Sorgarfréttir
Sorgarfréttir bárust fyrir leik AC Milan og Liverpol á San Siro leikvanginum á þriðjudagskvöldið. Stuðningsmaður Liverpool lést þegar hann varð fyrir bíl í Bergamo að morgni leikdags.
Hinn látni hét Philip Dooley og var hann 51. árs. Hann hafði farið til Ítalíu til að horfa á Liverpool sem hann hafði haldið með frá barnæsku.
Fulltrúar frá Liverpool og AC Milan settu blómvönd í sætið sem Philip hefði setið í þegar leikurinn fór fram. Leikmenn og þeir sem voru á varamannabekk liðsins voru með sorgarbönd.
Liverpool klúbburinn á Íslandi vottar fjölskyldu og vinum Philip samúð.
-
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah