Enn fer leikmaður í burtu
Enn fer leikmaður frá Liverpool. Í dag var tilkynnt um sölu miðvarðarins Sepp van den Berg. Hann samdi við Brentford til fimm ára. Liverpool fær 20 milljónir sterlingspunda fyrir Hollendinginn. Ákvæði í samningnum færa Liverpool fimm milljónir í viðbót. Liverpool fær svo 17,5% af þeirri söluupphæð sem fæst verði Sepp seldur frá Brentford. Það verður að segjast að gott verð hafi fengist fyrir Sepp því Liverpool borgaði upphaflega 4,4 milljónir punda fyrir hann.
Liverpool keypti Sepp, sem verður 23. ára í desember, frá hollenska liðinu PEC Zwolle sumarið 2019. Hann spilaði alla þá fjóra leiki sem hann spilaði fyrir Liverpool á leiktíðinni 2019/20.
Sepp van Den Berg varð heimsmeistari félagsliða. Hann var meðal varamanna þegar Liverpool varð heimsmeistari 2019 með 1:0 sigri á Flamengo í Katar.
Frá 2020 til 2022 var Sepp í láni hjá Preston North End og gekk mjög vel. Á leiktíðinni 2022/23 var Sepp lánsmaður hjá Schalke 04 í Þýskalandi. Hann meiddist illa og spilaði lítið. Hann fór aftur til Þýskalands á síðasta keppnistímabili og lék með Mainz 05. Sepp náði sér vel á strik og var fastamaður í liðinu. Hann stóð sig líka mjög vel með Liverpool núna á undirbúningstímabilinu.
Sepp er annar leikmaðurinn sem Liverpool selur til Brentford núna í sumar. Sepp hittir fyrrum félaga sinn Fabio Carvalho fyrir hjá Brentford. Svo vill til að Liverpool mætir Brentford á Anfield Road á sunnudaginn. Það verður áhugavert að sjá hvort þeir félagar verða með í þeim leik.
Liverpool klúbburinn á Íslandi þakkar Sepp fyrir framlag sitt hjá Liverpool. Um leið er honum óskað góðs gengis. Samt ekki á sunnudaginn!
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni