Hefur saknað keppninnar!
Virgil van Dijk segist ekki geta beðið eftir því að Liverpool hefji leik í Meistaradeildinni á nýjan leik. Liverpool var ekki með í keppninni á síðasta keppnistímabili en nú er fyrsti leikur framundan. Á móti AC Milan í Mílanó.
,,Ég hef saknað keppninnar. Ég get ekki beðið eftir að heyra Meistaradeildarlagið og leiða strákana til leiks. Félag á borð við Liverpool verður að vera með í Meistaradeildinni. Við erum nú loksins með á nýjan leik. Við verðum að spila miklu betur en í dag. Ef við bætum okkur ekki lendum við í vandræðum."
Virgil sagði þetta eftir tapið á móti Nottingham Forest. Fyrirliðinn hefur rétt fyrir sér með að Liverpool þurfi að spila miklu betur en á móti Nottingham Forest. Vonandi taka leikmenn Liverpool sig á fyrir leikinn í Mílanó!
-
| Sf. Gutt
Erum staðfastir í baráttunni -
| Sf. Gutt
Sannfærandi sigur! -
| Sf. Gutt
Arne Slot fær tveggja leikja bann -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Við þráum annan titil! -
| Sf. Gutt
Meistararnir lagðir á heimavelli sínum! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor