| Sf. Gutt
Eftir tvo deildarleiki án sigurs þokaðist í rétta átt í dag þegar Liverpool vann 1:3 sigur á Fulham. Liverpool er eftir sigurinn með jafnmörg stig og Arsenal á toppnum. Arsenal er með betra markahlutfall og leiðir því deildina.
Fimm breytingar voru gerðar á liði Liverpool frá sigrinum Atalanta í Ítalíu. Diogo Jojta, Harvey Elliott, Wataru Endo, Ryan Gravenberch og Jarell Quansah fengu sæti í byrjunarliðinu. Þrátt fyrir sigur á Atalanta kom ekki á óvart að liðinu skyldi breytt nokkuð.
Liverpool byrjaði vel og á 3. mínútu sendi Trent Alexander-Arnold inn í vítateiginn á Luis Díaz en skalli hans fór rétt framhjá. Liverpool náði góðum tökum á leiknum og á 23. mínútu sendi Luiz fyrir á Diogo Jota. Portúgalinn var í góðu færi en náði ekki að hitta boltann alemennilega og hann fór framhjá.
Liverpool komst yfir á 32. mínútu. Dæmt var aukaspyrna á heimamenn til vinstri fyrir utan vítateiginn. Trent tók aukaspyrnuna og skoraði með öruggu skoti yfir varnarvegginn upp í vinstra hornið. Glæsilegt skot og mark!
Allt leit út fyrir að Liverpool hefði yfir í hálfleik en þegar tvær mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma jöfnuðu heimamenn upp úr þrurru því þeir höfðu varla átt hættulegt færi allan hálfleikinn. Fulham náði að pressa nokkuð vel. Vörn Liverpool tókst ekki að hreinsa og Timothy Castagne fékk boltann í vítateignum og skoraði neðst í vinstra hornið. Slæmur endir á nokkuð góðum hálfleik.
Liverpool hélt áfram að hafa yfirhöndina eftir hlé. Eftir fimm mínútur fékk Harvey boltann í fínu færi eftir gott spil en hann hitti boltann illa og boltinn fór framhjá markinu. En þremur mínútum seinna tókst betur til. Harvey komst inn í sendingu og gaf á Ryan Gravenberch. Hollendingurinn fékk boltann við vítalínuns tók miðið og skoraði með föstu skoti úti við stöng hægra megin. Fallega gert hjá Ryan sem hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Þarna sýndi hann hvað hann getur!
Heimamenn komust ekkert inn í leikinn og á 72. mínútu innsiglaði Liverpool sigurinn. Cody Gakpo sendi inn fyrir vörn Fulham á Diogo. Nú brást Diogo ekki bogalistinn. Hann lék inn í vítateiginn vinstra megin og sendi boltann svo laglega út í fjærhornið. Það eru fáir betri í svona færum!
Það var ekki fyrr en mínúta var eftir að Fulham ógnaði. Alisson varð þá að taka á honum stóra sínum að verja neðst í horninu. Hann hélt ekki boltanum og heimamaður náði frákastinu en skaut í hliðarnetið. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu vel í leikslok. Góður sigur og það voru talsverð batamerki á Liverpool frá síðustu leikjum.
Liverpool spilaði betur en í síðustu leikjum. Sigurinn var nauðsynlegur til að halda möguleikanum, á að vinna Englandsmeistaratitilinn, opnum! Áfram með smjörið!
Fulham: Leno, Castagne, Tosin, Bassey, Robinson, J. Palhinha (Cairney 71. mín.), Lukic, Iwobi (Traoré 85. mín.), Pereira, De Cordova-Reid (Wilson 71. mín.), og Muniz Carvalho. Ónotaðir varamenn: Rodák, Tete, Reed, Jiménez, Broja og Ream.
Mark Fulham: Timothy Castagne (45. mín.).
Gul spjöld: Joao Palhinha, Tosin Adarabioyo og Timothy Castagne.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Gomez 80. mín.), Quansah, van Dijk, Robertson, Elliott, Endo, Gravenberch (Mac Allister 74. mín.), Díaz (Salah 74. mín.), Jota (Núnez 74. mín.) og Gakpo (Szoboszlai 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Jones og Tsimikas.
Mörk Liverpool: Trent Alexander-Arnold (32. mín.), Ryan Gravenberch (53. mín.) og Diogo Jota (72. mín.).
Áhorfendur á Craven Cottage: Ekki vitað.
Maður leiksins: Cody Gakpo. Hollendingurinn hefur verið besti leikmaður Liverpool í síðustu leikjum. Hann var alltaf að í sókninni. Hann lagði svo upp markið sem innsiglaði sigur Liverpool. Gott dagsverk!
Jürgen Klopp: ,,Ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum. Vonandi hefur enginn orðið fyrir meiðslum. Ég hef ekki heyrt neitt um meiðsli og það yrði frábært að sleppa við allt svoleiðis. Svo sjáum við bara til. Við þurfum að safna kröftum því við eigum aftur leik á miðvikudaginn."
- Trent Alexander-Arnold skoraði í þriðja sinn á keppnistímabilinu.
- Ryan Gravenberch er með einu marki meira.
- Diogo Jota skoraði 15. mark sitt á leiktíðinni.
- Fyrir sigurinn í dag höfðu liðin gert þrjú jafntefli í röð á Craven Cottage.
- Þetta var fjórða viðureign liðanna á leiktíðinni. Auk deildarleikjanna spiluðu liðin í undanúrslitum Deildarbikarsins. Liðin skildu jöfn í London í Deildarbikarnum en annars vann Liverpool hina þrjá leikina.
TIL BAKA
Í rétta átt!
Eftir tvo deildarleiki án sigurs þokaðist í rétta átt í dag þegar Liverpool vann 1:3 sigur á Fulham. Liverpool er eftir sigurinn með jafnmörg stig og Arsenal á toppnum. Arsenal er með betra markahlutfall og leiðir því deildina.
Fimm breytingar voru gerðar á liði Liverpool frá sigrinum Atalanta í Ítalíu. Diogo Jojta, Harvey Elliott, Wataru Endo, Ryan Gravenberch og Jarell Quansah fengu sæti í byrjunarliðinu. Þrátt fyrir sigur á Atalanta kom ekki á óvart að liðinu skyldi breytt nokkuð.
Liverpool byrjaði vel og á 3. mínútu sendi Trent Alexander-Arnold inn í vítateiginn á Luis Díaz en skalli hans fór rétt framhjá. Liverpool náði góðum tökum á leiknum og á 23. mínútu sendi Luiz fyrir á Diogo Jota. Portúgalinn var í góðu færi en náði ekki að hitta boltann alemennilega og hann fór framhjá.
Liverpool komst yfir á 32. mínútu. Dæmt var aukaspyrna á heimamenn til vinstri fyrir utan vítateiginn. Trent tók aukaspyrnuna og skoraði með öruggu skoti yfir varnarvegginn upp í vinstra hornið. Glæsilegt skot og mark!
Allt leit út fyrir að Liverpool hefði yfir í hálfleik en þegar tvær mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma jöfnuðu heimamenn upp úr þrurru því þeir höfðu varla átt hættulegt færi allan hálfleikinn. Fulham náði að pressa nokkuð vel. Vörn Liverpool tókst ekki að hreinsa og Timothy Castagne fékk boltann í vítateignum og skoraði neðst í vinstra hornið. Slæmur endir á nokkuð góðum hálfleik.
Liverpool hélt áfram að hafa yfirhöndina eftir hlé. Eftir fimm mínútur fékk Harvey boltann í fínu færi eftir gott spil en hann hitti boltann illa og boltinn fór framhjá markinu. En þremur mínútum seinna tókst betur til. Harvey komst inn í sendingu og gaf á Ryan Gravenberch. Hollendingurinn fékk boltann við vítalínuns tók miðið og skoraði með föstu skoti úti við stöng hægra megin. Fallega gert hjá Ryan sem hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Þarna sýndi hann hvað hann getur!
Heimamenn komust ekkert inn í leikinn og á 72. mínútu innsiglaði Liverpool sigurinn. Cody Gakpo sendi inn fyrir vörn Fulham á Diogo. Nú brást Diogo ekki bogalistinn. Hann lék inn í vítateiginn vinstra megin og sendi boltann svo laglega út í fjærhornið. Það eru fáir betri í svona færum!
Það var ekki fyrr en mínúta var eftir að Fulham ógnaði. Alisson varð þá að taka á honum stóra sínum að verja neðst í horninu. Hann hélt ekki boltanum og heimamaður náði frákastinu en skaut í hliðarnetið. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu vel í leikslok. Góður sigur og það voru talsverð batamerki á Liverpool frá síðustu leikjum.
Liverpool spilaði betur en í síðustu leikjum. Sigurinn var nauðsynlegur til að halda möguleikanum, á að vinna Englandsmeistaratitilinn, opnum! Áfram með smjörið!
Fulham: Leno, Castagne, Tosin, Bassey, Robinson, J. Palhinha (Cairney 71. mín.), Lukic, Iwobi (Traoré 85. mín.), Pereira, De Cordova-Reid (Wilson 71. mín.), og Muniz Carvalho. Ónotaðir varamenn: Rodák, Tete, Reed, Jiménez, Broja og Ream.
Mark Fulham: Timothy Castagne (45. mín.).
Gul spjöld: Joao Palhinha, Tosin Adarabioyo og Timothy Castagne.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Gomez 80. mín.), Quansah, van Dijk, Robertson, Elliott, Endo, Gravenberch (Mac Allister 74. mín.), Díaz (Salah 74. mín.), Jota (Núnez 74. mín.) og Gakpo (Szoboszlai 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Jones og Tsimikas.
Mörk Liverpool: Trent Alexander-Arnold (32. mín.), Ryan Gravenberch (53. mín.) og Diogo Jota (72. mín.).
Áhorfendur á Craven Cottage: Ekki vitað.
Maður leiksins: Cody Gakpo. Hollendingurinn hefur verið besti leikmaður Liverpool í síðustu leikjum. Hann var alltaf að í sókninni. Hann lagði svo upp markið sem innsiglaði sigur Liverpool. Gott dagsverk!
Jürgen Klopp: ,,Ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum. Vonandi hefur enginn orðið fyrir meiðslum. Ég hef ekki heyrt neitt um meiðsli og það yrði frábært að sleppa við allt svoleiðis. Svo sjáum við bara til. Við þurfum að safna kröftum því við eigum aftur leik á miðvikudaginn."
Fróðleikur
- Trent Alexander-Arnold skoraði í þriðja sinn á keppnistímabilinu.
- Ryan Gravenberch er með einu marki meira.
- Diogo Jota skoraði 15. mark sitt á leiktíðinni.
- Fyrir sigurinn í dag höfðu liðin gert þrjú jafntefli í röð á Craven Cottage.
- Þetta var fjórða viðureign liðanna á leiktíðinni. Auk deildarleikjanna spiluðu liðin í undanúrslitum Deildarbikarsins. Liðin skildu jöfn í London í Deildarbikarnum en annars vann Liverpool hina þrjá leikina.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan