| Sf. Gutt
Andrew Robertson er sem stendur meiddur. Hann hefur ekki spilað í Bandaríkjaferðinni en ætti að komast á skrið áður en keppnistímabilið hefst.
Andrew var ekki í fullkomnu standi þegar hann fór með skoska landsliðinu til Þýskalands til að taka þátt í Evrópukeppni landsliða. Hann lagði allt í sölurnar í keppninni, eins og sönnum fyrirliða sæmir, og það þýddi að hann þurfti tíma til að jafna sig þegar keppnin var búin. Andrew er ekki búinn að spila neitt í Bandaríkjaferðinni og ekki er reiknað með að hann taki þátt í leikjum í henni. En ef allt gengur eftir ætti Skotinn að vera kominn í stand þegar nýja keppnistímabilið hefst á Englandi.
Skotinn missti af stórum hluta síðustu leiktíðar eftir að hann þurfti að fara í aðgerði eftir að hafa farið úr axlarlið í landsleik í fyrrahaust. Segja má að hann hefi ekki náð sínu besta eftir að hann kom til baka eftir meiðslin.
Vonandi nær Andrew sér vel af meiðslunum. Það skiptir miklu máli að hann verði í sínu besta formi þegar leiktíðin byrjar í næsta mánuði.
Þess má geta að ungliðarnir Bobby Clarke og Jayden Danns eiga við meiðsli að stríða. Ef rétt er vitað fóru þeir ekki með liðshópi Liverpool til Bandaríkjanna.
TIL BAKA
Andrew meiddur
Andrew Robertson er sem stendur meiddur. Hann hefur ekki spilað í Bandaríkjaferðinni en ætti að komast á skrið áður en keppnistímabilið hefst.
Andrew var ekki í fullkomnu standi þegar hann fór með skoska landsliðinu til Þýskalands til að taka þátt í Evrópukeppni landsliða. Hann lagði allt í sölurnar í keppninni, eins og sönnum fyrirliða sæmir, og það þýddi að hann þurfti tíma til að jafna sig þegar keppnin var búin. Andrew er ekki búinn að spila neitt í Bandaríkjaferðinni og ekki er reiknað með að hann taki þátt í leikjum í henni. En ef allt gengur eftir ætti Skotinn að vera kominn í stand þegar nýja keppnistímabilið hefst á Englandi.
Skotinn missti af stórum hluta síðustu leiktíðar eftir að hann þurfti að fara í aðgerði eftir að hafa farið úr axlarlið í landsleik í fyrrahaust. Segja má að hann hefi ekki náð sínu besta eftir að hann kom til baka eftir meiðslin.
Vonandi nær Andrew sér vel af meiðslunum. Það skiptir miklu máli að hann verði í sínu besta formi þegar leiktíðin byrjar í næsta mánuði.
Þess má geta að ungliðarnir Bobby Clarke og Jayden Danns eiga við meiðsli að stríða. Ef rétt er vitað fóru þeir ekki með liðshópi Liverpool til Bandaríkjanna.
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen
Fréttageymslan