| Sf. Gutt
Ekki er ósennilegt að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi Liverpool eftir að Jürgen Klopp heldur á braut. Sumir hafa talið að Mohamed Salah fari en svo virðist ekki vera. Hann sendi þessi orð frá sér á samfélagsmiðlum stuttu eftir síðasta leik leiktíðarinnar.
,,Við gerum okkur grein fyrir því að titlar telja. Þess vegna munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að við náum að vinna titla á næsta keppnistímabili. Stuðningsmenn okkar verðskulda titla og við munum berjast eins og ljón til að ná markmiðum okkar!"
Það er sem sagt enginn bilbugur á Mohamed Salah. Hann virðist staðráðinn í að halda áfram að spila með Liverpool og reyna að vinna fleiri titla.
Mohamed skoraði 25 mörk á sparktíðinni. Það var býsna gott miðað við að hann missti af rúmlega tveimur mánuðum vegna meiðsla.
TIL BAKA
Enginn bilbugur á Mohamed!

Ekki er ósennilegt að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi Liverpool eftir að Jürgen Klopp heldur á braut. Sumir hafa talið að Mohamed Salah fari en svo virðist ekki vera. Hann sendi þessi orð frá sér á samfélagsmiðlum stuttu eftir síðasta leik leiktíðarinnar.
,,Við gerum okkur grein fyrir því að titlar telja. Þess vegna munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að við náum að vinna titla á næsta keppnistímabili. Stuðningsmenn okkar verðskulda titla og við munum berjast eins og ljón til að ná markmiðum okkar!"

Það er sem sagt enginn bilbugur á Mohamed Salah. Hann virðist staðráðinn í að halda áfram að spila með Liverpool og reyna að vinna fleiri titla.
Mohamed skoraði 25 mörk á sparktíðinni. Það var býsna gott miðað við að hann missti af rúmlega tveimur mánuðum vegna meiðsla.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna -
| Sf. Gutt
Jafntefli í síðasta leiknum!
Fréttageymslan