| Sf. Gutt

Fulltrúar Liverpool á EM


Fimmti í röðinni af fulltrúum Liverpool á EM var óvænt valinn í liðshóp sinn. Hér er sá kynntur sem lengst allra hefur verið hjá Liverpool. Joe Gomez er annar af tveimur leikmönnum Liverpool í enska landsliðinu. 

Nafn: Joe Gomez.

Fæðingardagur:
 23. maí 1997.

Fæðingarstaður: Catford á Englandi.

Staða: Varnarmaður

Félög á ferli: Charlton Athletic (2014-15) og Liverpool (2015-??)



Fyrsti landsleikur: 10. nóvember 2017 gegn Þjóðverjum.

Landsleikjafjöldi: 15
.

Landsliðsmörk: 0.



Leikir með Liverpool: 224.

Mörk fyrir Liverpool: 0.

Stoðsendingar: 9.

Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Joe gekk sérlega vel og hefur aldrei spilað fleiri leiki á einu keppnistímabili eftir að hann kom til Liverpool.

Hver eru helstu einkenni okkar manns? Joe er mjög fjölhæfur varnarmaður
. Hann er miðvörður að upplagi en getur líka spilað sem bakvörður. Hann er fljótur og sterkur. 
 

Hver er staða Joe í landsliðinu? Á þessu ári spilaði Joe í fyrsta sinn með enska landsliðinu frá því 2020. Val hans í landsliðið fyrir EM kom flestum á óvart.



Hvað um England?  Enska liðið er mjög sterkt og margir telja það sigurstranglegasta liðið á EM. Liðið tapaði úrslitaleik á síðasta EM og er talið sterkara núna. 

Vissir þú? Joe hefur aldrei skorað mark á ferli sínum í meistaraflokki

Helsta heimild: http://www.lfchistory.net.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan