Til hamingju!
Andrew Robertson náði merkum áfanga á Old Trafford á dögunum þegar Liverpool vann öruggan 0:3 sigur á Manchester United. Þetta var leikur númer 300 á ferli Skotans hjá Liverpool. Sannarlega merkur áfangi!
Andrew kom til Liverpool sumarið 2017 þegar hann var keyptur frá Hull City. Kaupverðið var aðeins tíu milljónir sterlingspunda og ekki er annað hægt að segja en að það hafi verið gjafverð.
Skotinn var fljótur að vinna sér fast sæti í liði Liverpool og hefur ekki gefið það eftir. Úthald hans og kraftur er með hreinum ólíkindum og hann er og hefur verið algjör lykilmaður. Hann er góður varnarmaður en hann er ekki síður sterkur sóknarlega og hann hefur lagt upp hvorki fleiri né færri en 65 mörk í þeim 300 leikjum sem hann hefur leikið. Hann hefur skorað 11 mörk.
Andrew hefur unnið átta titla á ferli sínum hjá Liverpool og hann hefur sannarlega átt sinn þátt í þeim. Eftir að hann kom til Liverpool var hann gerður að fyrirliða skoska landsliðsins. Hann er búinn að leiða liðið í tveimur úrslitakeppnum Evrópukeppni landsliða.
Þó Andrew sé orðinn þrítugur er ekki annað að sjá en að hann geti verið áfram fastamaður í liði Liverpool. Hann meiddist illa á öxl á síðasta keppnistímabili. Hann var líka að berjast við meiðsli fyrir og á EM í sumar og hvíldi að mestu á undirbúningstímabilinu. En núna er hann orðinn góður af meiðslunum.
Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Andrew Robertson til hamingju með áfangann.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!