| Sf. Gutt
Sepp van den Berg hefur komið sterkur til æfinga. Haft hefur verið á orði að hann sé búinn að vera einn besti leikmaður Liverpool það sem af er undirbuningstímabilsins.
Hollendingurinn var í láni hjá Mainz 05 á síðasta keppnistímabili. Hann stóð sig mjög vel og talið er að þýska liðið vilji kaupa hann. Það er þó ekki víst að það verði í boði.
Sepp kom til Liverpool frá hollenska liðinu PEC Zwolle sumarið 2019. Hann er búinn að spila fjóra leiki með aðlliði Liverpool. Síðustu þrjú keppnistímabil er hann búinn að vera í láni. Fyrst hjá Preston eina og hálfa leiktíð 2021 til 2022, svo með Schalke 04 2022/23 og loks hjá Mainz eins og áður greindi. Honum gekk mjög vel hjá Preston en spilaði lítið með Schalke vegna erfiðra meiðsla.
Hver veit nema að það hjálpi Sepp að festa sig í sessi hjá Liverpool að landi hans Arne Slot er nú hæstráðandi hjá Liverpool. Sepp hefur spilað með yngri landsliðum Hollands og lengi þótt efniegur.
TIL BAKA
Sepp hefur komið sterkur inn
Sepp van den Berg hefur komið sterkur til æfinga. Haft hefur verið á orði að hann sé búinn að vera einn besti leikmaður Liverpool það sem af er undirbuningstímabilsins.
Hollendingurinn var í láni hjá Mainz 05 á síðasta keppnistímabili. Hann stóð sig mjög vel og talið er að þýska liðið vilji kaupa hann. Það er þó ekki víst að það verði í boði.
Sepp kom til Liverpool frá hollenska liðinu PEC Zwolle sumarið 2019. Hann er búinn að spila fjóra leiki með aðlliði Liverpool. Síðustu þrjú keppnistímabil er hann búinn að vera í láni. Fyrst hjá Preston eina og hálfa leiktíð 2021 til 2022, svo með Schalke 04 2022/23 og loks hjá Mainz eins og áður greindi. Honum gekk mjög vel hjá Preston en spilaði lítið með Schalke vegna erfiðra meiðsla.
Hver veit nema að það hjálpi Sepp að festa sig í sessi hjá Liverpool að landi hans Arne Slot er nú hæstráðandi hjá Liverpool. Sepp hefur spilað með yngri landsliðum Hollands og lengi þótt efniegur.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan