| Sf. Gutt
Sumir telja einhver teikn á lofti um að Luis Díaz vilji fara frá Liverpool. Faðir hans hefur látið orð falla sem talið er að vísi til þess að sonur hans hugsi sér til hreyfings. Eða þá að hann langi til að sonur sinn fari. Í viðtali sagði Luis eldri að hann hefði ekki gefið upp á bátinn drauminn um að sonurinn myndi spila á Spáni. Hann vísaði til þess að landar þeirra Radamel Falcao og James Rodriguez hefðu spilað þar í landi.
Radamel og James spiluðu með Madrídar félögunum. Radamel með Atletico og James var á mála hjá Real. Um leið var farið að orða Luis við þessi félög.
Luis Díaz er búinn að vera stórgóður á þessu keppnistímabili. Hann er búinn að skora 13 mörk og leggja upp fjögur. Áður hafði hann mest skorað fimm mörk á einni leiktíð fyrir Liverpool. Hann er vonandi ekkert á förum!
TIL BAKA
Fer Luis Díaz?
Sumir telja einhver teikn á lofti um að Luis Díaz vilji fara frá Liverpool. Faðir hans hefur látið orð falla sem talið er að vísi til þess að sonur hans hugsi sér til hreyfings. Eða þá að hann langi til að sonur sinn fari. Í viðtali sagði Luis eldri að hann hefði ekki gefið upp á bátinn drauminn um að sonurinn myndi spila á Spáni. Hann vísaði til þess að landar þeirra Radamel Falcao og James Rodriguez hefðu spilað þar í landi.
Radamel og James spiluðu með Madrídar félögunum. Radamel með Atletico og James var á mála hjá Real. Um leið var farið að orða Luis við þessi félög.
Luis Díaz er búinn að vera stórgóður á þessu keppnistímabili. Hann er búinn að skora 13 mörk og leggja upp fjögur. Áður hafði hann mest skorað fimm mörk á einni leiktíð fyrir Liverpool. Hann er vonandi ekkert á förum!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan