| Sf. Gutt
Gat það verið! Loksins þegar Diogo Jota var kominn í gang og búinn að skora er hann úr leik að sinni. Hann varð fyrir meiðslum í leiknum á móti Fulham á sunnudaginn en hann skoraði einmitt sitt 100. mark í ensku knattspyrnunni í leiknum. Diogo var nýkominn til baka eftir meiðsli sem hann varð fyrir á móti Brentford í febrúar.
Diogo fann fyrir eymslum í mjöðminni eftir leikinn. Þau versnuðu og nú er talið líklegt að hann verði frá í hálfan mánuð eða svo. Það er hið versta mál enda er Diogo búinn að skora 15 sinnum á keppnistímabilinu. Aðeins Mohamed Salah og Darwin Núnez hafa skorað fleiri mörk á sparktíðinni fyrir Liverpool.
TIL BAKA
Diogo Jota meiddur

Gat það verið! Loksins þegar Diogo Jota var kominn í gang og búinn að skora er hann úr leik að sinni. Hann varð fyrir meiðslum í leiknum á móti Fulham á sunnudaginn en hann skoraði einmitt sitt 100. mark í ensku knattspyrnunni í leiknum. Diogo var nýkominn til baka eftir meiðsli sem hann varð fyrir á móti Brentford í febrúar.

Diogo fann fyrir eymslum í mjöðminni eftir leikinn. Þau versnuðu og nú er talið líklegt að hann verði frá í hálfan mánuð eða svo. Það er hið versta mál enda er Diogo búinn að skora 15 sinnum á keppnistímabilinu. Aðeins Mohamed Salah og Darwin Núnez hafa skorað fleiri mörk á sparktíðinni fyrir Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna -
| Sf. Gutt
Jafntefli í síðasta leiknum!
Fréttageymslan