Hvergi af baki dottinn!
James Milner er hvergi af baki dottinn. Hann er núna að hefja 23. keppnistímabilið á knattspyrnuferli sínum. Það er alls ekki víst að það verði síðasta keppnistímabilið á ferli hans.
James Milner fæddist 4. janúar 1986. Hann er því 38 ára gamall og leikur nú með Brighton and Hove Albion en hann gekk til liðs við Máfana síðasta sumar þegar hann yfirgaf Liverpool. Hann hóf feril sinn hjá Leeds United á leiktíðinni 2002/03. Hann lék með Leeds til 2004 en þá gerði hann samning við Newcastle United. Á leiktíðinni 2003/04 var James um tíma í láni hjá Swindon Town. Þegar hann var hjá Newcastle var hann lánsmaður hjá Aston Villa á sparktíðinni 2005/06. Sumarið 2008 gekk hann til liðs við Aston Villa. James fór svo til Manchester City 2010 og spilaði þar fimm leiktíðir áður en hann fór til Liverpool 2015.
James Milner var kjörinn Ungi leikmaður ársins á leiktíðinni 2009/10. Hann var líka valinn í Lið ársins. Hann spilaði með öllum yngri landsliðum Englands og alls 61 landsleik fyrir aðallandsliðið. James skoraði eitt landsliðsmark.
James lék 332 leiki með Liverpool og skoraði 26 mörk. Hann var lengst hjá Liverpool á ferli sínum eða átta leiktíðir. Hann hefur spilað 878 leiki með félagsliðum á ferli sínum. Mörkin hans eru 84 talsins.
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum