Alisson meiddur
Alisson Becker verður eitthvað frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í gær á móti Crystal Palace. Hann tognaði aftan í læri og fór af velli þegar 11 mínútur voru til leiksloka. Ekki hefur verið tilkynnt um greiningu á meiðslunum og hversu lengi hann verður frá æfingum og keppni.
Ljóst er að Alisson fer ekki til fundar við landslið Brasilíu til að spila í komandi leikjatörn. Hann fær því næði til að ná sér en ólíklegt er að hann verði orðinn leikfær þegar Liverpool hefur leik á nýjan leik. Eins og gefur að skilja er það hið versta mál að Alisson verði lengi frá en hann er búinn að vera frábær á leiktíðinni.
Tékkinn ungi Vitezslav Jaros kom inn í staðinn fyrir Alisson Becker og lauk við að halda markinu hreinu í leiknum. Alla jafna hefði Caoimhin Kelleher tekið stöðu Brasilíumannsins en hann var veikur heima.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni