Í minningu
Nú undir áramótin er dánardægur Peter Thompson fyrrum leikmanns Liverpool. Hann lést 30. desember 2018. Hugsanlega á hann meiri þátt í því en aðrir sem hafa leikið með Liverpool að svo margir hér á landi halda með Liverpool. Ástæðan er sú að hann heillaði fjölda þeirra sem mættu á Laugardalsvöllinn til að horfa á Liverpool og KR þann 17 ágúst fyrir 60 árum. Peter þótti bera af á vellinum. Þeir áhorfendur sem heilluðust af Peter gegn KR og fóru heim sem stuðningsmenn Liverpool hafa svo alið af sér nýja stuðningsmenn í áratugi. Hann var einn af allra vinsælustu leikmönnum Liverpool á ferli sínum hjá félaginu.
Peter fæddist í Carlisle 27. nóvember 1942. Hann hóf atvinnuferil feril sinn með Preston North End. Bill Shankly eins og margir framkvæmdastjórar frétti af hæfileikum Peter sem hafði vakið mikla athygli með Preston. Liverpool keypti hann 1963 og hann varð lykilmaður í liðinu næstu árin. Hann varð Englandsmeistari 1964 og 1966. Peter vann svo FA bikarinn 1965 þegar Liverpool vann Leeds United 2:1. Hann er annar frá vinstri í neðri röð á myndinni að ofan. Hann varð svo Skjaldarhafi 1964 og 1966.
Peter Thompson lauk ferli sínum með Liverpool 1973. Hann lék 416 leiki með Liverpool, skoraði 54 mörk og lagði upp 37. Hann gekk þá til liðs við Bolton Wanderes. Peter lagði skóna á hilluna 1978.
Peter lék 16 landsleiki fyrir England. Hann var valinn í enska landsliðið fyrir heimsmeistarakeppnina 1966 þegar England varð heimsmeistari. Hann spilaði þó ekki á mótinu. Peter var líka valinn í HM hóp Englands 1970 en lék ekki heldur þá.
Peter var eldfljótur og leikinn kantmaður með mikla knatttækni. Venjulega spilaði hann á hægri kanti. Bill Shankly sagði að Peter gæti haldið boltanum endalaust. Hann sagði leikmönnum sínum að það væri upplagt að gefa boltann á Peter ef þeir væru þreyttir. Hann myndi halda boltanum á meðan þeir blésu mæðinni!
Hvíl í friði Peter Thompson.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham