Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Mohamed Salah náði merkum áfanga gegn Girona á Spáni á dögunum. Hann skoraði þá mark númer 50 í Evrópukeppni þeirra bestu.
Sigurmark Mohamed Salah kom úr vítaspyrnu og þar með var hann búinn að skora 50 sinnum í Meistaradeildinni. Hann hefur skorað 44 af mörkunum fyrir Liverpool en hin sex skoraði hann fyrir Basel og Roma.
Mohamed er markahæstur leikmanna Liverpool í Evrópukeppnum. Hann er búinn að skora 49 Evrópumörk fyrir Liverpool. Mörkin eru bæði í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Næstur á Evrópumarkalista Liverpool er Steven Gerrard með 41 mark. Þriðji er Sadio Mané en hann skoraði 26 Evrópumörk fyrir Liverpool.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!