Fimmtíu Evrópumörk!
Mohamed Salah heldur áfram að skrifa nýja kafla í sögu Liverpool. Á móti Lille varð hann fyrstur leikmanna Liverpool til að skora 50 Evrópumörk. Það er vissulega vel af sér vikið!
Mohamed skoraði fyrsta Evrópumark sitt 23. ágúst 2017 þegar Liverpool vann þýska liðið Hoffenheim 4:2 í Meistaradeildinni. Á fyrsta keppnistímabili sínu hjá Liverpool, 2017/18, skoraði hann 11 Evrópumörk. Hann hefur aldrei skorað fleiri Evrópumörk á einni leiktíð.
Mörkin 50 hefur Mohamed Salah skorað á sjö leiktíðum og svo þeirri áttundu sem nú stendur yfir. Egyptinn hefur leikið 83 Evrópuleiki. Það er sannarlega vel gert að skora 50 mörk í 83 leikjum.
Í heildina hefur Mohamed skorað 61 mark í Evrópukeppnum á ferlinum og þar af 51 í Meistaradeildinni. Hann skoraði sjö Evrópumörk fyrir Basel, þrjú með Roma og eitt hjá Fiorentina.
Sem fyrr segir er Mohamed Salah fyrsti leikmaður Liverpool til að skora 50 Evrópumörk fyrir Liverpool. Steven Gerrard kemur næstur með 41 mark. Hér að neðan er listi yfir þá leikmenn Liverpool sem hafa skorað 20 eða fleiri Evrópumörk. Aftari talan er yfir leiki hvers leikmanns.
1. Mohamed Salah 50 83
2. Steven Gerrard 41 130
3. Sadio Mané 26 58
4. Roberto Firmino 24 73
5. Michael Owen 22 50
6. Ian Rush 20 38
Ekki er ólíklegt að Mohamed eigi eftir að bæta við mörkin 50 það sem eftir er leiktíðar. Liverpool er alla vega komið í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
-
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar!