Fyrirliðinn í lið ársins!
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, var valinn í Lið ársins fyrir síðasta keppnistímabil. Þetta er í fjórða sinn sem hann er valinn í liðið. Atvinnuknattspyrnumenn á Englandi kjósa í þessu vali.
Þetta er lið ársins. David Raya (Arsenal), William Saliba (Arsenal), Virgil van Dijk (Liverpool), Gabriel (Arsenal), Kyle Walker (Manchester City), Rodri (Manchester City), Declan Rice (Arsenal), Martin Odegaard (Arsenal), Erling Haaland (Manchester City), Phil Foden (Manchester City) og Ollie Watkins (Aston Villa). Eins og áður kemur fram er þetta í fjórða sinn sem Virgil hefur verið valinn í Lið ársins. Hann var áður valinn í liðið árin 2019, 2020 og 2022.
Þess má til gamans geta að Steven Gerrard hefur oftast, af leikmönnum Liverpool, verið valinn í lið ársins. Hann var átta sinnum í Liði ársins.
Phil Foden, leikmaður Manchester City, var valinn Leikmaður ársins í þessu kjöri atvinnuknattspyrnumanna. Phil hefur tvívegis verið valinn Ungi leikmaður ársins og íþróttafréttamenn kusu hann Leikmann ársins fyrir síðasta keppnistímabil. Cole Palmer, sem hóf leiktíðna með Manchester City og lauk henni hjá Chelsea, varð fyrir valinu sem Ungi leikmaður ársins.
-
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah