Merkileg tímamót!
Í leik Liverpool og Manchester United á Old Trafford um helgina má segja að tvenn merkileg tímamót hafi orðið. Bæði tímamótin tengjast nýjum framkvæmdastjóra Liverpool í leik á móti Manchester United.
Í fyrsta lagi varð Arne Slot fyrsti framkvæmdastjóri Liverpool frá árinu 1975 til að stýra Liverpool til sigurs á móti Manchester United í fyrstu tilraun. Bob Paisley afrekaði þetta síðast í nóvember 1975 þegar Liverpool vann Manchester United 3:1 á Anfield Road.
Í annan stað varð Arne Slot fyrsti framkvæmdastjóri Liverpool frá árinu 1936 til að stjórna Liverpool til sigurs í sínum fyrsta útileik gegn Manchester United. George Kay, sem er á mynd hér að ofan, stýrði Liverpool til sigurs 2:5 á Old Trafford í nóvember 1936.
Það sem meira er þá eru Arne og George einu framkvæmdastjórar Liverpool, í allri sögu félagsins, til að stýra Liverpool til sigurs í útileik á móti Manchester United í fyrstu tilraun. Vel að verki staðið!
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin