| Sf. Gutt
Kynning á fulltrúum Liverpool heldur áfram þaðan sem frá var horfið. Portúgalski framherjinn Diogo Jota er næsti maður í kynningunni.
Nafn: Diogo Jota.
Fæðingardagur: 4. desember 1996.
Fæðingarstaður: Porto í Portúgal.
Staða: Framherji.
Félög á ferli: Paços de Ferreira (2014-16), Atletico Madrid (2016-18), Porto, lán, (2016-17) Wolverhampton Wanderes, lán, (2017/18), Wolverhampton Wanderes (2018-20) og Liverpool (2020-??).
Fyrsti landsleikur: 14. nóvember 2019 gegn Litháen.
Landsleikjafjöldi: 38.
Landsliðsmörk: 14.
Leikir með Liverpool: 145.
Mörk fyrir Liverpool: 56.
Stoðsendingar: 19.
Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Diogo spilaði mjög vel en þrenn meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum og liðinu líka.
Hver eru helstu einkenni okkar manns? Diogo er fjölhæfur framherji. Hann skorar jafnt af löngu og stuttu færi. Svo er hann mjög snjall skallamaður.
Hver er staða Diogo í landsliðinu? Diogo hefur verið fastamaður síðustu árin. Hann hefur skorað drjúgt fyrir landsliðið.
Hvað um Portúgal? Portúgal er með mjög sterkt lið og með þeim sterkari á mótinu. Liðið gæti vel náð langt.
Vissir þú? Diogo er sérlega snjall að spila tölvuleiki. Hann er stórgóður í FIFA leiknum og vann keppni í honum meðal leikmanna Úrvalsdeildarinnar þegar heimsfaraldurinn stóð yfir.
Helsta heimild: http://www.lfchistory.net.
TIL BAKA
Fulltrúar Liverpool á EM
Kynning á fulltrúum Liverpool heldur áfram þaðan sem frá var horfið. Portúgalski framherjinn Diogo Jota er næsti maður í kynningunni.
Nafn: Diogo Jota.
Fæðingardagur: 4. desember 1996.
Fæðingarstaður: Porto í Portúgal.
Staða: Framherji.
Félög á ferli: Paços de Ferreira (2014-16), Atletico Madrid (2016-18), Porto, lán, (2016-17) Wolverhampton Wanderes, lán, (2017/18), Wolverhampton Wanderes (2018-20) og Liverpool (2020-??).
Fyrsti landsleikur: 14. nóvember 2019 gegn Litháen.
Landsleikjafjöldi: 38.
Landsliðsmörk: 14.
Leikir með Liverpool: 145.
Mörk fyrir Liverpool: 56.
Stoðsendingar: 19.
Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Diogo spilaði mjög vel en þrenn meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum og liðinu líka.
Hver eru helstu einkenni okkar manns? Diogo er fjölhæfur framherji. Hann skorar jafnt af löngu og stuttu færi. Svo er hann mjög snjall skallamaður.
Hver er staða Diogo í landsliðinu? Diogo hefur verið fastamaður síðustu árin. Hann hefur skorað drjúgt fyrir landsliðið.
Hvað um Portúgal? Portúgal er með mjög sterkt lið og með þeim sterkari á mótinu. Liðið gæti vel náð langt.
Vissir þú? Diogo er sérlega snjall að spila tölvuleiki. Hann er stórgóður í FIFA leiknum og vann keppni í honum meðal leikmanna Úrvalsdeildarinnar þegar heimsfaraldurinn stóð yfir.
Helsta heimild: http://www.lfchistory.net.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan