Darwin í banni með Úrúgvæ
Darwin Núnez spilaði ekkert með Úrúgvæ í landsleikjahrotunni í síðasta mánuði. Ástæðan er sú að hann var dæmdur í fimm leikja bann. Sakirnar voru sérstakar.
Í lok leiks Úrúgvæ og Kólumbíu í undanúrslitum SuðurAmeríkukeppninnar í júlí varð upphlaup. Einhverjum leikmönnum Úrúgvæ og nokkrum stuðningsmönnum Kólumbíu lenti saman. Ástæðan fyrir því að leikmenn Úrúgvæ hlupu til var sú að þeir töldu fjölskyldumeðlimum sínum ógnað þar sem stuðningsmenn Kólumbíu voru með læti. Börn voru með mæðrum sínum og öðrum fjölskyldumeðlimum og leikmenn Úrúgvæ töldu að öryggi þeirra væri ekki tryggt. Í það minnsta er atburðarásin svona skilin.
En afleiðingarnar voru þær að fimm leikmenn Úrúgvæ voru dæmdir í bann. Darwin fékk lengsta bannið eða fimm leiki. Bannið hefur nú verið stytt í þá tvo leiki sem hann sat af sér í september. Hinir þrír leikirnir eru skilorðbundnir ef rétt er skilið.
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen