| Sf. Gutt
Eftir tvo deildarleiki án sigurs þokaðist í rétta átt hjá Liverpool þegar liðið vann Fulham í gær. Trent Alexander-Arnold segir að markmiðið sé núna að vinna alla sex leikina sem eftir eru. Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir sigurinn.
,,Það eru bara sex leikir eftir og það er ekki mikið. Þetta á eftir að líða fljótt því hver leikurinn rekur annan. Markmið okkar er að vinna alla leikina. Það er ekkert annað hægt að gera. Ég held að það verði erfitt að ná þessu markmiði en það getur allt gerst í Úrvalsdeildinni. Samt, á þessum tímapunkti, er trúlegt að City vinni titilinn."
,,Þetta er ekki í okkar höndum lengur og við gerum okkur fulla grein fyrir því. En við þurfum að spila eins vel og mögulegt er og vera í þeirri stöðu að færa okkur það í nyt ef hin liðin misstíga sig."
Vonandi tekst Liverpool að verða Englandsmeistari. Arsenal og Manchester City standa betur að vígi en liðin eiga eftir að spila sína leiki. Margt getur gerst!
TIL BAKA
Markmiðið er að vinna alla leikina!
Eftir tvo deildarleiki án sigurs þokaðist í rétta átt hjá Liverpool þegar liðið vann Fulham í gær. Trent Alexander-Arnold segir að markmiðið sé núna að vinna alla sex leikina sem eftir eru. Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir sigurinn.
,,Það eru bara sex leikir eftir og það er ekki mikið. Þetta á eftir að líða fljótt því hver leikurinn rekur annan. Markmið okkar er að vinna alla leikina. Það er ekkert annað hægt að gera. Ég held að það verði erfitt að ná þessu markmiði en það getur allt gerst í Úrvalsdeildinni. Samt, á þessum tímapunkti, er trúlegt að City vinni titilinn."
,,Þetta er ekki í okkar höndum lengur og við gerum okkur fulla grein fyrir því. En við þurfum að spila eins vel og mögulegt er og vera í þeirri stöðu að færa okkur það í nyt ef hin liðin misstíga sig."
Vonandi tekst Liverpool að verða Englandsmeistari. Arsenal og Manchester City standa betur að vígi en liðin eiga eftir að spila sína leiki. Margt getur gerst!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.! -
| Sf. Gutt
Vera með í baráttunni fram í janúar! -
| Sf. Gutt
Ekki spá í treyjunar! -
| Sf. Gutt
Fágætt afrek hjá Caoimhin Kelleher! -
| Sf. Gutt
Evrópumeistararnir teknir í gegn! -
| Sf. Gutt
Það styttist í sigur! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði sigur! -
| Sf. Gutt
Adam ekki búinn á því! -
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu
Fréttageymslan