfleiksins. Liverpool vann boltann og framhaldinu skaut Darwin að marki. Andre Onana varði en boltinn hrökk til Mohamed Salah og hann skoraði örugglega af stuttu færi. Magnaður endasprettur hjá Liverpool sem sneri leiknum við á þremur mínútum!
Snemma í síðari hálfleiks hefði Bruno Fernandes átt að fá sitt annað gula spjald eftir harkalega tækingu á Dominik Szoboszlai. Dómarinn dæmdi á Bruno en spjaldaði ekki eins og hann hefði átt að gera.
Liverpool tók nú völdin. Liðið hélt boltanum oft lengi og heimamenn voru í miklum vandræðum með að komast að. Á 63. mínútu varði Andre vel frá Darwin og hélt heimamönnum á floti. Liverpool fékk svo upplagt færi á að gera út um leikinn þegar fimm leikmenn komust fram gegn tveimur. Varamaðurinn Cody Gakpo átti lokasendinguna og hún var mislukkuð þannig að allt rann út í sandinn.
Þetta hefndi sín þremur mínútum fyrir leikslok þegar varamaðurinn Antony fékk boltann í vítateignum og náði að skora neðst í vinstra hornið. Staðan jöfn en Liverpool hefði átt að vera búið að gera út um leikinn.
Þegar leiktíðinn var að renna út náði Harvey Elliott, sem kom inn sem varamaður, að lyfta boltanum frá hægri yfir Andre í markinu en boltinn fór í stöngina fjær. Þar slapp Manchester United með skrekkinn. Liverpool slapp svo nokkrum andartökum seinna þegar Marcus komst einn í gegn en hann skaut framhjá einn á móti Caoimhin. Framlenging eftir 2:2 jafntefli í venjulegum leiktíma.
Framlengingin var tíðindalítil þar til á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Harvey fékk þá boltann utan vítateigs frá varamanninum Conor Bradley. Hann skaut frá hægri, boltinn fór í einn heimamanna og þaðan framhjá Andre í markið. Aftur hafði Liverpool komist yfir!
Þreyta sótti á marga leikmenn Liverpool eftir því sem leið á framlenginguna. Á 112. mínútu átti Darwin mislukkaða sendingu utan við vítateig Liverpool. Scott fékk boltann og kom honum á Marcus sem skaut boltanum neðst út í hægra hornið. Aftur jafnt!
Liverpool fékk horn þegar komið var fram í viðbótartíma framlengingarinnar. Manchester United náði að koma boltanum út úr teignum. Þar missti Harvey af boltanum, heimamenn geystust fram og fátt til varnar. Alejandro Garnacho endaði hraðaupphlaupið með því að gefa á Amad Diallo og varamaðurinn skoraði framhjá Caoimhin. Heimamenn fögnuðu ógurlega á meðan leikmenn og fylgismenn Liverpool máttu sætta sig við grátlegt tap!
Það var sárt að falla úr FA bikarnum á þennan hátt. En leikmenn Liverpool geta sjálfum sér um kennt. Liðið hafði leikinn í höndum sér í síðari hálfleik með mark yfir. Eitt mark er lítil forysta þó Liverpool hafi haft undirhöndina náði liðið ekki að gera út um leikinn. Í lok framlengingarinnar voru alltof margir sendir fram og hraðaupphlaup gerði út um leikinn. Liverpol átti meira skilið en niðurstaðan var tap!
Manchester United: Onana, Dalot, Lindelöf (Mount 105. mín.), Varane (Diallo 85. mín.), Wan-Bissaka (Maguire 71. mín.), McTominay, Mainoo (Eriksen 80. mín.), Garnacho, Fernandes, Rashford og Højlund (Antony 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Heaton, Amrabat, Kambwala og Forson.
Mörk Manchester United: Scott McTominay (10. mín.), Antony (87. mín.), Marcus Rashford (112. mín.) og Amad Diallo (120. mín.).
Gul spjöld: Bruno Fernandes og Amad Diallo.
Rautt spjald: Amad Diallo.
Liverpool: Kelleher, Gomez (Tsimikas 101. mín.), Quansah, van Dijk, Robertson (Bradley 76. mín.), Mac Allister, Endo, Szoboszlai (Elliott 72. mín.), Salah (Gakpo 77. mín.), Núnez og Díaz (Clark 114. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Gravenberch, McConnell og Danns.
Mörk Liverpool: Alexis Mac Allister (44. mín.), Mohamed Salah (45. mín.) og Harvey Elliott (105. mín.).
Gul spjöld: Alexis Mac Allister, Joe Gomez og Caoimhin Kelleher
Áhorfendur á Old Trafford: 72.291.
Maður leiksins: Alexis Mac Allister. Argentínumaðurinn barðist vel á miðjunni og skoraði mark.
Jürgen Klopp: ,,Liðið er núna í framúrskarandi stöðu. Við höfum komist í gegnum alls konar erfiðleika með ótrúlegum hætti. Við hefðum getað unnið leikinn og það hefði verið verðskuldað.”
- Alexis Mac Allister skoraði fimmta mark sitt fyrir Liverpool.
- Mohamed Salah skoraði 21. mark sitt á leiktíðinni.
- Harvey Elliott er kominn með þrjú mörk á sparktíðinni.
- Liverpool og Manchester United hafa 15 sinnum gengið á hólm í FA bikarnum.
- Manchester United hefur 11 sinnum komist áfram en Liverpool fjórum sinnum.
TIL BAKA
Sár endir á FA bikarvegferðinni
Liverpool fór illa að ráði sínu í FA bikarnum á Old Trafford í Manchester í dag. Eftir að hafa tvívegis komist yfir tapaði liðið 4:3 fyrir Manchester United í framlengdum leik.
Segja má að sterkasta liði hafi verið teflt fram miðað við hvað leikmenn vantaði. Ryan Gravenberch kom inn í liðshópinn eftir meiðsli. Hann var á bekknum.
Það kom ekki á óvart að heimamenn byrjuðu af geysilega miklum krafti. Það var einna helst að þetta kæmi leikmönum Liverpool á óvart því þeir mættu ekki nógu ákveðnir til leiks. Þetta skilaði sér í að United náði forystu á 10. mínútu. Scott McTominay skoraði þá af örstuttu færi eftir að Caoimhin Kelleher hefði verið vel en ekki náð að halda boltanum.
Áfram hélt sókn heimamanna og vörn Liverpool átti í vandræðum með að verjast á köflum. Á 35. mínútu gaf Marcus Rashford fyrir á Scott en Caoimhin verði vel.
Liverpool náði loks áttum og spilaði betur lokakafla hálfleiksins. Þegar mínúta var til hálfleiks gaf Darwin Núnez á Alexis Mac Allister. Hann náði föstu skoti sem endaði í markinu með viðkomu í varnarmanni. Liverpool sótti enn þegar tvær mínútur voru liðnar af viðbótartíma hálfleiksins. Liverpool vann boltann og framhaldinu skaut Darwin að marki. Andre Onana varði en boltinn hrökk til Mohamed Salah og hann skoraði örugglega af stuttu færi. Magnaður endasprettur hjá Liverpool sem sneri leiknum við á þremur mínútum!
Snemma í síðari hálfleiks hefði Bruno Fernandes átt að fá sitt annað gula spjald eftir harkalega tækingu á Dominik Szoboszlai. Dómarinn dæmdi á Bruno en spjaldaði ekki eins og hann hefði átt að gera.
Liverpool tók nú völdin. Liðið hélt boltanum oft lengi og heimamenn voru í miklum vandræðum með að komast að. Á 63. mínútu varði Andre vel frá Darwin og hélt heimamönnum á floti. Liverpool fékk svo upplagt færi á að gera út um leikinn þegar fimm leikmenn komust fram gegn tveimur. Varamaðurinn Cody Gakpo átti lokasendinguna og hún var mislukkuð þannig að allt rann út í sandinn.
Þetta hefndi sín þremur mínútum fyrir leikslok þegar varamaðurinn Antony fékk boltann í vítateignum og náði að skora neðst í vinstra hornið. Staðan jöfn en Liverpool hefði átt að vera búið að gera út um leikinn.
Þegar leiktíðinn var að renna út náði Harvey Elliott, sem kom inn sem varamaður, að lyfta boltanum frá hægri yfir Andre í markinu en boltinn fór í stöngina fjær. Þar slapp Manchester United með skrekkinn. Liverpool slapp svo nokkrum andartökum seinna þegar Marcus komst einn í gegn en hann skaut framhjá einn á móti Caoimhin. Framlenging eftir 2:2 jafntefli í venjulegum leiktíma.
Framlengingin var tíðindalítil þar til á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Harvey fékk þá boltann utan vítateigs frá varamanninum Conor Bradley. Hann skaut frá hægri, boltinn fór í einn heimamanna og þaðan framhjá Andre í markið. Aftur hafði Liverpool komist yfir!
Þreyta sótti á marga leikmenn Liverpool eftir því sem leið á framlenginguna. Á 112. mínútu átti Darwin mislukkaða sendingu utan við vítateig Liverpool. Scott fékk boltann og kom honum á Marcus sem skaut boltanum neðst út í hægra hornið. Aftur jafnt!
Liverpool fékk horn þegar komið var fram í viðbótartíma framlengingarinnar. Manchester United náði að koma boltanum út úr teignum. Þar missti Harvey af boltanum, heimamenn geystust fram og fátt til varnar. Alejandro Garnacho endaði hraðaupphlaupið með því að gefa á Amad Diallo og varamaðurinn skoraði framhjá Caoimhin. Heimamenn fögnuðu ógurlega á meðan leikmenn og fylgismenn Liverpool máttu sætta sig við grátlegt tap!
Það var sárt að falla úr FA bikarnum á þennan hátt. En leikmenn Liverpool geta sjálfum sér um kennt. Liðið hafði leikinn í höndum sér í síðari hálfleik með mark yfir. Eitt mark er lítil forysta þó Liverpool hafi haft undirhöndina náði liðið ekki að gera út um leikinn. Í lok framlengingarinnar voru alltof margir sendir fram og hraðaupphlaup gerði út um leikinn. Liverpol átti meira skilið en niðurstaðan var tap!
Manchester United: Onana, Dalot, Lindelöf (Mount 105. mín.), Varane (Diallo 85. mín.), Wan-Bissaka (Maguire 71. mín.), McTominay, Mainoo (Eriksen 80. mín.), Garnacho, Fernandes, Rashford og Højlund (Antony 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Heaton, Amrabat, Kambwala og Forson.
Mörk Manchester United: Scott McTominay (10. mín.), Antony (87. mín.), Marcus Rashford (112. mín.) og Amad Diallo (120. mín.).
Gul spjöld: Bruno Fernandes og Amad Diallo.
Rautt spjald: Amad Diallo.
Liverpool: Kelleher, Gomez (Tsimikas 101. mín.), Quansah, van Dijk, Robertson (Bradley 76. mín.), Mac Allister, Endo, Szoboszlai (Elliott 72. mín.), Salah (Gakpo 77. mín.), Núnez og Díaz (Clark 114. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Gravenberch, McConnell og Danns.
Mörk Liverpool: Alexis Mac Allister (44. mín.), Mohamed Salah (45. mín.) og Harvey Elliott (105. mín.).
Gul spjöld: Alexis Mac Allister, Joe Gomez og Caoimhin Kelleher
Áhorfendur á Old Trafford: 72.291.
Maður leiksins: Alexis Mac Allister. Argentínumaðurinn barðist vel á miðjunni og skoraði mark.
Jürgen Klopp: ,,Liðið er núna í framúrskarandi stöðu. Við höfum komist í gegnum alls konar erfiðleika með ótrúlegum hætti. Við hefðum getað unnið leikinn og það hefði verið verðskuldað.”
Fróðleikur
- Alexis Mac Allister skoraði fimmta mark sitt fyrir Liverpool.
- Mohamed Salah skoraði 21. mark sitt á leiktíðinni.
- Harvey Elliott er kominn með þrjú mörk á sparktíðinni.
- Liverpool og Manchester United hafa 15 sinnum gengið á hólm í FA bikarnum.
- Manchester United hefur 11 sinnum komist áfram en Liverpool fjórum sinnum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan