Af samningamálum Mohamed Salah
Samningamál Mohamed Salah hafa verið mikið til umræðu síðustu vikur og mánuði. Samningur hans rennur út á sumri komandi. Þar með getur hann farið að ræða við önnur félög núna eftir áramótin.
Allt frá því lokað var fyrir félagaskipti í lok ágúst hafa fjölmiðar fjallað um samningamál Mohamed og reyndar Virgil van Dijk og Trent-Alenander Arnold líka. Samningsmál Virgil og Trent eru á sama stað í tíma og Mohamed.
Mohamed gerði núgildandi samning við Liverpool 2023. Myndin að ofan var tekin við það tækifæri. Hann verður 33. ára 15. júní á næsta ári. Forráðamenn Liverpool hafa sjaldan gert samninga við leikmenn eftir að þeir eru komnir eitthvað yfir þrítugt. Fjölmiðlamenn hafa hladið því fram að fyrst Mohamed hafi ekki verið boðinn samningur fram að þessu standi það ekki til.
Mohamed Salah hefur á síðustu vikum aðeins tæpt á samningamálum sínum. Eftir sigur Liverpool í Southampton upplýsti hann að hann hefði ekki fengið samningstilboð frá Liverpool. Mohamed hefur af og til í haust nefnt hversu stóran sess Liverpool og stuðningsmenn liðsins skipa hjá honum. Þetta sagði hann eftir leik Liverpool og Manchester City. ,,Þetta er allt einstaklega skemmtilegt. Ég tek þessu alls ekki seem sjálfsögðum hlut og ég nýt hverrar mínútu sem ég er hérna. Hér finnst mér ég eiga heima. Það fylgir því einstök tilfinning að skora á Anfield og vinna leiki þar."
Talið er að Mohamed vilji fá samning til þriggja ára. Á móti er talið að forráðamenn Liverpool vilji helst gera eins árs samning. Um helgina birtu býsna áreiðanlegir fjölmiðlamenn á Englandi fréttir um að Liverpool væri búið að bjóða Mohamed tveggja ára samning. Sé svo verður spennandi að sjá hvort Mohamed tekur tilboðinu.
Vonandi ná forráðamenn Liverpool og Mohamed Salah saman um nýjan samning. Egyptinn er búinn að spila stórkostlega á leiktíðinni það sem af er. Hann er búinn að skora 15 mörk og leggja upp 12. Ekki er að sjá nein ellimerki á Kóngnum frá Egyptalandi. Í raun má segja að Liverpool verði að gera nýjan samning. Hann er það mikilvægur liðinu! Eins leikur ekki nokkur einasti vafi á því að Mohamed Salah er með allra bestu knattspyrnumönnum í heimi!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!