Ofurhetja í uppbótartíma
Darwin Nunez er oft í vandræðum með að klára færin sín, en mörkin hans tvö í leiknum gegn Brentford um helgina færðu hann þó ansi nálægt einu markameti. Það er í það minnsta eitthvað.
Nunez skoraði tvö mörk í uppbótartíma á laugardaginn - og var heppinn að næla sér ekki í rautt spjald líka, en það er önnur saga.
Einhvers staðar sá ég að enginn hefði skorað fleiri mörk í uppbótartíma á útivelli í sögu Úrvalsdeildarinnar en Nunez, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Á opinberri heimasíðu Liverpool má hins vegar sjá það svart á hvítu að einungis Sadio Mané hefur skorað fleiri mörk í uppbótartíma en Úrúgvæinn.
Mané trónir semsagt á toppnum á þessum uppbótartímalista, en hann náði sex mörkum eftir að venjulegur leiktími rann út. Eftirminnilegasta markið af þessum sex er, að minnsta kosti í mínum huga, markið gegn Aston Villa fyrir 5 árum.
Darwin Nunez er sem fyrr segir næstur á eftir Mané á þessum lista, en með honum í 2. sætinu eru Steven Gerrard og Fernando Torres. Ekki slæmur félagsskapur það.
Aðrir á listanum eru Dirk Kuyt með 4 mörk, Origi, Suarez og Salah með 3. Næstir koma Babel, Benayoun, Benteke, Milner, NGog, Wijnaldum og sjálfsmark(!) með 2 og síðan heljarinnar hellingur með 1 mark. Þar á meðal Alisson Becker sem á líklega glæsilegasta uppbótarmarkið af þeim öllum.
-
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Finn fyrir ást fólksins í borginni! -
| Heimir Eyvindarson
Hvað er framundan? -
| Sf. Gutt
Næsta víst að Trent er á förum! -
| Sf. Gutt
Ógleymanlegt! -
| Sf. Gutt
Sex fyrirliðar í röðum Liverpool! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu!