| Sf. Gutt
Mikið var gert, í sumum fjölmiðlum, úr misklíð þeirra Jürgen Klopp og Mohamed Salah, eftir leik Liverpool og West Ham United um síðustu helgi. Þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir voru þeir Mohamed Salah, Joe Gomez og Darwin Núnez að koma inn á sem varamenn. Mohamed virtist eitthvað ósáttur og orð féllu á milli hans og Jürgen. Við bættist eftir leik að Egyptinn sagðist ekkert vilja segja um atvikið því úr því yrði bál.
Hvernig sem allt var voru sumir fjölmiðar uppfullir af því dagana á eftir að Moahmed væri búinn að fá nóg og ætlaði frá Liverpool. Reyndar er það Jürgen sem er að fara. Mohamed er enn samningsbundinn Liverpool. Við bættist eftir helgina að fjölmiðlar fengu fréttir af því að forráðamenn Liverpool myndu vilja hafa Mohamed áfram og jafnvel lengur en samningur hans segir til um.
Jürgen Klopp sagði á blaðamannafundi í gær að þetta allt væri ekkert mál. Hann sagði að hann og Mohamed væru búnir að þekkjast lengi og málið væri leyst. Sem sagt ekkert mál!
TIL BAKA
Ekkert mál!
Mikið var gert, í sumum fjölmiðlum, úr misklíð þeirra Jürgen Klopp og Mohamed Salah, eftir leik Liverpool og West Ham United um síðustu helgi. Þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir voru þeir Mohamed Salah, Joe Gomez og Darwin Núnez að koma inn á sem varamenn. Mohamed virtist eitthvað ósáttur og orð féllu á milli hans og Jürgen. Við bættist eftir leik að Egyptinn sagðist ekkert vilja segja um atvikið því úr því yrði bál.
Hvernig sem allt var voru sumir fjölmiðar uppfullir af því dagana á eftir að Moahmed væri búinn að fá nóg og ætlaði frá Liverpool. Reyndar er það Jürgen sem er að fara. Mohamed er enn samningsbundinn Liverpool. Við bættist eftir helgina að fjölmiðlar fengu fréttir af því að forráðamenn Liverpool myndu vilja hafa Mohamed áfram og jafnvel lengur en samningur hans segir til um.
Jürgen Klopp sagði á blaðamannafundi í gær að þetta allt væri ekkert mál. Hann sagði að hann og Mohamed væru búnir að þekkjast lengi og málið væri leyst. Sem sagt ekkert mál!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan