Alisson meiddur
Alisson Becker verður eitthvað frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í gær á móti Crystal Palace. Hann tognaði aftan í læri og fór af velli þegar 11 mínútur voru til leiksloka. Ekki hefur verið tilkynnt um greiningu á meiðslunum og hversu lengi hann verður frá æfingum og keppni.
Ljóst er að Alisson fer ekki til fundar við landslið Brasilíu til að spila í komandi leikjatörn. Hann fær því næði til að ná sér en ólíklegt er að hann verði orðinn leikfær þegar Liverpool hefur leik á nýjan leik. Eins og gefur að skilja er það hið versta mál að Alisson verði lengi frá en hann er búinn að vera frábær á leiktíðinni.
Tékkinn ungi Vitezslav Jaros kom inn í staðinn fyrir Alisson Becker og lauk við að halda markinu hreinu í leiknum. Alla jafna hefði Caoimhin Kelleher tekið stöðu Brasilíumannsins en hann var veikur heima.
-
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna -
| Sf. Gutt
Jafntefli í síðasta leiknum!