| Sf. Gutt

Tilboðum hafnað

Hermt er að nú á þriðja degi ársins hafi Liverpool nú þegar hafnað tveimur tilboðum í leikmenn sína. Sem er bara mjög gott því þessir menn eru og verða mikilvægir.

Í fyrsta lagi á Real Madrid að hafa boðið formlega í Trent Alexander-Arnold. Það er svo sem ekki vitað nákvæmlega hversu hátt tilboðið var en einhverjir fjölmiðlar greindu frá því að það hefði verið upp á 20 milljónir sterlingspunda. Eins og allir vita rennur samningur Trent við Liverpool út í sumar. Af þeim sökum getur Liverpool ekki selt hann á hæsta verði. 

Í annan stað hefur Liverpool hafnað tilboði í Ben Doak og jafnvel tveimur. Crystal Palace mun hafa boðið í unga Skotann og á tilboðið að hafa verið 15 milljónir punda. Tilboðinu var hafnað. Ipswich Town á líka að hafa boðið í Ben eða alla vega sýnt honum áhuga. Ben er núna í láni hjá Middlesbrough og hefur verið góður. Hann er búinn að skora tvö mörk og leggja upp fimm. Hann stóð sig vel í landsleikjum með Skotlandi í haust og er búinn að spila sex landsleiki. Ben er einn allra efnilegasti leikmaður Liverpool og ljóst er að hann er ekki til sölu. Alla vega ekki nema fyrir talsvert hærri upphæðir.

Nú er búið að opna fyrir félagaskipti og hreyfing kominn á einhverja leikmenn. Mjög ólíklegt er að Liverpool selji einhverja leikmenn núna í mánuðinum. Eins er lítið útlit á að nýir menn komi.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan