Nýtt met hjá Mohamed Salah!
Það er ekkert nýtt í því að Mohamed Salah skori á fyrsta leikdegi í efstu deild á Englandi. Hann gerði það í sjöunda sinn á átta leiktíðum þegar Liverpool vann Ipswich Town 0:2 í laugardaginn var.
Sem fyrr segir hefur Mohamed Salah nú skorað í fyrstu umferð á sjö af átta keppnistímabilum sem hann hefur tekið þátt í á Englandi. Honum mistókst það í eina skiptið á móti Chelsea á síðasta keppnistímabili. Áður hafði hann skorað í fyrstu umferð á sex sparktíðum í röð sem er landsmet í efstu deild á Englandi. Mörkin komu á móti Watford úti, West Ham United heima, Norwich City heima, Leeds United heima, Norwich City úti og Fulham úti. Á móti Leeds skoraði Mohamed þrennu.
Í Ipswich bætti Mohamed enn einu metinu í safnið. Markið hans á móti heimamönnum var níunda markið sem hann skorar í átta leikjum í fyrstu umferð efstu deildar. Hann er þar með búinn að skora marki meira en ensku landsliðsmennirnir Alan Shearer, Frank Lampard og Wayne Rooney gerðu á þeirra tíma. Enn eitt metið sem Mohamed Salah setur í ensku knattspyrnunni!
-
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar!