| Sf. Gutt
Liverpool tapaði mjög óvænt fyrir Atalanta í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum í Evrópudeildinni. Ítalska liðið vann 0:3 á Anfield Road og það verður ekkert áhlaupaverk að vinna þann mun upp annað kvöld og komast í undanúrslit.
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, segir að það dugi ekki annað en að fara til Ítalíu með trú í farteskinu. Annars sé eins gott að vera bara heima. Hann hafði meðal annars þetta að segja í viðtali eftir fyrri leikinn.
,,Það er eins gott að vera bara heima og sleppa því að fara til Ítalíu ef við höfum ekki trú á verkefninu. Auðvitað erum við búnir að koma okkur í mjög erfiða aðstöðu með því að tapa 0:3 en nú einbeitum við okkur að leiknum við Crystal Palace. Svo einsetjum við okkur að skora að minnsta kosti fjögur mörk þar."
Það kemur í ljós hvort Liverpool tekst að skora fjögur mörk á Ítalíu. En það dugir ekki annað en að reyna. Liverpool spilaði á útivelli við Atalanta á leiktíðinni 2020/21. Þá vann Liverpool 0:5!
TIL BAKA
Verðum að hafa trú á verkefninu!

Liverpool tapaði mjög óvænt fyrir Atalanta í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum í Evrópudeildinni. Ítalska liðið vann 0:3 á Anfield Road og það verður ekkert áhlaupaverk að vinna þann mun upp annað kvöld og komast í undanúrslit.
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, segir að það dugi ekki annað en að fara til Ítalíu með trú í farteskinu. Annars sé eins gott að vera bara heima. Hann hafði meðal annars þetta að segja í viðtali eftir fyrri leikinn.

,,Það er eins gott að vera bara heima og sleppa því að fara til Ítalíu ef við höfum ekki trú á verkefninu. Auðvitað erum við búnir að koma okkur í mjög erfiða aðstöðu með því að tapa 0:3 en nú einbeitum við okkur að leiknum við Crystal Palace. Svo einsetjum við okkur að skora að minnsta kosti fjögur mörk þar."

Það kemur í ljós hvort Liverpool tekst að skora fjögur mörk á Ítalíu. En það dugir ekki annað en að reyna. Liverpool spilaði á útivelli við Atalanta á leiktíðinni 2020/21. Þá vann Liverpool 0:5!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær
Fréttageymslan