Adam ekki búinn á því!
Adam Lallana, fyrrum leikmaður Liverpool, gæti mætt gamla liðinu sínu á morgun þegar það kemur í heimsókn til Southampton. Hann er nefnilega ekki búinn á því þó hann sé orðinn 36 ára gamall.
Adam fór frá Liverpool eftir að liðið var Englandsmeistari 2020. Hann gekk þá til liðs við Brighton and Hove Albion og lék með liðinu þar til í sumar. Þá samdi hann við Southampton en þar hóf hann feril sinn á leiktíðinni 2006/2007. Adam var um tíma í láni hjá Bournemouth árið 2007.
Liverpool keypti Adam sumarið 2014. Hann spilaði 178 leiki, skoraði 22 mörk og lagði upp 21. Hann var vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool enda snjall leikmaður. Adam lék 34 landsleiki fyrir England og skoraði þrjú mörk.
Adam vann Evrópubikarinn með Liverpool 2019. Sama ár var hann í sigurliði Liverpool í Stórbikar Evrópu og í Heimsmeistarakeppni félagsliða.
Adam Lallana er sem sagt kominn heim til Southampton ef svo mætti segja. Hann fékk frjálsa sölu frá Brighton og gerði eins árs samning. Kannski hættir hann í vor hjá félaginu sem byrjaði að æfa með í byrjun aldarinnar.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna