Spáð í spilin
Það verður í mörg horn að líta hjá Liverpool í þessum fyrsta mánuði ársins. Fjórar keppnir eru á dagskrá. Undanúrslitarimma Deildarbikarsins milli Liverpool og Tottenham Hotspur hefst annað kvöld.
Fyrri leikur Liverpool og Tottenham Hotspur fer fram í London og verður án efa hart barist. Venjulega hefur verið stutt á milli leikjanna í undanúrslitum en nú fara seinni leikir liðanna ekki fram fyrr en í byrjun febrúar. Ástæðan er sú að Meistaradeildin hefur verið lengd og nú eru komnar tvær umferðir á dagskrá seinni partinn í janúar.
Liðin mættust í höfuðstaðnum rétt fyrir jól. Liverpool fór gersamlega á kostum og vann 3:6! Þá refsaði Liverpool Tottenham Liverpool trekk í trekk og reyndar hefði Liverpool getað unnið enn stærri sigur. Varla endurtekur sá leikur sig þó það væri æskilegt!
Þó dagskráin hjá Liverpool sé þétt má búast við því að sterkasta liði verði teflt fram annað kvöld. Fyrir utan að stutt er í úrslitaleikinn á Liverpool titil að verja eftir að hafa unnið Deildarbikarinn á síðustu leiktíð. Þess vegna er skylda leikmanna Liverpool að gera allt sem mögulegt er til að vinna titilinn annað árið í röð!
Caoimhin Kelleher ætti að vera í markinu. Að minnsta kosti hefur Alisson Becker ekki leikið í keppninni það sem af er. Reyndar hafa meiðsli líka haft með fjarveru hans það sem af er keppninnar að gera. Hugsanlega verður eitthvað hreyft við liðinu frá leiknum við Manchester United. Dominik Szoboszlai var veikur um helgina en kannski er hann orðinn hress. Ekki er ósennilegt að hann spili ef hann verður tiltækur.
Ég spái því að Liverpool vinni aftur útisigur á Tottenham. Ekki stórsigur eins og fyrir jólin en samt sigur. Liverpool vinnur 0:2. Cody Gakpo og Darwin Núnez skora mörkin.
YNWA!
-
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Tilboðum hafnað -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk