Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Mohamed Salah náði merkum áfanga gegn Girona á Spáni á dögunum. Hann skoraði þá mark númer 50 í Evrópukeppni þeirra bestu.
Sigurmark Mohamed Salah kom úr vítaspyrnu og þar með var hann búinn að skora 50 sinnum í Meistaradeildinni. Hann hefur skorað 44 af mörkunum fyrir Liverpool en hin sex skoraði hann fyrir Basel og Roma.
Mohamed er markahæstur leikmanna Liverpool í Evrópukeppnum. Hann er búinn að skora 49 Evrópumörk fyrir Liverpool. Mörkin eru bæði í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Næstur á Evrópumarkalista Liverpool er Steven Gerrard með 41 mark. Þriðji er Sadio Mané en hann skoraði 26 Evrópumörk fyrir Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur