| Sf. Gutt
Curtis Jones er loksins búinn að ná sér eftir meiðsli. Hann gæti verið í liðshópi Liverpool á morgun þegar liðið mætir Sheffield United á Anfield Road.
Curtis spilaði síðast upp úr miðjum febrúar þegar Liverpool vann Brentford 1:4 í London. Það var 28. leikur hans á leiktíðinni sem er hans besta frá því hann spilaði fyrst í aðalliði Liverpool. Hann var búinn að skora fimm mörk og leggja upp þrjú.
Vonandi nær Curtis Jones sér á strik það sem eftir er leiktíðarinnar. Það munar mikið um hann eins og hann var að spila. Í raun er hann búinn að vera einn besti miðjumaður Liverpool á þessu keppnistímabili.
Fréttir af bata Curtis komu fram á blaðamannafundi Jürgen Klopp í dag. Hann nefndi á fundinum að þeir Trent-Alexander Arnold og Diogo Jota geti hugsanlega farið að æfa eftir viku eða svo. Vonandi reynist það rétt því þeir eru búnir að vera lengi frá.
TIL BAKA
Curtis búinn að ná sér

Curtis Jones er loksins búinn að ná sér eftir meiðsli. Hann gæti verið í liðshópi Liverpool á morgun þegar liðið mætir Sheffield United á Anfield Road.

Curtis spilaði síðast upp úr miðjum febrúar þegar Liverpool vann Brentford 1:4 í London. Það var 28. leikur hans á leiktíðinni sem er hans besta frá því hann spilaði fyrst í aðalliði Liverpool. Hann var búinn að skora fimm mörk og leggja upp þrjú.
Vonandi nær Curtis Jones sér á strik það sem eftir er leiktíðarinnar. Það munar mikið um hann eins og hann var að spila. Í raun er hann búinn að vera einn besti miðjumaður Liverpool á þessu keppnistímabili.
Fréttir af bata Curtis komu fram á blaðamannafundi Jürgen Klopp í dag. Hann nefndi á fundinum að þeir Trent-Alexander Arnold og Diogo Jota geti hugsanlega farið að æfa eftir viku eða svo. Vonandi reynist það rétt því þeir eru búnir að vera lengi frá.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær
Fréttageymslan