Af samningamálum Trent Alexander-Arnold
Samningamál Trent Alexander-Arnold hafa verið mikið til umræðu síðustu vikur og mánuði. Samningur hans rennur út á sumri komandi. Þar með getur hann farið að ræða við önnur félög núna eftir áramótin.
Allt frá því lokað var fyrir félagaskipti í lok ágúst hafa fjölmiðar fjallað um samningamál Trent og reyndar Mohamed Salah og Virgil van Dijk líka. Samningsmál Virgil og Mohamed eru á sama stað í tíma og Trent.
Trent gerði síðast samning við Liverpool sumarið 2021. Sem fyrr segir rennur sá samningur út næsta sumar. Lítið hefur verið að frétta af samningamálum Trent. Fregnir herma að forráðamenn Liverpool séu búnir að bjóða honum nýjan samning og jafnvel sett fram tvö tilboð. Annað betra hinu. Samkvæmt þeim fréttum á Trent að hafa neitað báðum tilboðunum. Tekið skal fram að ekki er víst að þessar fréttir séu réttar. Séu þær réttar mætti halda að Trent vilji fara frá Liverpool.
Það eina sem Trent hefur sagt um samningamál sín er þetta. ,,Ég er núna búinn að vera hjá félaginu í 20 ár. Á þeim tíma hef ég skrifað undir fjórar eða fimm framlengingar á samningum við félagið. Samningamál mín við félagið hafa alltaf verið unnin á bak við luktar dyr. Sama verður gert núna."
Þessi vinnubrögð hafa haldið og í raun er ekkert vitað um stöðu samningamála. Ýmsir fjölmiðar telja að Trent hugsi sér til hreyfings og þá til spænska liðsins Real Madrid. Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham er hjá Real og hann og Trent eru miklir vinir. Jude á sem sagt að hafa verið að reyna að fá Trent til liðs við Real Madrid.
Vonandi verður Trent Alexander-Arnold áfram hjá Liverpool. Hann er núna 26 ára gamall og nálgast kannski hápunkt ferils síns. Hann hefur oft talað um að hann vilji verða goðsögn hjá Liverpool og leiða liðið sem fyrirliði. Vonandi heldur hann sig við þá fyrirætlan. Sem fyrr verður að sjá hvað verður.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!